Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Norski bankinn úthýsti Samherja vegna lélegra skýringa á mútugreiðslum og millifærslum í skattaskjól

Skýr­ing­ar Sam­herja á greiðsl­um af banka­reikn­ing­um fé­lags­ins í norska DNB-bank­an­um voru ekki full­nægj­andi að mati bank­ans. Gögn um upp­sögn­ina á við­skipt­un­um eru hluti af vinnu­gögn­um ákæru­valds­ins í Namib­íu sem rann­sak­ar mál­ið og íhug­ar að sækja stjórn­end­ur Sam­herja til saka.

Norski bankinn úthýsti Samherja vegna lélegra skýringa á mútugreiðslum og millifærslum í skattaskjól
Samherji hefur gert lítið úr DNB-málinu Samherji, sem stýrt er af Björgólfi Jóhannssyni og Þorsteini Má Baldvinssyni, hefur gert lítið úr því að DNB hafi hætt viðskiðtum við Samherja og sagt að Ökokrim rannsaki DNB í málinu. Gögn frá Ökökrim sýna hins vegar að rannsóknin snýst alfarið um það sem Samherji gerði. Mynd: Vísir/Sigurjón

Norski bankinn DNB sagði upp öllum viðskiptum við félög Samherja í desember í fyrra vegna þess að fyrirtækið gat ekki útskýrt millifærslur, sem rannsakaðar eru sem mútugreiðslur, sem og fjármagnsflutninga í skattaskjól með fullnægjandi hætti. Um var að ræða uppsagnir á viðskiptum við fimm félög Samherja. Kjarni ástæðunnar fyrir uppsögninni að Samherji hefði notað bankareikninga sína í DNB-bankanum til að greiða mútugreiðslur upp á fleiri hundruð milljónir til félags í skattaskjólinu Dubai, til félags í Namibíu og eins stórfelldra fjármagnssendinga til félagsins Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum. 

Þetta kemur fram í gögnum frá DNB bankanum sem eru hluti af rannsóknargögnum namibískra yfirvalda í Samherjamálinu sem meðal annars Stundin hefur undir höndum. 

Fréttamenn Kveiks í Ríkissjónvarpinu fjölluðu ítarlega um málið í kvöld.  

Eftir að Stundin, Kveikur og Al Jazeera fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu í fyrra, þar sem sýnt var fram á mútugreiðslur upp á vel á annan milljarð króna í skiptum fyrir hestamakrílskvóta hafði DNB samband við Samherja og spurðist fyrir um notkun félagsins á bankareikningum í DNB-bankanum.

Málið vakti mikla athygli í Noregi og sagði einn norskur sérfræðingur í peningaþvætti að málið væri „án hliðstæðu“ og „það stærsta“ sem komið hefði upp í norskum banka. Þá hefur rannsókn málsins leitt til samræðna milli forseta Namibíu og forsætisráðherra Noregs þar sem rannsókn málsins hefur verið ein stærsta fréttin í namibískum miðlum í ár. 

Félögin sem áttu bankareikningana sem var lokað voru Esja Seafood Limited, Esja Shipping Limited, Heinaste Investment Limited og Noa Pelagic auk reikninga pólsks dótturfélags Samherja, Atlantex Sp. Z.o.o.

Áður hafði DNB lokað bankareikningum Cape Cod FS sem var að hluta til stýrt af Samherja og greiddi félagið laun sjómanna félagsins í Afríku. 

Bref DNB til Esju SeafoodBref DNB-bankans til Samherjafélagsins Esju Seafood í nóvember í fyrra. Viðtakandinn var Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur.

Samherja gert að svara spurningum

Þann 29. nóvember, tveimur vikum eftir að fréttaumfjöllun um málið var birt, sendu starfsmenn DNB tölvupósta á forsvarsmenn Samherjafélaganna þar sem sagði að íslenska útgerðin þyrfti að svara spurningum vegna umræddrar umfjöllunar.

Í tölvupósti til Ingvars Júlíussonar, fjármálastjóra Samherja á Kýpur sem stýrði eignarhaldsfélaginu Esju Seafood sem greiddi meira en hálfan millljarð af mútugreiðslunum fyrir hestmakrílskvótann, sagði meðal annars: „Samkvæmt ákvæðum Laga um peningaþvætti 24 (1), ber DNB Bank ASA (DNB) að framkvæma stöðugar áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum sínum. Við höfum ástæðu til að ætla að þær upplýsingar sem DNB býr yfir um Esju Seafood Limited (fyrirtækið) séu úreltar eða rangar. Við vísum sérstaklega til þeirra upplýsinga sem Wikileaks birti nýlega og þeirra upplýsinga sem fram komu í íslensku heimildarmyndunum varðandi fiskveiðar Samherjasamstæðunnar í Afríku, þar sem fram komu ásakanir um glæpsamlega háttsemi fyrirtækja og einstaklinga innan Samherjasamstæðunnar, meðal annars mútugreiðslur og spillingu. Einnig voru birtar ásakanir um að kerfi DNB og bankareikningar hefðu verið misnotaðir til að framkvæma ólögmætar greiðslur.“

DNB spurði Samherja út í þessi viðskipti og notkunina á reikningum DNB í fjölmörgum spurningum og bað um undirliggjandi gögn fyriir rekstri einstakra félaga. Fyrsta spurning DNB var: „Hvert er mat félagsins á ofangreindum ásökunum. Vinsamlegast rökstyðjið.“

DNB ekki sátturDNB bankinn var ekki sáttur við skýringar Samherja um Namibíumálið. Kjerstin Braathen er bankastjóri DNB-bankans.

Bankareikningunum var lokað 10 dögum síðar

DNB-bankinn sendi Samherjafélögunum bréf 10 dögum síðar, eftir að svör Samherja við spurningunum höfðu borist, til að tilkynna útgerðinni að svörin sem bárust hefðu verið ófullnægjandi og að bankareikningum félagsins yrði lokað.

Í bréfi til kýpverska félagsins Noa Pelagic, sem einnig hafði verið notað til að greiða mútur til félagsins Tundavala í Dubaí, sagði meðal annars: „Vísað er til tölvubréfs okkar þann 29. nóvember 2019 þar sem óskað var eftir ítarlegum upplýsingum og gögnum um viðskipti þín. Bankinn hefur farið yfir þær upplýsingar og þau gögn sem bárust frá þér og við tilkynnum þér hér með að þær upplýsingar sem bárust eru ekki nægjanlegar til að svara þeim atriðum sem bankinn nefndi.“

Vegna þessa var bankareikningunum lokað og vísaði bankinn til ákvæða í lögum um varnir gegn peningaþvætti í svörum sínum til Samherja. Ástæðan fyrir þessu var að of mikil áhætta fólst í því fyrir DNB að hafa Samherjafélögin áfram sem viðskiptavin vegna þess að svör Samherja um eigin viðskipti í gegnum bankann voru ekki nægilega greinargóð.

Bankareikningum Samherja í DNB var formlega lokað 2. janúar 2020.

„Svör okkar voru fullnægjandi að okkar mati.“ 

Björgólfur sagði annað

Þetta svar bankans gengur gegn því svari sem Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, veitti Stundinni í febrúar. Þá sagði Björgólfur að svör Samherja við spurningum DNB hefðu verið fullnægjandi að mati útgerðarinnar.  „Svör okkar voru fullnægjandi að okkar mati.“ Stundin velti því upp í fréttinni hvort DNB hefði sagt upp viðskiptum við Samherja vegna ófullnægjandi svara um Namibíumálið. 

Þegar Björgólfur svaraði spurningu Stundarinnar með þessum hætti vissi hann samt að DNB taldi að svör Samherja voru ekki fullnægjandi að mati bankans og að þess vegna hætti bankinn að vilja þjónusta Samherja. 

Tekið skal fram að Björgólfur er ekki sjálfur og persónulega viðriðinn rannsókn Namibíumálsins þar sem hann kom til félagsins eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum í fyrra. 

Viðskiptunum sagt uppMeð bréfum þann 9. desember í fyrra sagði DNB upp viðskiptum við fimm félög Samherja.

Bref Ökotim til namibískra yfirvaldaÍ bréfi Ökökrim, norsku efnahagsbrotalögreglunnar, kom fram að rannsóknin snerist alfarið um að kanna af hveju DNB gerði ekkert í millifærslum Samherja.

Björgólfur gerði lítið úr málinu 

Skýringar DNB um ástæður þess að Samherja var úthýst úr DNB-bankanum voru einnig dálítið öðruvísi en aðrar skýringar sem Björgólfur Jóhannsson gaf fyrir lokum viðskiptasambandsins við DNB í febrúar og gerði hann lítið úr málinu með nokkuð misvísandi hætti. 

Björgólfur orðaði það þannig að Samherji „hætti“ í viðskiptum við DNB: „Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í gær að Samherji væri ekki lengur í viðskiptum við norska bankann DNB. Þetta eru gamlar fréttir og hafa því engin áhrif á starfsemi Samherja og tengdra félaga. Þegar Samherji hætti í viðskiptum við DNB undir lok síðasta árs voru bankaviðskiptin færð annað og gekk það hnökralaust fyrir sig. Það skal tekið fram að Samherji hafði engin lánaviðskipti við DNB,“ sagði Björgólfur á heimasíðu Samherja

Miðað við bréf DNB „hætti“ Samherji hins vegar ekki í viðskiptum við DNB heldur var bankareikningum félagsins lokað. Samherja var í reynd úthyst úr bankanum sem viðskiptavini. 

Í viðtali við Morgunblaðið mátti einnig skilja Björgólf þannig að frumkvæðið um að slíta viðskiptasambandinu hafi komið frá Samherja: „Þetta hefur ekki truflað starfsemi Samherja á neinn hátt. Við vorum búin að vera í samskiptum við bankann í nokkurn tíma og frá því í nóvember hefur verið unnið að því að DNB yrði ekki hluti af okkar bankaviðskiptum.“

 Miðað við bréfið frá DNB stemmir þetta ekki alveg þar sem Samherji fékk einungis nokkra daga í lok nóvember 2019 til að svara þeim spurningum sem DNB hafði. Þegar svörin reyndust ekki vera  fullnægjandi var bankareikningum Samherja í bankanum lokað í byrjun desember.  

Á öðrum stað í viðtali um viðskiptasambandið við DNB jánkaði Björgólfur því aðspurður, hins vegar, að frumkvæðið um að ljúka sambandinu hefði komið frá DNB. Svör Björgólfs um málið voru því nokkuð loðin. 

Endalok viðskiptasambands DNB og Samherja voru afgerandi og snörp og annars eðlis en Björgólfur vildi vera láta í viðtölum. 

Gerði lítið úr þætti SamherjaBjörgólfur Jóhannsson gerði lítið úr þætti Samherja í því að norska efnahagsbrotadeildin Ökokrim væri að rannsaka DNB bankann. Bréf Ökokrim sýnir hins vegar að norska lögreglan er að rannsaka viðskipti Samherja innan DNB.

Björgólfur sagði málið snúast um DNB

Í svörum sínum um ástæður lokunar bankareikningnna sagði Björgólfur ennfremur að málið snérist líklega um rannsókn norsku efnahagsbrotadeildarinnar Økokrim á DNB-bankanum sem slíkum og gerði hann lítið úr aðkomu Samherja að þeirri rannsókn. „Ég held að það liggi fyrir að bankinn er í rannsókn hjá Økokrim í Noregi. […] En það er alveg ljóst að Samherji hefur boðið samvinnu við Ökokrim í því sem tengist Samherja í rannsókn bankans. En það hefur ekki komið neitt frá þeim varðandi málefni Samherja innan DNB. Ég ímynda mér að það séu einhver stærri mál sem verið er að fjalla um,“ sagði Björgólfur í viðtali. 

„Ökokrim er að rannsaka hvort DNB Bank ASA kunni að hafa gerst sekur um saknæma háttsemi fyrir hlutverk þeirra í því sem virðast vera mútugreiðslur frá bankareikningum félaga Samherja í DNB-bankanum.“

Rannsóknin snýst um Samherja

Út frá bréfasendingum DNB-bankans til Samherja þar sem viðskiptum við félagið er sagt upp er alveg ljóst að þetta er ekki rétt túlkun hjá Björgólfi. Økokrim í Noregi hefur verið að rannsaka DNB-bankann vegna viðskipta Samherja í DNB-bankanum; viðskiptanna sem mynda Samherjamálið í Namibíu sem nú er til rannsóknar í Namibíu, Íslandi og Noregi.

Samherji, og viðskipti félagsins í DNB-bankanum, er ástæða rannsóknarinnar jafnvel þó að norska rannsóknin beinist ekki að því að sækja stjórnendur Samherja til saka heldur að refsa DNB-bankanum fyrir að hafa ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu gagnvart Samherja. 

Þessu til stuðnings má meðal annars benda á þá staðreynd að í bréfi frá norsku efnahagsbrotalögreglunni Økokrim til namibískra lögregluyfirvalda í apríl í ár kom fram að rannsókn Økokrim snérist um viðskipti Samherja í gegnum DNB. Það eru engin „stærri mál sem verið er að fjalla um“ eins og Björgólfur hefur sagt enda er Samherjamálið stærsta spillingarmál sem komið hefur upp í Namibíu og stærsta mögulega peningaþvættismálið í sögu Noregs. 

 „Rannsóknin er hingað til bundin við að ákvarða af hverju greiðslurnar til Tundavala Invest Ltd. voru ekki tilkynntar til norska fjármálaeftirlitsins sem grunsamlegar millifærslur þegar þær áttu sér stað.“

Í bréfinu frá saksóknara Økokrim. Joakim Ziesler Berge, til namibíska dómsmálaráðuneytisins í apríl segir meðal annars: „Økokrim er að rannsaka hvort DNB Bank ASA kunni að hafa gerst sekur um saknæma háttsemi fyrir hlutverk þeirra í því sem virðast vera mútugreiðslur frá bankareikningum félaga Samherja í DNB-bankanum. Rannsóknin er hingað til bundin við að ákvarða af hverju greiðslurnar til Tundavala Invest Ltd. voru ekki tilkynntar til norska fjármálaeftirlitsins sem grunsamlegar millifærslur þegar þær áttu sér stað.“

Jóhannes Stefánsson hefur lýst því hvernig Þorsteinn Már Baldvinsson og James Hatukulipi komust að þeirri niðurstöðu sameiginlega að best væri að greiða múturnar fyrir hestmakrílskvótann til Tundavala í Dubaí. Miðað við bréf Økokrim þá snýst rannsóknin á DNB alfarið um þetta atriði og því alfarið um viðskipti Samherja. Ef Samherji hefði ekki gert það sem fyrirtækið gerði í Namibíu þá ætti engin rannsókn sér stað. 

Samherji hefur neitað því að hafa greitt mútur í Namibíu, sem er í raun kjarni rannsóknarefnis Økokrim, og sagði útgerðin meðal annars á vef sínum á föstudaginn að þetta væri túlkun Samherja: „Eins og áður hefur komið fram hafa stjórnendur Samherja hafnað því að tengd félög hafi greitt mútur eða innt af hendi aðrar óeðlilegar greiðslur. Hvort sem það er í tengslum við reksturinn í Namibíu eða annars staðar. Litið er svo á að greiðslur, í tengslum við reksturinn í Namibíu, séu lögmætar frá sjónarhóli félaga sem tengjast Samherja.“ 

Miðað við rannsókn Økokrim og namibískra yfirvalda líta þessir aðilar hins vegar ekki svo á málið að greiðslurnar hafi verið „lögmætar" þrátt fyrir að það sé túlkun Samherja. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár