Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

295 milljóna arður úr Brimi til félaga Guðmundar

Brim hagn­að­ist um tæpa 2 millj­arða í fyrra. Um­svif að­aleig­and­ans í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi eru gríð­ar­leg.

295 milljóna arður úr Brimi til félaga Guðmundar

295 milljóna króna arður var greiddur út úr Brimi hf. í fyrra vegna rekstrarársins 2016. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikingi Brims en fyrirtækið er að mestu í eigu félaga Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 19,3 milljörðum árið 2017 og hagnaður rúmlega 1,9 milljörðum. Þetta er talsverður viðsnúningur frá 2016 þegar Brim tapaði 100 milljónum. 

Brim er í tíunda sæti yfir þau fyrirtæki sem ráða yfir mestum aflahlutdeildum við Íslandsstrendur. Auk útgerðarinnar á Íslandi rekur Brim sölufyrirtæki í Asíu og útgerð og vinnslu í Grænlandi. Eignir samstæðunnar námu 60,6 milljörðum í árslok 2017 en þar af var verðmæti aflaheimilda metið á 24,8 milljarða. 249 manns störfuðu að meðaltali hjá Brimi árið 2017, almennur launakostnaður var 3,5 milljarðar en heildarlaun og þóknanir til stjórnenda námu 79,6 milljónum. 

Arðurinn vegna afkomu ársins 2016 rennur til félaga sem eru ýmist alfarið eða að verulegu leyti í eigu Guðmundar Kristjánssonar. Þetta eru Línuskip ehf., Stilla útgerð ehf. og Fiskines ehf.

Samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra var Guðmundur með að meðaltali 2,7 milljóna króna tekjur á mánuði árið 2017. Þá þénaði Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims, um 3,3 milljónir á mánuði.

Brim keypti 34 prósenta hlut í HB Granda í apríl síðastliðnum á 21,7 milljarða króna, en kaupin voru fjármögnuð með handbæru fé, lántöku og sölu eigna. Brim gerði öðrum hluthöfum félagsins tilboð í samræmi við yfirtökuskyldu samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. „Samkvæmt niðurstöðum yfirtökutilboðsins mun fjárfesting Brims hf. aukast um 1,9 milljarð króna og eignarhluturinn nema alls 37,02%,“ segir í ársreikningi Brims.

HB Grandi er það útgerðarfyrirtæki sem ræður yfir mestum aflahlutdeildum á Íslandi, en fyrr í sumar tók Guðmundur við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Umsvif Guðmundar í íslenskum sjávarútvegi eru þannig gríðarleg. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Fiskistofu um aflahlutdeildir útgerða ræður Brim hf. yfir 3,71 prósentum aflaheimilda á Íslandi og Ögurvík, dótturfélag Brims, yfir 1,62 prósentum. HB Grandi, sem nú er í 37 prósenta eigu Brims fer með 10,4 prósent aflaheimilda og Vinnslustöðin, sem Brim á um 33 prósent hlut í, fer með 4,11 prósent. Samtals eru þetta um 20 prósent heildarkvótans í sjávarútvegi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
FréttirFiskveiðar

Fé­lag í eigu Sam­herja og sam­starfs­að­ila skuld­ar rík­is­sjóði Namib­íu jafn­virði 1600 millj­óna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
1
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
4
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
9
Fréttir

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár