Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ráðuneytið svarar ekki af hverju skrifstofustjóri var sendur í leyfi eftir afskipti af birtingu laga

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið er ekki með svar við því af hverju Jó­hann Guð­munds­son var send­ur í „ótíma­bund­ið leyfi“. Ráðu­neyt­ið veit ekki af hverju Jó­hann lét seinka birt­ingu laga í Stjórn­ar­tíð­ind­um og veit því ekki hvort ráðu­neyt­ið var mögu­lega mis­not­að af ein­hverj­um að­il­um.

Ráðuneytið svarar ekki af hverju skrifstofustjóri var sendur í leyfi eftir afskipti af birtingu laga
Svar ráðuneytisins er ekki svar Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar svarar því ekki af hverju það sendi Jóhann Guðmundsson skrifstofustjóra í leyfi frá störfum í sumar. Mynd: Pressphotos.biz - (GeiriX)

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið svarar ekki af hverju þáverandi skrifstofustjóri á skrifstofu sjávarútvegs- og fiskeldis, Jóhann Guðmundsson, var sendur í „ótímabundið leyfi“ frá störfum í júlí í sumar. Þá komst ráðuneytið að því að Jóhann hafði haft afskipti af birtingu nýrra laga um fiskeldi í Stjórnartíðindum í júlí í fyrra. Jóhann hringdi í Stjórnartíðindi og bað um að birtingu laganna yrði frestað um þrjá daga og vísaði til hagsmuna laxeldisfyrirtækja sem áttu að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar degi áður en Jóhann bað um að Stjórnartíðindi birtu lögin. 

„Um er að ræða óskráða heimild vinnuveitanda til að afþakka vinnuframlag tímabundið.“

Stundin hefur fjallað um mál Jóhanns síðastliðna viku og hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ákveðið að taka það til skoðunar. 

Svar ráðuneytisins er ekki svar við spurningunni

Ráðuneytið segir í svari til Stundarinnar við spurningunni „af hverju“ Jóhann var sendur í leyfi að um sé ræða heimild vinnuveitanda til afþakka vinnuframlag starfsmanns: „Um er að ræða óskráða heimild vinnuveitanda til að afþakka vinnuframlag tímabundið. Hér má til hliðsjónar benda á 17. gr. laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þar sem segir að forstöðumaður ákveði vinnutíma að því marki sem lög og kjarasamningar leyfa.“ 

Stundin hafði spurt ráðuneytið: „Af hverju var viðkomandi starfsmaður sendur í leyfi þegar upp komst um málið? Fólk er yfirleitt ekki sent í leyfi nema ef það brýtur af sér, siðferðilega eða að lögum.“

Líkt og sést á svari ráðuneytisins þá svarar það ekki spurningunni „af hverju“ Jóhann var sendur í leyfi frá störfum eftir að upp komst að hann hafði haft afskipti af umræddri lagabirtingu. Ráðuneytið rökstyður hins vegar að hafa sent Jóhann í leyfi með tilvísun til „óskráðrar heimildar vinnuveitanda“. Þessi rökstuðningur er hins vegar ekki svar við spurningunni af hverju Jóhann var sendur í leyfi. 

Ráðuneytið svaraði því mjög skýrt í síðustu viku að Jóhann hefði verið sendur í leyfi út af þessum afskiptum en getur ekki útskýrt af hverju. „Starfsmaðurinn átti sjálfur frumkvæði að því að setja umrædda beiðni fram í júlí 2019 og fékk engin fyrirmæli um slíkt. Yfirstjórn ráðuneytisins fékk fyrst upplýsingar um samskipti starfsmannsins við Stjórnartíðindi að kvöldi 7. júlí 2020. Þá þegar hófst athugun á málinu og var starfsmaðurinn sendur í ótímabundið leyfi með bréfi dags. 14. júlí. Eins og að framan greinir þá er viðkomandi ekki lengur starfsmaður ráðuneytisins,“ sagði ráðuneytið í síðustu viku. 

Spurningunni um af hverju Jóhann var sendur samstundis í leyfi frá störfum er því ósvarað. 

Af hverju ráðuneytið kýs að svara ekki spurningunni liggur ekki fyrir. Út frá svarinu að dæma er hins vegar ekki ljóst að Jóhann hafi brotið gegn starfs- eða vinnureglum ráðuneytisins með þessum afskiptum af birtingu laganna. Ef svo var þá segir ráðuneytið það ekki. 

Jóhann lét af störfum í ráðuneytinu þegar hann fór í umrætt frí þar sem skipulagsbreytingar í ráðuneytinu gerðu það að verkum að starf hans sem skrifstofustjóra fiskeldis var auglýst og sjávarútvegsmálin fór til annars skrifstofustjóra.

Við starfi skrifstofustjóra fiskeldis og matvælaöryggis tók Kolbeinn Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri SFS.

Ráðuneytið veit ekki af hverju Jóhann hringdi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið segir sömuleiðis í svörum sínum að ekki liggi fyrir vitneskja um af hverju Jóhann hringdi umrætt símtal til Stjórnartíðinda og lét fresta birtingu laganna. Stjórnartíðindi urðu samt við beiðni Jóhanns vegna þess að um var að ræða beiðni frá ráðuneytinu sem er stýrt af ráðherranum, Kristjáni Þór Júlíussyni, sem lagði umrætt lagafrumvarp fram. 

Stundin spurði:  „Af hverju gerði viðkomandi starfsmaður þetta, hringdi umrætt símtal í Stjórnartíðindi? Hvað veit ráðuneytið um það?“

Svar ráðuneytisins við þessar spurningu er: „Eins og áður hefur komið fram átti starfsmaðurinn sjálfur frumkvæði að því að setja umrædda beiðni fram og fékk ekki fyrirmæli um slíkt.“

Miðað við svör ráðuneytisins þá hefur ráðuneytið ekki áhuga á að vita hvort Jóhann gekk erinda einhvers, til dæmis stjórnenda þeirra þriggja laxeldisfyrirtækja - Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða og Arctic Fish - sem höfðu hagsmuni af því að birtingu nýju laganna yrði seinkað, þegar hann hringdi umrætt símtal. Ráðuneytið veit því ekki, samkvæmt þessu, og vill heldur ekki vita hvort ráðuneytið var með þessu inngripi starfsmanns þess misnotað í þágu einhverra aðila eða ekki.

Þó ómögulegt sé að fullyrða nokkuð um það þá verður að teljast ólíklegt að Jóhann hafi tekið það upp hjá sjálfum sér, og án þess að vera umbeiðinn eða beittur þrýstingi, að láta fresta birtingu umræddra laga. Af þessu hafði Jóhann enga beina persónulega hagsmuni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Starfsmaður ráðuneytisins lét seinka birtingu laga og varði hagsmuni laxeldisfyrirtækja
RannsóknMál Jóhanns Guðmundssonar

Starfs­mað­ur ráðu­neyt­is­ins lét seinka birt­ingu laga og varði hags­muni lax­eld­is­fyr­ir­tækja

Birt­ingu nýrra laga um lax­eldi var frest­að í fyrra­sum­ar að beiðni starfs­manns at­vinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins. Frest­un­in fól í sér að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in Arctic Fish, **Arn­ar­lax og Lax­eldi Aust­fjarða gátu skil­að inn gögn­um til Skipu­lags­stofn­un­ar áð­ur en nýju lög­in tóku gildi. Starfs­mað­ur­inn var send­ur í leyfi þeg­ar upp komst um mál­ið og starfar ekki leng­ur í ráðu­neyt­inu. Eng­in dæmi eru fyr­ir sam­bæri­leg­um af­skipt­um af birt­ingu laga.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kær­an sagði Jó­hann hafa hygl­að Arn­ar­laxi í ráðu­neyt­inu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti var til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
4
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.
Guðrún Schmidt
6
Aðsent

Guðrún Schmidt

Gnægta­borð alls heims­ins heima hjá mér

Fræðslu­stjóri Land­vernd­ar skrif­ar um hvernig eft­ir­spurn vest­rænna ríkja eft­ir jarð­ar­berju, blá­berj­um, avóka­dó og mangó hafi stór­auk­ið þaul­rækt­un á þess­um mat­vör­um með tölu­verð­ar nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar fyr­ir nátt­úru á fram­leiðslu­svæð­un­um. Við bæt­ist brot á mann­rétt­ind­um verka­fólks sem oft verða að þræl­um nú­tím­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár