Nýtt efni

Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Sófakartaflan rýnir í raunveruleikaþætti.

Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
Ákæruliðum sem sneru að tilraun til hryðjuverka vísað frá í hinu svokallaða hryðjuverkamáli. „Mannleg tjáning nýtur að nokkru marki stjórnarskrárverndar þrátt fyrir að hún kunni að vera ósmekkleg og ógeðfelld á köflum,“ segir í frávísuninni.

„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Þóra Arnórsdóttir segir að lögreglurannsókn sem hún sætir í tengslum við hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja“ hafi ekkert haft með brotthvarf hennar úr stóli ritstjóra Kveiks að gera. Hún telji núna réttan tímapunkt til að skipta um starfsvettvang og sé full tilhlökkunar.

Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
Forsætisráðherra segir að taka eigi skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu fiskeldis á Íslandi með auðmýkt. „Sameinumst um það að gera betur í þessum málum.“ Hún var spurð á Alþingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxtarsproti íslensks efnahagslífs“ skyldi búa við óboðlegt og slælegt eftirlit og að stjórnsýslan væri í molum.

„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“
Samninganefnd Eflingar ber ekki traust til Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður. Hún fagnar niðurstöðu Félagsdóms en segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur rangan og ósanngjarnan.


Gunnar Alexander Ólafsson
Brot á stjórnarskránni?
Gunnar Alexander Ólafsson furðar sig á því af hverju lagaráð starfar ekki á Alþingi, ráð sem mun skoða öll frumvarpsdrög sem lögð eru fyrir Alþingi og meta hvort þau standist stjórnarskrá eða ekki.

Verkföll Eflingar lögleg
Félagsdómur féllst ekki á málatilbúnað Samtaka atvinnulífsins. Að óbreyttu munu verkföll um 300 Eflingarfélaga sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela því hefjast á hádegi á morgun.

Efling þarf að afhenda félagatalið
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í málinu fyrir stundu. Niðurstaðan verður kærð til Landsréttar.

Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik
Þóra hættir í fréttaskýringaþættinum til að taka við öðru starfi utan RÚV. Ingólfur Bjarni Sigfússon tekur við sem ritstjóri fram á vorið.

Veikburða og brotakennd stjórnsýsla ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif sjókvíaeldis
Stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum hefur fest sig í sessi og stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi er veikburða og brotakennd að mati Ríkisendurskoðunar, sem gerir athugasemdir í 23 liðum í nýútkominni skýrslu um sjókvíaeldi

Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar
Jarðskjálfti 7,8 að stærð sem átti upptök sín í suðurhluta Tyrklands reið yfir í nótt með afdrifaríkum afleiðingum. Yfir 1.700 eru látin – bæði í Tyrklandi og nágrannaríkinu Sýrlandi.

Nýr Laugardalsvöllur þétt upp við Suðurlandsbraut?
Formaður Knattspyrnusambands Íslands segir margt mæla með því að nýr þjóðarleikvangur knattspyrnu verði byggður þétt upp við Suðurlandsbraut og gamli Laugardalsvöllurinn standi sem þjóðarleikvangur frjálsra íþrótta. Hugmyndin kom frá arkitekt sem situr í mannvirkjanefnd KSÍ.