Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“

Það er stað­reynd að mark­að­irn­ir hafa misst trú á að stjórn­völd nái verð­bólg­unni nið­ur á næstu miss­er­um, sam­kvæmt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. „Við verð­um að gang­ast við því,“ seg­ir hann. Taka þurfi hönd­um sam­an og ná nið­ur verð­bólgu­vænt­ing­un­um.

Vel gerlegt að ná verðbólguvæntingunum niður – „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús“
Hugmyndir Samfylkingarinnar einskis virði Bjarni Benediksson segir að hugmyndir Samfylkingarinnar hafi verið einskis virði í tengslum við umræðuna um verðbólgu í ár. Mynd: Bára Huld Beck

„Auðvitað er það bara staðreynd, og það er mælanleg staðreynd, að markaðirnir hafa misst trú á að við náum verðbólgunni niður á næstu misserum. Það er bara mælanleg staðreynd. Við verðum að gangast við því.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurn sinni að það hlyti að vera hlutverk ráðherrans að sjá til þess að fólk fengi aftur trú á því að hægt væri að ná verðbólgunni niður. Ekki væri hægt að skilja vandann eftir hjá Seðlabankanum. 

Bjarni sagði jafnframt að taka þyrfti höndum saman og ná niður verðbólguvæntingunum. Það væri vel gerlegt. „Ég hef trú á því og við munum skila því í hús,“ sagði hann. 

Ætlar ríkisstjórnin að breyta um nálgun í fjármálaáætlun?

Logi rifjaði upp í fyrirspurn sinni að fjármálaráðherra hefði kynnt fjárlög síðasta haust undir yfirskriftinni „Unnið gegn verðbólgu“. 

„Við í Samfylkingunni bentum strax á að fjárlögin væru hvorki til þess fallin að vinna gegn verðbólgu né verja heimilisbókhald viðkvæmustu hópanna. Sú gagnrýni reyndist rétt. Verðbólgan er vaxandi, er komin upp í 10 prósent og heimilin standa berskjölduð gagnvart vaxtahækkununum; hærri vöxtum en við höfum séð síðan skömmu eftir hrun. Því féll ríkisstjórnin á því prófi að minnsta kosti. 

En Samfylkingin hefur ekki látið sér nægja að gagnrýna ríkisstjórnina. Við höfum þvert á móti lagt fram tillögur að aðgerðum gegn verðbólgunni og til að verja viðkvæmustu hópa landsins. Samfylkingin kynnti kjarapakka sem gekk út á að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru, eftir metár í fjármagnstekjum, metarðsemi hjá stórútgerð og methagnað hjá bönkunum, að draga þannig úr hallarekstri ríkissjóðs en hlífa um leið heimilum, til dæmis með því að falla frá ýtrustu gjaldahækkunum ríkisstjórnarinnar,“ sagði hann. 

Ráðherra svari með skætingiLogi segir að fjármála- og efnahagsráðherra svari með skætingi

Logi telur að Bjarni viti þetta en hafi hingað til helst svarað tillögum þeirra með hefðbundnum „pólitískum skætingi“. 

„Hann sagði til dæmis hér í ræðustól að háttvirtur þingmaður Kristrún Frostadóttir væri að ala á öfund með hófsömum og ábyrgum tillögum um aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs. Nú hefur hæstvirtur forsætisráðherra hins vegar kallað eftir aðhaldi á tekjuhlið ríkissjóðs og seðlabankastjóri, peningastefnunefnd, gerði slíkt hið sama í gær,“ sagði hann og spurði Bjarna hvort vænta mætti þess að ríkisstjórnin breytti um nálgun í fjármálaáætlun í næstu viku. „Kemur til greina að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru, eins og Samfylkingin hefur bent á, til dæmis með því að eigendur fjármagnsins leggi meira af mörkum eða með hvalrekaskatti á banka og stórútgerðir?“

Hefur ekki staðið á ráðherra að beita sköttum

Bjarni svaraði og sagði að honum fyndist nú svolítið mikið í lagt að halda því fram að tillögur Samfylkingarinnar hefðu skipt einhverju máli í tengslum við fjárlög ársins. 

„Þegar lagðar eru saman tekju- og gjaldatillögur Samfylkingarinnar þá átti afkoman að batna um heila 4 milljarða. Nú vorum við að greina frá því í gær að afkoma ríkissjóðs er að batna um 70 milljarða af frumjöfnuði á þessu ári sem sýnir að þessi stóru kerfi okkar virka eins og til er ætlast. Þegar það er spenna í hagkerfinu taka tekjuskattskerfin meira til sín. Virðisaukaskattur vex, tekjuskattur einstaklinga hækkar, tekjuskattur fyrirtækja hækkar og svo framvegis. Þess vegna segi ég að þessar hugmyndir Samfylkingarinnar, sem voru kynntar hér í þinginu, voru einskis virði í tengslum við umræðuna um verðbólgu í ár.

Ef við skoðum hins vegar af einhverri sanngirni það sem er að gerast í frumjöfnuði í ríkisfjármálunum þá er það í raun og veru með miklum ólíkindum að orðið hefur tæplega 200 milljarða bati á frumjöfnuði á tveimur árum. Og batinn heldur áfram. Við erum aftur komin í jákvæðan frumjöfnuð á þessu ári á undan áætlun. Ekki er hægt að halda öðru fram, vegna þess hvernig staðan er að þróast frá ári til árs, en að ríkið sé á þennan mælikvarða að reka aðhaldssamari stefnu en opinber umræða ber með sér,“ sagði Bjarni. 

Ráðherrann sagði jafnframt að ekki kæmi á óvart að Samfylkingin vildi tala fyrir skattahækkun. „Það er almennt þannig með Samfylkinguna að hún talar fyrir sköttum til þess að eyða þeim samstundis. Það hefur ekkert staðið á mér þegar við hefur átt að beita sköttum. Ég held ég hafi sótt, í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, mestu skatta í Íslandssögunni í einu frumvarpi sem endaði í um 400 milljarða tekjum fyrir ríkissjóð. En skattar sem eru eingöngu til þess ætlaðir að auka útgjaldastigið hjálpa ekki við þær aðstæður sem eru uppi núna.“

Ekki hægt að skilja vandann eftir hjá Seðlabankanum

Logi hélt áfram fyrirspurn sinni og sagði að ráðherra hefði verið í lófa lagið að samþykkja tekjuaðgerðir Samfylkingarinnar vegna þess að þær hefðu verið upp á 17 milljarða króna, 0,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Það væri ótrúlegt að fjármálaráðherra héldi því fram að slíkt skipti ekki máli þegar kæmi að ríkisfjármálum. „Hér erum við að tala um þá hópa sem hafa í rauninni haft það allra best og haft það mjög gott í gegnum þetta tímabil.“

Varðandi það að björt tíð væri í vændum þá benti Logi á að Bjarni hefði nýlega sagt að fólk væri hætt að hafa trú á því að hægt væri að ná verðbólgunni niður. „Það hlýtur að minnsta kosti að vera hans hlutverk að sjá til þess að fólk fái aftur trú á því. Það er ekki hægt að skilja vandann eftir bara hjá Seðlabankanum. Þannig að ég ítreka spurninguna: Kemur til greina í fjármálaáætlun að breyta um takt og sækja tekjur til allra best stöddu hópanna í samfélaginu?“ spurði hann. 

Seðlabankinn hefur „svo sem ekkert verið fullkominn“

Bjarni steig aftur í pontu og sagði að hann teldi það almennt ekki góðri lukku stýra að líta í hina áttina þegar einhverjar staðreyndir blöstu við. 

„Auðvitað er það bara staðreynd, og það er mælanleg staðreynd, að markaðirnir hafa misst trú á að við náum verðbólgunni niður á næstu misserum. Það er bara mælanleg staðreynd. Við verðum að gangast við því. Ég er að benda hér á að í ár er aðhald ríkisfjármálanna miklu meira en almenn umræða hefur gefið til kynna. Við þurfum að horfa til þess í næstu áætlun okkar hvað við gætum gert frekar til þess, já, að standa með Seðlabankanum, sem hefur þetta skýra hlutverk að halda verðgildi peninganna í skefjum, þ.e. að halda verðbólgunni í skefjum þannig að verðgildi peninganna sé verndað. 

Við höfum 2,5 prósent verðbólgumarkmið og þegar okkur rekur mjög langt frá því þá er það mjög skaðlegt. Ég get alveg tekið undir það að Seðlabankinn getur ekki einn staðið í því. Ég hef heldur aldrei haldið því fram, en Seðlabankinn hefur svo sem ekkert verið fullkominn og óskeikull í öllu því sem hann hefur verið að fást við. Aðalatriðið er það að við komumst ekkert með því að vera að benda fingrinum hvert á annað. Það þarf að taka höndum saman og ná niður verðbólguvæntingunum og það er vel gerlegt. Ég hef trú á því og við munum skila því í hús,“ sagði ráðherrann í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ÁS
  Áslaug Sigurjónsdóttir skrifaði
  BB er að svara eins og DO, búinn að læra eitthvað af honum. Það skilur enginn almenningur svörin hans og vita ekki hvað er fram undan. BB er með þöggun eins og þetta komi honum ekki við. Í daglegu tali kallast þetta hroki til þjóðarinnar. Katrín hvað er næst á dagskrá.?
  0
 • Siggi Rey skrifaði
  Þú þarna Vellýgni Bjarni! Ef þú hefðir einhverja döngun í þér til að gera eitthvað, tala nú ekki um dómgreind eða vilja væri þjóðin ekki í þessum djúpa skít! Við getum þakkað þér og seðlabankastjóra um þessar fjárhagslegu hamfarir sem á þjóðinni dynja! Svei þér!
  0
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  „Auðvitað er það bara staðreynd, og það er mælanleg staðreynd, að markaðirnir hafa misst trú á að við náum verðbólgunni niður á næstu misserum. Það er bara mælanleg staðreynd. Við verðum að gangast við því.“

  Í burtu með þessa ríkisstjórn VG liða í boði sjálfstæðisflokksins.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
1
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“
4
FréttirNáttúruvernd

Alltof mik­ið rask „fyr­ir hags­muni mjög fárra“

Stuðn­ings­menn virkj­un­ar­áforma í Skjálf­andafljóti lyftu brún­um er vinnslu­til­laga að­al­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar var aug­lýst ný­ver­ið. Þar var ekki að finna stakt orð um Ein­búa­virkj­un, smá­virkj­un svo­kall­aða sem land­eig­end­ur í Bárð­ar­dal áforma. Aðr­ir íbú­ar fagna hins veg­ar og segja fljót­ið mikla, sem fæð­ir bæði Ald­eyj­ar­foss og Goða­foss, dýr­mæt­ara í frjálsu falli.
Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
6
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
7
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Ragnheiður Þorgrímsdóttir
8
Aðsent

Ragnheiður Þorgrímsdóttir

„Þeg­ar „meng­un­ar­veik­in“ er ann­ars veg­ar er fátt um bjarg­ir“

Ragn­heið­ur Þor­gríms­dótt­ir, hross­a­rækt­andi og ábú­andi á jörð­inni Kúlu­dalsá í Hval­fjarð­ar­sveit, seg­ir að veik­indi og dauða hest­anna henn­ar megi rekja til stór­iðj­unn­ar á Grund­ar­tanga. Nú í fe­brú­ar veikt­ust tvo af hross­um henn­ar og þurfti að fella þau. Hún ræð­ir þetta mál í að­sendri grein til Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
2
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
6
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu