Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Það er staðreynd að markaðirnir hafa misst trú á að stjórnvöld nái verðbólgunni niður á næstu misserum, samkvæmt fjármála- og efnahagsráðherra. „Við verðum að gangast við því,“ segir hann. Taka þurfi höndum saman og ná niður verðbólguvæntingunum.
Fréttir
„Það dugar ekkert að tala hátt“
Fjármála- og efnahagsráðherra var gagnrýndur á þinginu í dag fyrir talsmáta gagnvart Ingu Sæland. Hann sagði við hana að ekki dugði að tala hátt. Hún svaraði: „Víst.“
Fréttir
1
Segir svigrúm til launahækkana takmarkað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef hækka eigi laun þannig að allir verði sáttir þá þýði nú lítið að lýsa yfir einhverjum áhyggjum af verðbólgunni. Allir opinberir starfsmenn eigi rétt á því að fá kjarabætur í samræmi við það svigrúm sem sé til staðar. Þingmaður Pírata spurði ráðherrann út í kjaramál hjúkrunarfræðinga á þingi í dag.
Fréttir
Bjarni: Hátt spennustig á Íslandi birtist í mikilli einkaneyslu
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að á Íslandi sé „hátt spennustig“ sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. „Við erum sem þjóðfélag nú að taka út lífskjör sem ekki eru langtímaforsendur fyrir.“ Ráðherrann var spurður á þingi í dag hvort hann teldi að ríkisstjórnin bæri einhverja ábyrgð á aukinni verðbólgu og hækkandi vaxtastigi.
Fréttir
2
„Þetta er allt önnur og miklu betri staða heldur en víða á við í Evrópu“
Fjármála- og efnahagsráðherra og þingmaður Flokks fólksins voru ekki sammála um stöðu heimilanna á þingi í dag en þau ræddu meðal annars verðtryggð og óverðtryggð lán og áhrif krónutöluhækkana á verðbólguna.
Greining
„Áhrifa vaxtahækkana á heimilin mun gæta af vaxandi þunga á árinu“
Í greiningu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið segir að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni aukast á árinu 2023 og að þær verði að 590 þúsund krónur á mánuði hjá meðaleinstaklingi. Þar er hins vega ekki tekið tillit til vaxtakostnaðar sem ráðuneytið segir að muni hafa mikil áhrif á buddu heimila á árinu. Umsamdar launahækkanir geti leitt til um 0,5 prósent meiri verðbólgu en Seðlabankinn hefur reiknað með og ráðuneytið segir að hætt sé við því að efnahagslegur óstöðugleiki aukist.
Leiðari
8
Jón Trausti Reynisson
Fólkið sem efldi Strætó, lækkaði skatta og lagaði loftslagið
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir boðuðu háleita og skynsamlega stefnu í mikilvægasta máli samtímans fyrir kosningar. Það sem gerðist næst kom á óvart.
Fréttir
Íslandsbanki hagnast um 5,9 milljarða eftir umdeilda sölu
Á fyrsta ársfjórðungi eftir að íslenska ríkið varð minnihlutaeigandi í Íslandsbanka var arðsemi eigin fjár bankans yfir væntingum og hagnaður meiri en á sama fjórðungi fyrir ári.
ÚttektSalan á Íslandsbanka
7
Faðir Bjarna tvisvar fengið að kaupa ríkiseignir á undirverði
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, hefur tvívegis keypt ríkiseignir á undirverði í einkavæðingarferli. Þetta eru viðskiptin með SR-mjöl árið 1993 og kaup hans á hlutabréfum í Íslandsbanka árið 2022. Í báðum tilfellum hefur Ríkisendurskoðun tekið söluna á eignunum til rannsóknar. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem helst var gagnrýndur fyrir söluna á SR-mjöli, segir að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér.
FréttirSalan á Íslandsbanka
6
„Bjarni verður að víkja“
Augljóst er að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur gerst sekur um annað af tvennu, vanhæfni eða lögbrot, segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. „Það er ekki hægt að selja pabba sínum hluta í ríkiseign og sitja svo bara áfram eins og ekkert hafi í skorist.“
PistillSalan á Íslandsbanka
6
Jón Trausti Reynisson
Sá sem átti aldrei að sjá um að selja Íslandsbanka
Sjokkið við söluna á Íslandsbanka er þess meira eftir því sem það var viðbúið þegar við skoðum forsöguna.
PistillSalan á Íslandsbanka
5
Hallgrímur Helgason
Seldi sínum bankann okkar
Ótrúleg tíðindi bárust í vikunni. Eftirsóttur hlutur í einum af þjóðarbönkunum var seldur svokölluðum fagfjárfestum og faðir fjármálaráðherra var einn kaupenda. Ráðherrann seldi fjölskyldu sinni hlut í Íslandsbanka á tilboðsverði. Ég endurtek: Pabbi Bjarna Ben keypti í bankanum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.