Nýtt efni

Dalai Lama nálgast nírætt: Tíu kaflaskil í lífi hans
Líf Dalai Lama hófst í sveitaþorpi í Tíbet, síðar hlaut hann heimsathygli en er nú í sjálfskipaðri útlegð. Í aðdraganda níræðisafmælisins leggur hann áherslu á að trúarleg arfleifð hans verði ekki pólitískum öflum að bráð.

Viðbrögð hafi einkennst af kerfislegum lausatökum og úrræðaleysi
Ríkisendurskoðun er harðorð í garð yfirstjórnar heilbrigðismála í nýrri skýrslu um mönnun og flæði sjúklinga innan Landspítalans. Árið 2024 voru ómönnuð stöðugildi hjúkrunarfræðinga 50 og lækna 30.

Rannsókn á Samherjamálinu lokið
Fimm ára rannsókn héraðssaksóknara á Samherja er lokið. Níu Íslendingar eru með réttarstöðu sakbornings.

Ekkert í hendi um þinglok
Þingfundur stóð yfir til klukkan hálf fimm í nótt og verður fram haldið í dag þar sem veiðigjaldafrumvarpið er aftur á dagskrá. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum var kynnt á nefndarfundi í morgun.

Ein af þessum sögum
Ýmsir þættir hafa áhrif á hvar við ákveðum að búa til lengdar og hversu vel okkur líður í heimahögunum. Nýleg rannsókn sýnir til að mynda að einstaklingar sem búsettir eru í fáumennum byggðarlögum hérlendis og upplifa slúður um sitt ástarlíf eru tvöfalt líklegri til þess að ætla að flytjast búferlum en aðrir sem ekki upplifa slíkt. Til að færa okkur í allan sannleika um áhrif slúðurs á búsetu og búsetuánægju og margt fleira er í þessum þætti rætt við Dr. Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur sérfræðing við Rannsóknasetur byggða- og sveitarstjórnarmála við Háskólann á Bifröst. Gréta lauk doktorsgráðu í félagsfræði frá Háskólanum á Akureyri á síðasta ári en titill ritgerðarinnar er „Ein af þessum sögum: Félagslegt taumhald, fólksflutningar og slúður: ungar konur í litlum byggðarlögum á Íslandi.“ Guðmundur Oddsson prófessor í félagsfræði við HA ræddi við Grétu en í spjalli þeirra kennir ýmissa grasa.

Íran hættir samvinnu við kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóðanna
Íran hefur stöðvað samstarf við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina eftir árásir Ísraela og Bandaríkjanna á kjarnorkumannvirki landsins. Þingið samþykkti lög þar um og forsetinn staðfesti þau.

Magnús Þór er látinn
Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og sjómaður, lést eftir að bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær.

Gæsluvarðhald aftur framlengt yfir Margréti Löf
Margrét Löf hefur verið í gæsluvarðhaldi í á tólftu viku, síðan hún var handtekin grunuð um að hafa orðið föður sínum að bana.

Jón Gnarr gerir stólpagrín að ræðuhöldum stjórnarandstöðunnar
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hæðist að því sem honum þykir vera málþóf stjórnarandstöðunnar. „Mér finnst líka mikilvægt að benda fólki á það að á meðan þessir þingmenn eru ekki að halda ræðu þá eru þeir að skrifa ræðu, flytja hana fyrir fjölskyldu sína eða æfa sig fyrir framan spegil.“

Fundarmanni vikið af hitafundi Vorstjörnunnar eftir að hafa verið ásakaður um ofbeldi
Miklum hitafundi Vorstjörnunnar lauk á sjöunda tímanum í kvöld. Gunnar Smári Egilsson treysti ítök sín í stjórn félagsins og óvíst er hvort Sósíalistar geti verið áfram í félagshúsnæði sínu.

Mikilvægt að fordæma menntamorð
Silja Bára R. Ómarsdóttir, nýr rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fordæma menntamorð. Það kom fram í innsetningarræðu hennar í dag þar sem hún fjallaði um aðför að akademísku frelsi, mikilvægi fjölbreytileikans, loftslagsvána og þverfaglegra samvinnu.

Áslaug Arna komin til New York en enginn tekinn við
Varamaður hefur ekki verið kallaður inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður flutti til Bandaríkjanna í nám.

Segja fráfarandi stjórnarmann hafa dregið sér 3 milljónir
Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins útskýrir í tölvupósti til flokksmanna hvers vegna þrír úr fyrri forystu flokksins hafa verið kærðir. Átök eru boðuð á fundi Vorstjörnunnar síðdegis í dag.

Hitabylgjan í Suður-Evrópu: „Ekki eðlilegt“
Tíu prósenta aukning er á því að fólk leiti á bráðamóttökur á Ítalíu vegna hitaslags. Helst eru það aldraðir, krabbameinssjúklingar og heimilislausir sem hafa þurft að leita sér aðstoðar vegna ofþornunar, hitaslags og alvarlegrar þreytu.