Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Lítið að frétta og því fátt um svör“

Enn ból­ar ekk­ert á ráð­herra­skipt­um í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, seg­ir að lít­ið sé að frétta varð­andi þetta mál og fátt um svör. Formað­ur flokks­ins gef­ur ekki færi á sér og svar­ar ekki fyr­ir­spurn­um um mál­ið.

„Lítið að frétta og því fátt um svör“
Mars, maí, júní eða seinna? Guðrún sagði í byrjun árs að hún myndi taka við sem dómsmálaráðherra í mars síðastliðnum en þá voru 18 mánuðir frá kosningum. Ef talið er frá þeim tímapunkti sem ríkisstjórnin var kynnt þá má búast við því að hún taki við embættinu í maí eða júní. Mynd: Bára Huld Beck

„Lítið að frétta og því fátt um svör,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins við Heimildina þegar hún er spurð hvort hún viti hvenær hún muni taka við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni sem nú gegnir því embætti. 

Forsagan er sú að þegar ríkisstjórnin var skipuð í lok nóvember 2021 var tilkynnt að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í mesta lagi í 18 mánuði. Eftir þann tíma ætti Guðrún að taka við af Jóni.

Umdeild ákvörðun

Þetta þótti áhugavert í ljósi þess að Jón var ekki odd­viti síns kjör­dæmis og heldur sat hann í öðru sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks í Krag­an­um, kjör­dæmi flokks­for­manns­ins Bjarna. Hann var enn fremur eini ráð­herr­ann í rík­is­stjórn sem ekki var odd­viti. Með því að velja Jón gekk Bjarni fram­hjá tveimur odd­vitum í lands­byggð­ar­kjör­dæm­um, Guð­rúnu í Suð­ur­kjör­dæmi og Njáli Trausta Frið­berts­syni í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Bjarni varði valið á Jóni með þeim rökum að Jón kæmi úr stærsta kjör­­dæmi lands­ins þar sem fylgi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins væri mest. Hann hefði verið þing­­maður frá árinu 2007 og áður gegnt ráð­herra­emb­ætti um skamma hríð á árinu 2017. Þá var hann rit­ari flokks­ins þegar rík­is­stjórnin var mynduð og hefði, að mati Bjarna, sterkt umboð innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Guðrún gerð formaður nýs starfshóps

Varðandi þessa 18 mánuði þá er ekki einhugur um hvenær á að byrja að telja, frá kosningum eða þegar ríkisstjórnin var kynnt. Guðrún sagðist í viðtali í Dagmálum á mbl.is í byrjun árs að hún myndi taka við embættinu í mars á þessu ári, en þá voru 18 mánuðir frá kosningum, en af því varð ekki. 

Heimildin greindi frá því þegar hún var gerð formaður starfshóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í lok febrúar þrátt fyrir að fyrir lægi að Guðrún myndi taka við embætti dómsmálaráðherra á vormánuðum. 

Í samtali við Heimildina í byrjun mars sagði Guðrún að ráðherraskiptin ættu að eiga sér stað „á næstu vikum“. Ekki lægi fyrir nákvæm dagsetning.

Hún sagði jafnframt að hún hefði haldið sig við sína túlkun á því hvenær hún myndi taka við sem dómsmálaráðherra. „Það er alveg á hreinu að þetta verður, þannig að ég er alveg róleg hvað það varðar. En auðvitað er ég óþreyjufull og vil komast að, því að maður er að upplifa núna hvað kjörtímabilið líður hratt,“ sagði Guðrún í mars. 

Þá greindi hún frá því að hún ætlaði að segja skilið við fyrrnefndan starfshóp þegar hún yrði ráðherra. 

Nýtt frumvarp næsta haustJón hafði enga hugmynd þegar hann var spurður úr í málið í mars hvenær hann myndi láta af embætti dómsmálaráðherra. Hann hefur nú boðað nýtt frumvarp næsta haust.

Ekki hefur náðst í Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna málsins en hann sagði í samtali við Heimildina í mars síðastliðnum að hann hefði enga hugmynd um hvenær ráðherraskiptin ættu að eiga sér stað og að engin svör væru við því. „Enga hugmynd um það og engin svör við því,“ sagði hann. 

„Við látum vita þegar þar að kemur, og þá verður eflaust sjálfsagt mál að veita viðtal.“
Hersir Aron Ólafsson
aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er þögull sem gröfin varðandi þetta mál. Heimildin sendi honum og aðstoðarmanni fyrst fyrirspurn um málið þann 1. mars síðastliðinn þar sem hann er spurður hvenær Guðrún muni taka við sem ráðherra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Bjarni ekki svarað fyrirspurnum eða gefið færi á samtali um málið. „Við látum vita þegar þar að kemur, og þá verður eflaust sjálfsagt mál að veita viðtal,“ segir aðstoðarmaður ráðherra í skriflegu svari. 

Jón boðaði frumvarp næsta haust

Formaðurinn tjáði sig um málið í Pallborðinu á Vísi í byrjun nóvember síðastliðins þegar hann var spurður að því hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum. „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði hann. 

Bjarni sagði jafnframt að Jón hefði mikið verið í eldlínunni og staðið sig vel. „Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Hann sagði jafnframt að margt gæti breyst og þá eitthvað sem taka þyrfti tillit til en ekkert slíkt væri í kortunum. Það væri löngu tímabært að oddviti Suðurlands tæki sæti í ríkisstjórn.

Þá neitaði hann því að Jón yrði mögulega færður til í annað ráðherraembætti.

Þar sem ekkert bólar á ráðherraskiptum miðað við svarleysi Bjarna og svör frá Guðrúnu þá vekur athygli að Jón hefur boðað nýtt frumvarp næsta haust. Í frétt Morgunblaðsins frá 15. apríl síðastliðnum segir að lög um fjárhættuspil séu í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu en í fréttinni var Jón spurður út í vinnu ráðuneytisins er snýr að breytingum á sviði happdrættismála. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár