Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.

Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
Kæran snerist um Arnarlax Kæran sem atvinnuveg-og nýsköpunarráðuneytið sendi til lögreglunnar og héraðssaksóknara snerist um það að Jóhann Guðmundsson, þáverandi skrifstofustjóri fiskeldis, hefði verið að ganga erinda Arnarlax þegar hann lét fresta gildistöku nýrra laga um fiskeldi í júní 2019. Kvíar Arnarlax í Arnarfirði sjást hér með Bíldudal í baksýn.

Skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Jóhann Guðmundsson, var talinn hafa gengið erinda laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal þegar hann lét fresta birtingu nýrra laga um fiskeldi í einn mánuð um sumarið 2019. Þetta er það sem ráðuneytið kærði Jóhann til lögreglu fyrir  árið 2020. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar. 

Í kærunni til lögreglunnar, sem síðar áframsendi málið til embættis héraðssaksóknara, er rætt um annað mál sem varðaði reglugerð um laxeldi þar sem Jóhann var grunaður um að hafa gengið erinda Arnarlax. Fyrrverandi samstarfsmaður Jóhanns í ráðuneytinu var á þessum tíma starfandi hjá Arnarlaxi. 

Héraðssaksóknari lét málið svo niður falla þar sem ekki þótti sannað að Jóhann hefði misnotað aðstöðu sína. 

Í svari frá matvælaráðuneytinu, sem áður hét atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í svari við spurningu Heimildarinnar kemur fram að ekki sé hægt að afhenda kæruna: „Ráðuneytinu er ekki heimilt að veita aðgang að erindinu [...]

„Enda ljóst að umrædd lagabreyting myndi hafa í för með sér að umsóknarferli um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi yrði umfangsmeira, kostnaðarsamara og tímafrekara“
Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi

„Grafið undan tiltrú almennings

Í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi á Íslandi er rakið af hverju þessi afskipti Jóhanns Guðmundssonar af gildistöku laganna skiptu máli. Þar segir meðal annars að nýju lögin um fiskeldi hafi verið strangari en þau eldri. „Mikil verðmæti eru fólgin í leyfunum enda um takmarkaða auðlind að ræða. Það kapphlaup sem vísað var til í greinargerð þess lagafrumvarps sem varð að lögum nr. 101/2019 var í raun þegar hafið og þegar ljóst var hvaða breytingar væru í vændum, sbr. niðurstöður starfshóps ráðherra í ágúst 2017, varð hvatinn til að afla rekstrar- og starfsleyfis á tilteknu svæði enn sterkari. Enda ljóst að umrædd lagabreyting myndi hafa í för með sér að umsóknarferli um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi yrði umfangsmeira, kostnaðarsamara og tímafrekara en samkvæmt eldri ákvæðum laganna.

Lögin sem Jóhann lét fresta birtingu á voru samþykkt á Alþingi þann 20. júní árið 2019 og hefðu átt að vera birt í Stjórnartíðindum sem fyrst eftir það. Afskipti Jóhanns af birtingu laganna leiddu hins vegar til þess að lögin voru ekki birt í Stjórnartíðindum fyrr en þann 19. júlí. Degi áður, þann 18. júlí, skilaði Arnarlax inn frummatsskýrslu sinni um laxeldisáform sín. 

Ríkisendurskoðun telur þetta mál Jóhanns vera það „alvarlegt“, eins og stofnunin orðar það, að hún fjallar um það í niðurstöðukafla sínum í skýrslunni. Þar segir hún að með afskiptunum af lagasetningu hafi verið „grafið undan tiltrú almennings“ á íslenskri stjórnsýslu. „Þegar umræddar breytingar voru lögfestar með breytingu á fiskeldislöggjöfinni, sbr. lög 101/2019, var grafið undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda þegar birtingu og þar með gildistöku laganna var slegið á frest af hálfu starfsmanns þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Ásýndin var sú að tiltekin fyrirtæki hefðu fengið óeðlilegt svigrúm til að uppfylla bráðabirgðaákvæði laganna og þar með tryggt að umsóknir þeirra um rekstrarleyfi þyrftu ekki að sæta málsmeðferð í samræmi við ný ákvæði laganna.“

Aldrei svaraðJóhann Guðmundsson, fyrrverandi skrifstofustjóri laxeldis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hjá Kristjáni Þór Júlíussyni, hefur aldrei svarað beiðnum um viðtal vegna málsins.

Ekki vísað beint til kærunnar í skýrslunni 

Fjallað er um kæruna frá ráðuneytinu út af máli Jóhanns Guðmundssonar í  skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í skýrslunni kemur fram að mál Jóhanns hafi verið sent til lögreglunnar og síðar héraðssaksóknara. Hins vegar er ekki fjallað um það af hverju eða fyrir hvern Jóhann lét fresta birtingu nýju laganna um fiskeldi og ekki er vísað beint í kæru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í skýrslunni. Þar af leiðandi kemur ekki fram á hvaða forsendum Jóhann var talinn hafa brotið af sér í starfi. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir um kæruna vegna máls Jóhanns Guðmundssonar: „Í október 2020 beindi ráðuneytið erindi til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að meta hvort skilyrði væru til að taka umræddar embættisfærslur til rannsóknar með vísan til XIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Málið var framsent til héraðssaksóknara sem hóf rannsókn þess í júní 2021. Í september 2022 tilkynnti embættið matvælaráðuneyti að rannsóknin hefði ekki leitt í ljós að þáverandi starfsmaður hefði ásett sér að misnota stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til nokkurs sem hallaði réttindum einstakra manna eða hins opinbera. Ásetningur af þeim toga væri nauðsynlegt skilyrði refsiábyrgðar ...“

Stundin, annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, greindi fyrst frá máli Jóhanns Guðmundssonar árið 2020. Þá reyndi blaðið ítrekað að ná tali af honum til að spyrja hann að því hvað honum hafði gengið til. Jóhann gaf hins vegar aldrei færi á viðtali um afskipti sín af lagasetningunni. 

Jóhann höfðaði mál gegn ríkinu

Eftir að upp komst um inngrip Jóhanns við birtingu laganna var hann sendur í leyfi frá störfum. Honum var síðar sagt upp störfum í skipulagsbreytingum í ráðuneytinu. 

Í kjölfarið á þessu höfðaði Jóhann skaðabótamál gegn íslenska ríkinu fyrir ólögmæta uppsögn. Hann tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2021, en embætti ríkislögmanns tók til varna fyrir hönd íslenska ríkisins. Jóhann áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Landsréttar í fyrra þar sem málið er komið á dagskrá. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • AK
  Anna Kjartansdóttir skrifaði
  Ingi Freyr skrifaði 2020: "Eftir stendur að svo virðist vera sem hvaða millistjórnandi í ráðuneyti sem er virðist geta hlutast til um birtingu laga í Stjórnartíðindum á hvaða forsendum sem er án þess að það kalli á athugun eða rannsókn á því hvað viðkomandi gekk til og á hvaða forsendum." Hefur Heimildin aflað upplýsinga um það hversu oft þetta kemur eða hefur komið fyrir? Þá í hinum ýmsu skrifstofum/ráðuneytum? Er hugsanlegt að þessi (ó)siður teljist eðlileg afgreiðsla? Hefð? Það er með öðrum orðum afar ólíklegt að hér sé um einsdæmi að ræða. Kannski tókst ráðherra/ráðuneyti þarna sem oftar að bjarga sér fyrir horn. Væri fróðlegt að sjá ykkur fá svar við ofansögðu og síðan að beina athyglinni fremst að því að spillingin og slöpp stjórnsýsla er í boði stjórnmálanna, Alþingis og ráðamanna. Sem svo auðvitað fá á óskiljanlegan hátt brautargengi á kjördegi.
  0
 • PH
  Páll Hermannsson skrifaði
  Er vitað hvaða fjárhagslegt tjón varð af þessum verknaði?
  0
  • Einar Björnsson skrifaði
   https://heimildin.is/grein/12326/thess-vegna-mun-liklega-engin-stofnun-islandi-upplysa-85-milljarda-krona-hagsmunama/
   0
  • AK
   Anna Kjartansdóttir skrifaði
   Erum við kannski að drukkna í aukaatriðunum? Gífurlegir hagsmunir voru augljóslega í veði, EN hverjir hefðu komið inn ef ekki þessir þrír? Hefði það breytt einhverju? Að leyfa þetta eldi við Íslandsstrendur er glæpur. Fókuserum á það!
   0
 • PB
  Páll Bragason skrifaði
  Hvers konar samfélag er það sem leyfir að einhver skrifstofustjóri í ráðuneyti geti eftir geðþótta, eða til að gera ,,vini" greiða, ákveðið hvenær lög eru birt í Stjórnartíðindum?
  4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti var til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.
Dómsmálaráðherra telur að rétt hafi verið staðið að birtingu laga um laxeldi
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur að rétt hafi ver­ið stað­ið að birt­ingu laga um lax­eldi

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra tel­ur að ekki hafi ver­ið óeðli­legt hvernig Jó­hann Guð­munds­son hlut­að­ist til um birt­ingu laga í fyrra. Þetta er ann­að mat en hjá ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar. Vanda­mál­ið snýst um að ganga út frá því að starfs­menn hljóti að vinna sam­kvæmt vilja ráð­herra en ekki sam­kvæmt eig­in geð­þótta.

Mest lesið

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
2
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
5
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
4
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
7
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
8
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
9
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
8
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
10
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár