Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji birti sjálfur myndir af starfsmönnum Seðlabankans

For­stjóri Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son, seg­ir RÚV hafa beitt „sið­laus­um vinnu­brögð­um“ með því að nafn­greina og mynd­birta starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins sem hafa rétt­ar­stöðu sak­born­inga í Sam­herja­mál­inu. Sam­herji birti ekki að­eins mynd­ir af starfs­mön­um Seðla­bank­ans held­ur einnig kenni­töl­ur þeirra og heim­il­is­fang. Sam­herji kall­ar mynd­birt­ing­ar RÚV ,,hefndarað­gerð”.

Samherji birti sjálfur myndir af starfsmönnum Seðlabankans
Sýndi af sér sömu hegðun og hann kallar nú siðlausa Þorsteinn Már segir myndbirtingar RÚV af starfsfólki Samherja, sem hefur réttarstöðu sakborninga, siðlausar. Samherji birti á eigin vefsíðu myndir af starfsfólki Seðlabankans sem fyrirtækið kærði, auk kennitalna þeirra og heimilsföngum.

Útgerðarfyrirtækið Samherji birti myndir af fimm starfsmönnum Seðlabanka Íslands í frétt á vefsíðu sinni í mars á síðasta ári í frétt þar sem greint var frá því að Samherji hefði kært umrædda starfsmenn bankans til lögreglu.

Í morgun birtist bréf frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, á vefsíðu fyrirtækisins þar sem hann kallaði það „siðlaus vinnubrögð“ af hálfu Ríkisútvarpsins að birta myndir af sex núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Samherja í frétt þar sem greint var frá því að þeir hefðu réttarstöðu sakbornings í sakamáli sem væri til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Í bréfinu eru myndbirtingarnar sagðar vera ,,hefndaraðgerð" vegna gagnrýni Samherja á RÚV.

Í frétt Samherja þar sem starfsmenn Seðlabankans voru myndbirtir voru einnig birtar kennitölur þeirra og heimilisföng.

Í frétt Ríkisútvarpsins, sem flutt var í kvöldfréttatíma Sjónvarps í gær og birt á vefsíðu RÚV, var greint frá því að þau Þorsteinn Már, Ingvar Júlíusson, Arna Bryndís McClure, Aðalsteinn Helgason, Jóhannes Stefánsson og Egill Helgi Árnason hefður réttarstöðu sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum tengdum útgerð félagsins í Namibíu. Þau fimm fyrst nefndu voru myndbirt í fréttinni.

Segir RÚV aldrei hafa lagst jafn lágt

Í bréfi Þorsteins Más segist hann telja „óhætt að fullyrða að Ríkisútvarpið hafi aldrei lagst jafn lágt í fréttaflutningi og með þessari frétt.“ Segir hann að í því samhengi veki athygli að enginn annar fjölmiðill hafi fetað „þessi niðurlægingarspor Ríkisútvarpsins í myndbirtingum. Þorsteinn Már segir enn fremur að í umfjöllun um Seðlabankamálið á sínum tíma hafi iðulega verið birtar myndir af honum í fjölmiðlum en aldrei hafi verið talin ástæða til að draga aðra og „óþekkta starfsmenn Samherja“ fram í sviðsljósið. Nú kveði við annan tón hjá RÚV. Vinnubrögðin séu með ólíkindum enda birti fréttastofan ekki einu sinni myndir af mönnum sem grunaðir séu um gróf ofbeldisbrot, „fyrr en þeir hafi hlotið dóm.“

Þorsteinn segir þá ennfremur að ljóst megi vera að myndbirting af þessu tagi sé þeim sem í hlut eiga, og fjölskyldum þeirra, mjög þungbær. „Allir þeir starfsmenn, sem birtar voru myndir af í gærkvöldi, eru óþekktir og hafa aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður.“

Seðlabankafólk hafði lítt verið í kastljósi fjölmiðla áður

Í frétt á vefsíðu Samherja sem birtist 30. apríl 2019 voru birtar myndir af fimm starfsmönnum Seðlabanka Íslands í frétt sem fjallaði um að Samherji hefði kært umrædda starfsmenn bankans til lögreglu vegna þáttar þeirra í rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrisreglum sem hófust með húsleit í höfuðstöðvum Samherja árið 2012 og sem leiddu til kæru á hendur fyrirtækinu vorið 2013. Því máli var vísað frá þar eð ekki var lagagrundvöllur fyrir ákærunni.

Starfsmennirnir fimm sem um ræðir eru Már Guðmundsson,  Arnór Sighvatsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Rannveig Júníusdóttir og Sigríður Logadóttir. Már var seðlabankastjóri þegar kæra Samherja var lögð fram og hafði eðli málsins samkvæmt iðulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hið sama má segja um Arnór, sem hafði verið aðstoðar seðlabankastjóri. Ingibjörg, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, hafði hins vegar lítið verið í kastljósi fjölmiðla á þessum tíma þó það hafi breyst haustið 2019 þegar greint var frá námsstyrk sem Seðlabankinn hafði veitt henni. Rannveig, framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, hafði heldur ekki verið umfjöllunarefni fjölmiðla svo neinu næmi og Sigríður, aðallögfræðingur bankans, ekki nema lítillega.

Ekki er nóg með að fimmmenningarnir hafi verið myndbirtir í frétt Samherja heldur var kæra fyrirtækisins á hendur þeim einnig birt í fréttinni. Þar komu fram, auk nafna, kennitölur og og heimilsföng starfsmannanna fimm sem Samherji kærði.

Ítrekað verið fjallað um þátt Samherjafólks í Namibíumálið

Hvað varðar fullyrðingu Þorsteins Más, um að núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja séu óþekktir og hafi aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður, stenst sá málflutningur ekki skoðun. Sé horft framhjá Þorsteini Má sjálfum og Jóhannesi Stefánssyni, sem steig fram og ljóstraði upp um mútugreiðslur Samherja í Namibíu, sem báðir hafa ítrekað verið nafngreindir og myndbirtir í fjölmiðlum, hafa hinir starfsmennirnir allir verið viðfangsefni fjölmiðla eftir að Stundin, Kveikur auk fleiri fjölmiðla upplýstu um meint brot í starfsemi Samherja í Namibíu, þau hin sömu og sexmenningarnir hafa nú réttarstöðu sakborninga í rannsókn á. Í umfjöllunum Stundarinnar og Kveiks eru þannig þau Ingvar og Arna Bryndís nafngreind, sem og Aðalsteinn, enda bentu gögn til að þau hefði átt hlut að fjölþættum brotum sem tengdus starfsemi Samherja í Namibíu. Hið sama á við um Egil, sem raunar var til umfjöllunar í Stundinni áður en ljóstrað var upp um brot Samherja í Namibíu.

Þá má nefna að alþekkt er að fjölmiðlar birti myndir af fólki sem hefur réttarstöðu grunaðra í sakamálum, sætir ákæru eða jafnvel hefur verið kært. Þannig birtu fjölmiðlar myndir af ellefu starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem Samherji kærði á dögunum til siðanefndar RÚV, fyrir færslur á þeirra eigin samfélagsmiðlum.  Fyrirtækið birti kæruna á eigin vefsíðu þar sem nöfn starfsmannanna voru tíunduð. Með því var ekki verið að fella dóma yfir umræddum starfsmönnum, eins og Þorsteinn Már heldur í bréfi sínu fram að Ríkisútvarpið hafi gert varðandi starfsmennina sex með því að birta af þeim myndir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár