Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
Tvær þingkonur Samfylkingarinnar segja að lagasetning til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra hjá fólki í opinberum störfum þurfi að vera strangari. Þórunn Sveinbjarnardóttir segir að mál skrifstofustjórans og lögfræðingsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sýni fram á þetta.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
1
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
Skrifstofustjórinn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem lét fresta birtingu nýrra laga um fiskeldi vill fá rúmlega 30 milljónir króna frá ríkinu vegna ólögmætrar uppsagnar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig samskiptum hans við ráðgjafa laxeldisfyrirtækisins Arnarlax var háttað. Ráðgjafinn var fyrrverandi samstarfsmaður hans í ráðuneytinu.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
5
Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
Kæra vegna háttsemi Jóhanns Guðmundssonar, skrifstofustjóra í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, snerist um að hann hefði gengið erinda laxeldisfyrirtækisins Arnarlax. Jóhann beitti sér fyrir því að gildistöku laga um laxeldi yrði seinkað um sumarið 2019. Arnarlax skilaði inn gögnum um laxeldisáform sín einum degi áður en lögin tóku eftir að Jóhann lét seinka gildistöku þeirra.
Fréttir
Ríkisendurskoðun segir starfsmann ráðuneytis hafa setið báðum megin borðs
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um laxeldi á Íslandi er bent á að Jón Þrándur Stefánsson hafi á sama tíma starfað fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála og hjá ráðgjafafyrirtæki stjórnarformanns Arnarlax.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
12
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Mál Jóhanns Guðmundssonar, fyrrverandi skristofustjóra í atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu, sem kom að því að láta fresta gildistöku nýrra laga um fiskeldi sumarið 2020 var sent til lögreglunnar og héraðssaksóknara. Rannsókn málsins var hins vegar felld niður þar sem ekki var talið að um ásetning hefði verið að ræða. Fjallað er um málið í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi á Íslandi.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Dómsmálaráðherra telur að rétt hafi verið staðið að birtingu laga um laxeldi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur að ekki hafi verið óeðlilegt hvernig Jóhann Guðmundsson hlutaðist til um birtingu laga í fyrra. Þetta er annað mat en hjá ráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar. Vandamálið snýst um að ganga út frá því að starfsmenn hljóti að vinna samkvæmt vilja ráðherra en ekki samkvæmt eigin geðþótta.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Kristján telur óþarft að komast að því af hverju starfsmaður ráðuneytis hans lét fresta birtingu laga
Kristján Þór Júlíusson, atvinnuvega-og nýsköpunarráðherra, er ósammála því mati stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að komast þurfi að því hvað Jóhanni Guðmundssyni gekk til. Ráðherrann telur að máli Jóhanns sé lokið jafnvel þó það hafi ekki verið upplýst.
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar
Mál skrifstofustjórans: Meiri möguleiki á spillingu við lagabirtingar á Íslandi
Ísland er eftirbátur hinn Norðurlandanna, nema Noregs, þegar kemur að skýrum og niðurnjörvuðum reglum um birtingu nýrra laga. Mál Jóhanns Guðmundssonar hefur leitt til þess að breytingar kunni að verða gerðar á lögum og reglum um birtingar á lögum hér á landi.
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar
Þess vegna mun líklega engin stofnun á Íslandi upplýsa 85 milljarða króna hagsmunamál
Hver á að rannsaka forsendur máls Jóhanns Guðmundssonar, skrifstofustjórans í atvinnuvegaráðuneytinu sem lét fresta birtingu laga og gekk þar með erinda þriggja laxeldisfyrirtækja? Embætti Umboðsmanns Alþingis hefur ekki fjármagn til að stunda frumkvæðisathuganir og óljóst er hvort málið er lögbrot eða ekki.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Skrifstofustjórinn braut verklagsreglur en ójóst er hvort hann framdi lögbrot
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sent þremur ráðuneytum spurningar um inngrip Jóhanns Guðmundsonar í birtingu nýrra laga um fiskeldi. Nefndin skoðar nú almennt og heildstætt hvernig birtingum nýrra laga er háttað.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Ráðuneytið svarar ekki af hverju skrifstofustjóri var sendur í leyfi eftir afskipti af birtingu laga
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið er ekki með svar við því af hverju Jóhann Guðmundsson var sendur í „ótímabundið leyfi“. Ráðuneytið veit ekki af hverju Jóhann lét seinka birtingu laga í Stjórnartíðindum og veit því ekki hvort ráðuneytið var mögulega misnotað af einhverjum aðilum.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kannar mál skrifstofustjórans
Andrés Ingi Jónsson þingmaður er hvatamaður að skoðun á lagabirtingum og afskiptum ráðuneyta af þeim. Hann spyr þeirrar spurningar hvort Alþingi, löggjafinn, eigi ekki að sjá um birtingu laga en ekki framkvæmdavaldið, ráðuneytin í landinu. Hann hefur farið fram á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái upplýsingar um mál Jóhanns Guðmundssonar, skrifstofustjóra í atvinnuvegaráðuneytinu, sem lét fresta birtingu laga um fiskeldi.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.