Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.

Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
Kæran snerist um Arnarlax Kæran sem atvinnuveg-og nýsköpunarráðuneytið sendi til lögreglunnar og héraðssaksóknara snerist um það að Jóhann Guðmundsson, þáverandi skrifstofustjóri fiskeldis, hefði verið að ganga erinda Arnarlax þegar hann lét fresta gildistöku nýrra laga um fiskeldi í júní 2019. Kvíar Arnarlax í Arnarfirði sjást hér með Bíldudal í baksýn.

Skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Jóhann Guðmundsson, var talinn hafa gengið erinda laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal þegar hann lét fresta birtingu nýrra laga um fiskeldi í einn mánuð um sumarið 2019. Þetta er það sem ráðuneytið kærði Jóhann til lögreglu fyrir  árið 2020. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar. 

Í kærunni til lögreglunnar, sem síðar áframsendi málið til embættis héraðssaksóknara, er rætt um annað mál sem varðaði reglugerð um laxeldi þar sem Jóhann var grunaður um að hafa gengið erinda Arnarlax. Fyrrverandi samstarfsmaður Jóhanns í ráðuneytinu var á þessum tíma starfandi hjá Arnarlaxi. 

Héraðssaksóknari lét málið svo niður falla þar sem ekki þótti sannað að Jóhann hefði misnotað aðstöðu sína. 

Í svari frá matvælaráðuneytinu, sem áður hét atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í svari við spurningu Heimildarinnar kemur fram að ekki sé hægt að afhenda kæruna: „Ráðuneytinu er ekki heimilt að veita aðgang að erindinu [...]

„Enda ljóst að umrædd lagabreyting myndi hafa í för með sér að umsóknarferli um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi yrði umfangsmeira, kostnaðarsamara og tímafrekara“
Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi

„Grafið undan tiltrú almennings

Í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi á Íslandi er rakið af hverju þessi afskipti Jóhanns Guðmundssonar af gildistöku laganna skiptu máli. Þar segir meðal annars að nýju lögin um fiskeldi hafi verið strangari en þau eldri. „Mikil verðmæti eru fólgin í leyfunum enda um takmarkaða auðlind að ræða. Það kapphlaup sem vísað var til í greinargerð þess lagafrumvarps sem varð að lögum nr. 101/2019 var í raun þegar hafið og þegar ljóst var hvaða breytingar væru í vændum, sbr. niðurstöður starfshóps ráðherra í ágúst 2017, varð hvatinn til að afla rekstrar- og starfsleyfis á tilteknu svæði enn sterkari. Enda ljóst að umrædd lagabreyting myndi hafa í för með sér að umsóknarferli um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi yrði umfangsmeira, kostnaðarsamara og tímafrekara en samkvæmt eldri ákvæðum laganna.

Lögin sem Jóhann lét fresta birtingu á voru samþykkt á Alþingi þann 20. júní árið 2019 og hefðu átt að vera birt í Stjórnartíðindum sem fyrst eftir það. Afskipti Jóhanns af birtingu laganna leiddu hins vegar til þess að lögin voru ekki birt í Stjórnartíðindum fyrr en þann 19. júlí. Degi áður, þann 18. júlí, skilaði Arnarlax inn frummatsskýrslu sinni um laxeldisáform sín. 

Ríkisendurskoðun telur þetta mál Jóhanns vera það „alvarlegt“, eins og stofnunin orðar það, að hún fjallar um það í niðurstöðukafla sínum í skýrslunni. Þar segir hún að með afskiptunum af lagasetningu hafi verið „grafið undan tiltrú almennings“ á íslenskri stjórnsýslu. „Þegar umræddar breytingar voru lögfestar með breytingu á fiskeldislöggjöfinni, sbr. lög 101/2019, var grafið undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda þegar birtingu og þar með gildistöku laganna var slegið á frest af hálfu starfsmanns þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Ásýndin var sú að tiltekin fyrirtæki hefðu fengið óeðlilegt svigrúm til að uppfylla bráðabirgðaákvæði laganna og þar með tryggt að umsóknir þeirra um rekstrarleyfi þyrftu ekki að sæta málsmeðferð í samræmi við ný ákvæði laganna.“

Aldrei svaraðJóhann Guðmundsson, fyrrverandi skrifstofustjóri laxeldis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hjá Kristjáni Þór Júlíussyni, hefur aldrei svarað beiðnum um viðtal vegna málsins.

Ekki vísað beint til kærunnar í skýrslunni 

Fjallað er um kæruna frá ráðuneytinu út af máli Jóhanns Guðmundssonar í  skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í skýrslunni kemur fram að mál Jóhanns hafi verið sent til lögreglunnar og síðar héraðssaksóknara. Hins vegar er ekki fjallað um það af hverju eða fyrir hvern Jóhann lét fresta birtingu nýju laganna um fiskeldi og ekki er vísað beint í kæru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í skýrslunni. Þar af leiðandi kemur ekki fram á hvaða forsendum Jóhann var talinn hafa brotið af sér í starfi. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir um kæruna vegna máls Jóhanns Guðmundssonar: „Í október 2020 beindi ráðuneytið erindi til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að meta hvort skilyrði væru til að taka umræddar embættisfærslur til rannsóknar með vísan til XIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Málið var framsent til héraðssaksóknara sem hóf rannsókn þess í júní 2021. Í september 2022 tilkynnti embættið matvælaráðuneyti að rannsóknin hefði ekki leitt í ljós að þáverandi starfsmaður hefði ásett sér að misnota stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til nokkurs sem hallaði réttindum einstakra manna eða hins opinbera. Ásetningur af þeim toga væri nauðsynlegt skilyrði refsiábyrgðar ...“

Stundin, annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, greindi fyrst frá máli Jóhanns Guðmundssonar árið 2020. Þá reyndi blaðið ítrekað að ná tali af honum til að spyrja hann að því hvað honum hafði gengið til. Jóhann gaf hins vegar aldrei færi á viðtali um afskipti sín af lagasetningunni. 

Jóhann höfðaði mál gegn ríkinu

Eftir að upp komst um inngrip Jóhanns við birtingu laganna var hann sendur í leyfi frá störfum. Honum var síðar sagt upp störfum í skipulagsbreytingum í ráðuneytinu. 

Í kjölfarið á þessu höfðaði Jóhann skaðabótamál gegn íslenska ríkinu fyrir ólögmæta uppsögn. Hann tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2021, en embætti ríkislögmanns tók til varna fyrir hönd íslenska ríkisins. Jóhann áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Landsréttar í fyrra þar sem málið er komið á dagskrá. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AK
    Anna Kjartansdóttir skrifaði
    Ingi Freyr skrifaði 2020: "Eftir stendur að svo virðist vera sem hvaða millistjórnandi í ráðuneyti sem er virðist geta hlutast til um birtingu laga í Stjórnartíðindum á hvaða forsendum sem er án þess að það kalli á athugun eða rannsókn á því hvað viðkomandi gekk til og á hvaða forsendum." Hefur Heimildin aflað upplýsinga um það hversu oft þetta kemur eða hefur komið fyrir? Þá í hinum ýmsu skrifstofum/ráðuneytum? Er hugsanlegt að þessi (ó)siður teljist eðlileg afgreiðsla? Hefð? Það er með öðrum orðum afar ólíklegt að hér sé um einsdæmi að ræða. Kannski tókst ráðherra/ráðuneyti þarna sem oftar að bjarga sér fyrir horn. Væri fróðlegt að sjá ykkur fá svar við ofansögðu og síðan að beina athyglinni fremst að því að spillingin og slöpp stjórnsýsla er í boði stjórnmálanna, Alþingis og ráðamanna. Sem svo auðvitað fá á óskiljanlegan hátt brautargengi á kjördegi.
    0
  • PH
    Páll Hermannsson skrifaði
    Er vitað hvaða fjárhagslegt tjón varð af þessum verknaði?
    0
    • Einar Björnsson skrifaði
      https://heimildin.is/grein/12326/thess-vegna-mun-liklega-engin-stofnun-islandi-upplysa-85-milljarda-krona-hagsmunama/
      0
    • AK
      Anna Kjartansdóttir skrifaði
      Erum við kannski að drukkna í aukaatriðunum? Gífurlegir hagsmunir voru augljóslega í veði, EN hverjir hefðu komið inn ef ekki þessir þrír? Hefði það breytt einhverju? Að leyfa þetta eldi við Íslandsstrendur er glæpur. Fókuserum á það!
      0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Hvers konar samfélag er það sem leyfir að einhver skrifstofustjóri í ráðuneyti geti eftir geðþótta, eða til að gera ,,vini" greiða, ákveðið hvenær lög eru birt í Stjórnartíðindum?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti var til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.
Dómsmálaráðherra telur að rétt hafi verið staðið að birtingu laga um laxeldi
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur að rétt hafi ver­ið stað­ið að birt­ingu laga um lax­eldi

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra tel­ur að ekki hafi ver­ið óeðli­legt hvernig Jó­hann Guð­munds­son hlut­að­ist til um birt­ingu laga í fyrra. Þetta er ann­að mat en hjá ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar. Vanda­mál­ið snýst um að ganga út frá því að starfs­menn hljóti að vinna sam­kvæmt vilja ráð­herra en ekki sam­kvæmt eig­in geð­þótta.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár