Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samherji birti sjálfur myndir af starfsmönnum Seðlabankans

For­stjóri Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son, seg­ir RÚV hafa beitt „sið­laus­um vinnu­brögð­um“ með því að nafn­greina og mynd­birta starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins sem hafa rétt­ar­stöðu sak­born­inga í Sam­herja­mál­inu. Sam­herji birti ekki að­eins mynd­ir af starfs­mön­um Seðla­bank­ans held­ur einnig kenni­töl­ur þeirra og heim­il­is­fang. Sam­herji kall­ar mynd­birt­ing­ar RÚV ,,hefndarað­gerð”.

Samherji birti sjálfur myndir af starfsmönnum Seðlabankans
Sýndi af sér sömu hegðun og hann kallar nú siðlausa Þorsteinn Már segir myndbirtingar RÚV af starfsfólki Samherja, sem hefur réttarstöðu sakborninga, siðlausar. Samherji birti á eigin vefsíðu myndir af starfsfólki Seðlabankans sem fyrirtækið kærði, auk kennitalna þeirra og heimilsföngum.

Útgerðarfyrirtækið Samherji birti myndir af fimm starfsmönnum Seðlabanka Íslands í frétt á vefsíðu sinni í mars á síðasta ári í frétt þar sem greint var frá því að Samherji hefði kært umrædda starfsmenn bankans til lögreglu.

Í morgun birtist bréf frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, á vefsíðu fyrirtækisins þar sem hann kallaði það „siðlaus vinnubrögð“ af hálfu Ríkisútvarpsins að birta myndir af sex núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Samherja í frétt þar sem greint var frá því að þeir hefðu réttarstöðu sakbornings í sakamáli sem væri til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Í bréfinu eru myndbirtingarnar sagðar vera ,,hefndaraðgerð" vegna gagnrýni Samherja á RÚV.

Í frétt Samherja þar sem starfsmenn Seðlabankans voru myndbirtir voru einnig birtar kennitölur þeirra og heimilisföng.

Í frétt Ríkisútvarpsins, sem flutt var í kvöldfréttatíma Sjónvarps í gær og birt á vefsíðu RÚV, var greint frá því að þau Þorsteinn Már, Ingvar Júlíusson, Arna Bryndís McClure, Aðalsteinn Helgason, Jóhannes Stefánsson og Egill Helgi Árnason hefður réttarstöðu sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum tengdum útgerð félagsins í Namibíu. Þau fimm fyrst nefndu voru myndbirt í fréttinni.

Segir RÚV aldrei hafa lagst jafn lágt

Í bréfi Þorsteins Más segist hann telja „óhætt að fullyrða að Ríkisútvarpið hafi aldrei lagst jafn lágt í fréttaflutningi og með þessari frétt.“ Segir hann að í því samhengi veki athygli að enginn annar fjölmiðill hafi fetað „þessi niðurlægingarspor Ríkisútvarpsins í myndbirtingum. Þorsteinn Már segir enn fremur að í umfjöllun um Seðlabankamálið á sínum tíma hafi iðulega verið birtar myndir af honum í fjölmiðlum en aldrei hafi verið talin ástæða til að draga aðra og „óþekkta starfsmenn Samherja“ fram í sviðsljósið. Nú kveði við annan tón hjá RÚV. Vinnubrögðin séu með ólíkindum enda birti fréttastofan ekki einu sinni myndir af mönnum sem grunaðir séu um gróf ofbeldisbrot, „fyrr en þeir hafi hlotið dóm.“

Þorsteinn segir þá ennfremur að ljóst megi vera að myndbirting af þessu tagi sé þeim sem í hlut eiga, og fjölskyldum þeirra, mjög þungbær. „Allir þeir starfsmenn, sem birtar voru myndir af í gærkvöldi, eru óþekktir og hafa aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður.“

Seðlabankafólk hafði lítt verið í kastljósi fjölmiðla áður

Í frétt á vefsíðu Samherja sem birtist 30. apríl 2019 voru birtar myndir af fimm starfsmönnum Seðlabanka Íslands í frétt sem fjallaði um að Samherji hefði kært umrædda starfsmenn bankans til lögreglu vegna þáttar þeirra í rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrisreglum sem hófust með húsleit í höfuðstöðvum Samherja árið 2012 og sem leiddu til kæru á hendur fyrirtækinu vorið 2013. Því máli var vísað frá þar eð ekki var lagagrundvöllur fyrir ákærunni.

Starfsmennirnir fimm sem um ræðir eru Már Guðmundsson,  Arnór Sighvatsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Rannveig Júníusdóttir og Sigríður Logadóttir. Már var seðlabankastjóri þegar kæra Samherja var lögð fram og hafði eðli málsins samkvæmt iðulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hið sama má segja um Arnór, sem hafði verið aðstoðar seðlabankastjóri. Ingibjörg, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, hafði hins vegar lítið verið í kastljósi fjölmiðla á þessum tíma þó það hafi breyst haustið 2019 þegar greint var frá námsstyrk sem Seðlabankinn hafði veitt henni. Rannveig, framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, hafði heldur ekki verið umfjöllunarefni fjölmiðla svo neinu næmi og Sigríður, aðallögfræðingur bankans, ekki nema lítillega.

Ekki er nóg með að fimmmenningarnir hafi verið myndbirtir í frétt Samherja heldur var kæra fyrirtækisins á hendur þeim einnig birt í fréttinni. Þar komu fram, auk nafna, kennitölur og og heimilsföng starfsmannanna fimm sem Samherji kærði.

Ítrekað verið fjallað um þátt Samherjafólks í Namibíumálið

Hvað varðar fullyrðingu Þorsteins Más, um að núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja séu óþekktir og hafi aldrei eða örsjaldan verið nafngreindir í fjölmiðlum áður, stenst sá málflutningur ekki skoðun. Sé horft framhjá Þorsteini Má sjálfum og Jóhannesi Stefánssyni, sem steig fram og ljóstraði upp um mútugreiðslur Samherja í Namibíu, sem báðir hafa ítrekað verið nafngreindir og myndbirtir í fjölmiðlum, hafa hinir starfsmennirnir allir verið viðfangsefni fjölmiðla eftir að Stundin, Kveikur auk fleiri fjölmiðla upplýstu um meint brot í starfsemi Samherja í Namibíu, þau hin sömu og sexmenningarnir hafa nú réttarstöðu sakborninga í rannsókn á. Í umfjöllunum Stundarinnar og Kveiks eru þannig þau Ingvar og Arna Bryndís nafngreind, sem og Aðalsteinn, enda bentu gögn til að þau hefði átt hlut að fjölþættum brotum sem tengdus starfsemi Samherja í Namibíu. Hið sama á við um Egil, sem raunar var til umfjöllunar í Stundinni áður en ljóstrað var upp um brot Samherja í Namibíu.

Þá má nefna að alþekkt er að fjölmiðlar birti myndir af fólki sem hefur réttarstöðu grunaðra í sakamálum, sætir ákæru eða jafnvel hefur verið kært. Þannig birtu fjölmiðlar myndir af ellefu starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem Samherji kærði á dögunum til siðanefndar RÚV, fyrir færslur á þeirra eigin samfélagsmiðlum.  Fyrirtækið birti kæruna á eigin vefsíðu þar sem nöfn starfsmannanna voru tíunduð. Með því var ekki verið að fella dóma yfir umræddum starfsmönnum, eins og Þorsteinn Már heldur í bréfi sínu fram að Ríkisútvarpið hafi gert varðandi starfsmennina sex með því að birta af þeim myndir.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár