Nýtt efni

Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skóf ekki utan af því í ræðustól Alþingis í vikunni þegar hann fór mikinn um ástandið á Suðurnesjum hvað húsnæðismál varðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnmálamenn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæskuleg viðbrögð í afar viðkvæmri stöðu á þessu svæði.

Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins
Halldór Benjamín Þorbergsson sem hefur staðið í ströngu í kjarabaráttunni að undanförnu hefur ákveðið að láta af störum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í sumar hefur hann störf sem forstjóri Regins fasteignafélags.


Kjartan Páll Sveinsson
Lísa í Sjávarútvegslandi
Kjartan Páll Sveinsson segir að þau sem reyna að fylgjast með stefnumótun í sjávarútvegsmálum á Íslandi þessi misserin tengi eflaust við raunir Lísu í Undralandi þar sem ekkert var sem sýndist.

Áframhaldandi halli, mildur hvalrekaskattur, bankasala og lítið aðhald
Fimm ára fjármálaáætlun er ætlað að hjálpa til við að berja niður verðbólgu og slá á þenslu. Þar eru boðaðar skattahækkanir, sem sumar eru útfærðar og aðrar alls ekki, aðhaldsaðgerðir og eignasala. Heimildin greindi það helsta sem er að finna í áætluninni.

BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs
Fjórtán aðildarfélög BSRB, samtals með um fjórtán þúsund félagsmenn, hafa náð samkomulagi um gerð skammtímakjarasamninga við ríkið og Reykjavíkurborg. Atkvæðagreiðslu um samningana mun ljúka 14. apríl.

Vantrauststillaga á dómsmálaráðherra felld
Alls greiddu 35 þingmenn atkvæði gegn vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á Alþingi í dag. 22 sögðu já og einn greiddi ekki atkvæði. Forsætisráðherrann sagði í umræðum um tillöguna að ríkisstjórnarsamstarfið stæði styrkum fótum.


Jón Trausti Reynisson
Við, jaðartilfellið
Vextir húsnæðislána eru orðnir hærri en yfirdráttarvextir voru fyrir skömmu síðan. Tölurnar sýna að Seðlabankinn blés upp verðbólguna og olli óstöðugleika sem hann á lögbundið að fyrirbyggja.

Fuglaflensuveiran sýnir aðlögun að spendýrum
Skæð fuglaflensa geisar enn í Evrópu, einu og hálfu eftir að faraldurinn hófst. Farfuglarnir fara einn af öðrum að lenda á Íslandi eftir dvöl á vetrarstöðvum sínum nær miðbaug. „Miklar líkur eru á því að íslenskir farfuglar geti verið sýktir vegna þess að margar tegundir þeirra koma frá sýktum svæðum í Evrópu,“ segir sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST.

Skortur á orku til jöfnunar gerir vindorkuáform lítt raunhæf
Raforkufyrirtækin hérlendis búa að lítilli sem engri orku sem hægt er að selja einkaaðilum til að jafna orkuframboð frá vindmyllum. Af þeim sökum eru áform um stórfellda uppbyggingu vindorkuvera í eigu einkaaðila svo gott sem óraunhæf.

Bæjarstjóri gagnrýnir skipun Klausturmanns í starf lögreglustjóra í Vestmannaeyjum
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir Jón Gunnarsson væntanlega hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri heppileg og smekkleg ráðstöfun að skipa Karl Gauta Hjaltason sem lögreglustjóra „eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi.“

Vilja að rýnt verði í bútasaumskennt rekstrarumhverfi fjölmiðla
Þingmenn frá Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og Flokki fólksins vilja að starfshópur verði settur á laggirnar til að skoða stöðu íslenskra fjölmiðla, með það að markmiði að leggja til aðgerðir til að jafna stöðu fjölmiðla, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, í einkaeigu eða ríkiseigu.

400 nýjar milljónir á ári til einkarekinna miðla og draga á úr umsvifum RÚV á samkeppnismarkaði
Stuðningur ríkissjóðs við einkarekna fjölmiðla verður aukinn um 400 milljónir króna á ári samkvæmt fyrirliggjandi fjármálaáætlun. Framlag til þeirra verður því rúmlega tvöfaldað. Framlög til RÚV úr ríkissjóði verða 1,5 milljarði krónum hærri 2028 en þau eru í ár en vinna á að draga úr umsvifum ríkismiðilsins á auglýsingamarkaði.