Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai

Gögn inn­an úr Sam­herja sýna að Jó­hann­es Stef­áns­son kom hvergi að rekstri Esju Sea­food á Kýp­ur. Þetta fé­lag greiddi hálf­an millj­arð í mút­ur til Dubai. Ingvar Júlí­us­son stýrði fé­lag­inu með sér­stöku um­boði og Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, kom og kem­ur einnig að rekstri Esju.

Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
Eigendur Samherja og eigendur Esju Í gögnunum frá Samherja er upplýsingar um eignarhald Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar á Samherja og Esju Seafood. Bankar krefjast oft slíkra upplýsinga til að ljóst sé hverjir það eru sem hafa endanlega hagsmuni af rekstri fyrirtækja. Mynd: Skapti Hall­gríms­son

Nafn Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu og uppljóstrara í Namibíumálinu svokallaða, kemur hvergi fram í gögnum frá Samherja um starfsemi eignarhaldsfélags Esju Seafood á Kanaríeyjum á árunum 2014 til 2017. Jóhannes lét af störfum hjá Samherja sumarið 2016. Jóhannes hafði því enga aðkomu að rekstri Esju Seafood, hann sat ekki í stjórn félagsins, hann stýrði ekki bankareikningum félagsins og hafði ekki nein yfirráð yfir þessu fyrirtæki sem stjórnandi.

Þetta þýðir að hann hafði enga möguleika á að koma því til leiðar sjálfur og án aðstoðar að þetta fyrirtæki á Kýpur greiddi mútur til félagsins Tundavala Investments í Dubai í skiptum fyrir að Samherji fengi hestamakrílskvóta í Namibíu. Þetta má áætla út frá gögnum, sem komin eru frá Samherja, um starfsemi Esju Seafood á árunum 2014 til 2017, sem Stundin hefur undir höndum. 

Samherji hefur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár