Fimm ára bið eftir reglum um starfslokasamninga
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði starfslokasamning við formann kærunefndar útlendingamála sem hugðist hætta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki sett reglugerð um slíka samninga síðan lög sem kveða á um slíkt voru samþykkt árið 2016.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Ráðherrar opna veskið á lokasprettinum
Á síðustu vikum í aðdraganda alþingiskosninga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar veitt verulega fjármuni til aðgreindra verkefna, komið umdeildum málum í ferli og lofað aðgerðum sem leggjast misvel í fólk. Á sama tíma er þing ekki að störfum og þingmenn hafa lítil færi á að sýna framkvæmdarvaldinu virkt aðhald.
Greining
Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er eina þriggja flokka ríkisstjórnin til þess að lifa af heilt kjörtímabil. Ríkisstjórn þessi varð til í stormi stjórnmála og hún boðaði stöðugleika en spurningin er hvort hennar verður minnst sem stjórn stöðugleika eða sem stjórn málamiðlunar.
GreiningAlþingiskosningar 2021
Sjálfstæðisflokkurinn sér „efnahagsleg tækifæri“ vegna loftslagsbreytinga
Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr því að fylgja eigi áfram þeirri efnahagsstefnu sem mótuð hafi verið undir forystu flokksins. Engar tilgreindar tillögur eru settar fram um breytingar á skattkerfinu en lögð áhersla á aukið vægi einkaframtaksins og að ríkið dragi úr aðkomu sinni.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Óstaðfest Covid smit teppa bráðamóttökuna
Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir þá sjúklinga sem eru grunaðir um að vera með Covid smit reynist erfiðastir á bráðamóttöku. Þá þurfi þeir sjúklingar, sem smitaðir eru af Covid og þurfa á gjörgæsluplássi að halda, að bíða eftir því plássi á „pakkaðri“ bráðamóttöku.
FréttirCovid-19
Óþægilegt að ekki ríki samstaða um sóttvarnaraðgerðir hjá ríkisstjórninni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki gott að ríkisstjórnin sé klofin í afstöðu sinni til sóttvarnaaðgerða og að ráðherrar tjái sig á mismunandi hátt um það sem verið sé að grípa til. Þá segir hann einnig að margt af því sem ráðherrar segi standist ekki.
Fréttir
Nefndarmenn nefndar um eftirlit með lögreglu virkir í Sjálfstæðisflokknum
Allir nefndarmenn nefndar um eftirlit með starfsháttum lögreglu hafa tengsl við Sjálfstæðisflokkinn á einn eða annan hátt. Tveir af þremur meðlimum nefndarinnar eru virkir meðlimir í flokknum en sjá þriðji var skipaður í nefndina af ráðherra flokksins.
FréttirCovid-19
Dómsmálaráðherra innti lögreglustjóra eftir afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu um formann flokks hennar
Í símtali sínu til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag, spurði dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á því að hafa sagt ráðherra í ríkisstjórn Íslands hafa verið viðstaddan brot á sóttvarnarlögum.
Fréttir
Loforðum um afnám verðtryggingar ekki framfylgt
Ríkisstjórnin stóð ekki við fyrirheit í stefnuyfirlýsingu sinni um skref til afnáms verðtryggingar á kjörtímabilinu. Vísitölu til verðtryggingar verður heldur ekki breytt, en verðbólga hefur ekki verið meiri í átta ár.
Greining
Fimm kosningar frá hruni án breytinga á stjórnarskrá
Engin af þeim breytingum sem Katrín Jakobsdóttir vildi gera á stjórnarskránni náði í gegn, en verkefnið á að halda áfram næsta kjörtímabil. Þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokks stöðvuðu að frumvarp hennar færi úr nefnd. Næsta tækifæri til að samþykkja stjórnarskrárbreytingar á Alþingi verður að líkindum árið 2025.
Fréttir
Mál Bjarna Ben bíður enn afgreiðslu ákærusviðs
Sóttvarnarbrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta, bíður enn afgreiðslu á ákærusviði lögreglu. Tíu mál er varða sóttvarnarbrot hafa beðið í meira en fjóra mánuði. Einn virkur dagur er þar til málið kemst í þann flokk.
Fréttir
Ríkið rukkað um verðmætin sem voru færð Auðkenni
Viðræður um kaup ríkisins á Auðkenni, sem sinnir rafrænum skilríkjum, stranda mögulega á háu kaupverði, að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Stjórnvöld beindu almenningi í viðskipti við Auðkenni í tengslum við skuldaleiðréttinguna.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.