Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu

„Það má segja að á boð­uð­um breyt­ing­um sé yf­ir­bragð öf­ugs Hróa Hatt­ar,“ seg­ir Þórólf­ur Matth­ías­son hag­fræði­pró­fess­or.

Kjarabótum öryrkja frestað meðan útgerðin greiðir 3 milljörðum minna og græðir á gengisveikingu
Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er gagnrýnd harðlega þessa dagana. Mynd: Stjórnarráðið

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis ætlar að leggja til að fjárframlög ríkisins til öryrkja verði 1100 milljónum lægri á næsta ári heldur en upphaflega stóð til. Þetta er gert í aðhaldsskyni og til að „bregðast við kólnun hagkerfisins“ samkvæmt frétt RÚV um málið þar sem rætt var við Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra neitar því hins vegar að breytingin hafi nokkuð með hagræðingu eða breyttar þjóðhagsforsendur að gera. Haft er eftir honum á Mbl.is að lækkunin stafi af því að vinna við innleiðingu kerfisbreytinga í þágu öryrkja hafi gengið hægar en áður var ráðgert. 

Seðlabankinn gerir ráð fyrir 4,4 prósenta hagvexti á yfirstandandi ári en að vöxturinn gefi svo nokkuð eftir á næstu misserum og verði í kringum 2,7 prósent á komandi árum. Verðbólguhorfur hafa hins vegar versnað og gengi krónunnar veikst.

Þórólfur Matthíassonprófessor í hagfræði við Háskóla Íslands

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir í samtali við Stundina að af þjóðhagsspám og efnahagsplöggum stjórnsýslustofnana bendi fátt ef nokkuð til þess að djúp kreppa eða harkaleg niðursveifla sé í uppsiglingu á Íslandi. „Það má segja að á þeim tíma sem fjárlagafrumvarp ársins 2019 var samið hefði verið æskilegt að aðhaldsstig þess hefði verið meira. Því hefði mátt ná fram með því að halda aftur af skattalækkunaráformum eða með minni framkvæmda- eða tilfærsluútgjöldum,“ segir Þórólfur. „Það sem menn hljóta að staldra við nú er ekki endilega að það sé verið að stilla tekjur og gjöld í fjárlögum betur saman en var gert í frumvarpinu, heldur aðferðafræðin sem notuð er og sem ekki er nein nauð til að fylgja.“

Í fjárlögum yfirstandandi árs var gert ráð fyrir 10 milljarða tekjum af veiðigjöldum en alls reyndist heildarupphæð álagðs veiðigjalds á fiskveiðiárinu 2017/2018 nema 11,2 milljörðum. Í frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra veiðigjaldalaga er að finna bráðabirgðaákvæði þar sem mælt er fyrir um veiðigjald ársins 2019 áætlað að það nemi rúmlega 7 milljörðum króna. Sömu tölu er að finna í fjárlagafrumvarpi ársins 2019. Um leið og útgerðarfyrirtæki greiða minna til samneyslunnar í formi veiðigjalda er ljóst að þau njóta góðs af veikingu krónunnar meðan gengislækkunin bitnar á almenningi í formi kaupmáttarrýrnunar. 

Öryrkjabandalag Íslands hefur gagnrýnt lækkun fyrirhugaðra fjárframlaga harðlega. „Við erum orðlaus, þetta er með ólíkindum. Það kemur á óvart hvað kerfið er tilbúið í að stíga fast á þá sem minnst mega sín,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi.is í gær eftir að fjallað var um tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. 

Þórólfur segist einnig furða sig á því sem komið hefur fram í fréttum. „Það má segja að á boðuðum breytingum sé yfirbragð öfugs Hróa Hattar. Mér skilst að það eigi að létta 3 milljörðum af útgerðinni með lækkun veiðigjalda. Um leið er gert ráð fyrir milljarði minni framlögum til aldraðra og öryrkja en áður. Þ.e.a.s. öryrkjar fá það heldur verra til að stórútgerðin fái það umtalsvert betra! Og er útgerðin þó að fá umtalsverðan tekjuauka á næsta ári vegna veikingar krónunnar.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
FréttirFiskveiðar

Fé­lag í eigu Sam­herja og sam­starfs­að­ila skuld­ar rík­is­sjóði Namib­íu jafn­virði 1600 millj­óna króna

Fjöl­mið­ill­inn Con­fidén­te grein­ir frá því að ArcticNam Fis­hing, út­gerð sem Sam­herji á hlut í gegn­um Esju Fis­hing, standi í skatta­skuld upp á 200 millj­ón­ir namib­íudoll­ara. Enn deila hlut­haf­ar um skatt­greiðsl­ur en rík­is­skatt­stjóri Namib­íu rann­sak­ar bók­halds­brell­ur fjól­þjóða­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár