Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og annar af aðaleigendum Samherja. Mynd: Haraldur Guðjónsson

ArcticNam Fishing, útgerðarfyrirtæki í Namibíu sem Samherji á hlut í gegnum dótturfélag sitt Esju Fishing, skuldar namibíska ríkinu um 200 milljónir namibíudollara eða sem nemur 1,6 milljörðum íslenskra króna. Namibíski fjölmiðillinn Confidente greindi frá þessu fyrir helgi. 

Harðvítugar deilur hafa staðið yfir milli hluthafa ArcticNam undanfarin ár, en árið 2016 sökuðu samstarfsaðilar Samherja í Namibíu Íslendingana um að svíkja nærri milljarð út úr útgerðarfyrirtækinu. 

Nú virðist spjótunum einkum beint að Epango, namibískum hluthafa í ArcticNam. Hefur Confidente eftir Virgilio de Souza, stjórnarformanni ArcticNam, að það sé Epango sem hafi ekki staðið skil á sköttum og gjöldum. 

Þessu vísar forstjóri Epango til föðurhúsanna. „Epango hefði varla getað starfað með slíka skattaskuld á bakinu. Það er ArcticNam, ekki Epango, sem skuldar þessa fjárhæð sem þú ert að tala um,“ segir Wycliffe Williams. Íslendingurinn Egill Helgi Árnason, sem kemur að stjórnun ArcticNam gegnum afríska lögmannsstofu, hafnar því hins vegar í samtali við Confidente að fyrirtækið skuldi skattinum 200 milljónir namibíudollara. Samkvæmt frétt Confidente er meðal annars um að ræða ógreiddar sektir og vexti. 

Félög tengd Samherja hafa um árabil stundað fiskveiðar við vesturströnd Afríku og grætt tugi milljarða á slíkri starfsemi. Að því er fram kemur í frétt Confidente hefur ArcticNam, sem er að hluta til í eigu dótturfélags Samherja, grætt sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna á undanförnum fimm árum. 

Í umfjöllun blaðsins er rætt við Justus Mwafongwe, ríkisskattstjóra Namibíu, sem segir að skattaundanskot fjölþjóðlegra sjávarútvegsfyrirtækja sem veiða við Namibíustrendur séu til rannsóknar hjá embættinu. Fjöldi útgerða, oft í eigu fjölþjóðafyrirtækja, beiti bókhaldsbrellum og notfæri sér lagaglufur til að sleppa við skattgreiðslur í Namibíu. Þetta sé meðal annars gert með milliverðlagningu, þunnri eiginfjármögnun og uppsetningu dótturfélaga í Afríkuríkjum þar sem skattprósentan er lægri, svo sem í Máritaníu. 

Embætti skattrannsóknarstjóra á Íslandi felldi niður 34 mál í fyrra er vörðuðu störf Íslendinga erlendis, en meirihluti málanna snerist um vantaldar launagreiðslur til sjómanna sem unnu hjá Afríkuútgerð Sjólaskipa sem Samherji keypti árið 2007. Stundin fjallaði ítarlega um málið. Í nokkrum tilvikum greiddu sjómennirnir hvergi tekjuskatt en launagreiðendur voru aflandsfélög í eigu Sjólaskipa og Samherja. Notaði Sjólaskip félög á Tortólu og Samherji á Kýpur og Belís, en Afríkuríkin sem veittu fyrirtækjunum aðgang að fiskimiðunum báru hallann af þessu í formi tapaðra skatttekna.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sjómanns sem kveðinn var upp árið 2016 bar hann fyrir sig að vinnuveitandinn, Sjólaskip og síðar Samherji, hefði ráðlagt honum að flytja lögheimili sitt til Máritaníu í Afríku og að vinnuveitandinn hefði átt að greiða af honum skatta þar. „Stefndi tekur fram að í skýrslu skattrannsóknarstjóra komi fram að ástæða þess að stefnandi flutti lögheimili sitt til Máritaníu hafi verið að kröfu vinnuveitanda hans. Einnig komi fram að stefnandi telji sig vera launþega og að vinnuveitendur hans (Sjólaskip og síðar Katla Seafood) hafi staðið skil á skattgreiðslum hans. Stefnandi hafi upplýst að enginn skriflegur ráðningarsamningur hafi verið gerður og hann hafi hvorki fengið launaseðla né uppgjörsgögn,“ segir í dóminum. Fulltrúar Sjólaskipa og Samherja höfnuðu þessu hins vegar og sögðu starfsmennina sjálfa hafa ráðið því hvernig skattamálum væri hagað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
1
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
2
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
4
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár