Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni: Hátt spennustig á Íslandi birtist í mikilli einkaneyslu

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ir að á Ís­landi sé „hátt spennu­stig“ sem birt­ist með­al ann­ars í mik­illi einka­neyslu. „Við er­um sem þjóð­fé­lag nú að taka út lífs­kjör sem ekki eru lang­tíma­for­send­ur fyr­ir.“ Ráð­herr­ann var spurð­ur á þingi í dag hvort hann teldi að rík­is­stjórn­in bæri ein­hverja ábyrgð á auk­inni verð­bólgu og hækk­andi vaxta­stigi.

Bjarni: Hátt spennustig á Íslandi birtist í mikilli einkaneyslu
Stilla saman aðgerðir Bjarni segir að stilla þurfi saman aðgerðir á vinnumarkaði við vaxtahækkanir Seðlabankans. Mynd: Bára Huld Beck

„Verðbólgan á Íslandi er ekki heimatilbúið fyrirbæri að öllu leyti,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. „Við erum að hluta til að eiga við fjölþætt, sem sagt fjölþætt áhrif. Eins og fram kom hjá Seðlabankanum í gær þá liggja rætur verðbólgunnar núna mjög víða.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði Bjarna meðal annars hvort hann ætlaði ekkert að gera vegna versnandi efnahagsástands. „Ætlar hann ekki að koma fram með tillögur um aðgerðir sem koma í veg fyrir tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð?“ spurði hún og vísaði þar í hækkun gærdagsins. 

Hættan við afneitun er aðgerðaleysi

Þorgerður Katrín rifjaði upp þegar hún hóf fyrirspurn sína að fyrir viku síðan hefði hún spurt ráðherrann út í stöðuna í efnahagsmálum og „tilhneigingu margra stjórnarliða og reyndar fleiri til að kenna almenningi um stöðuna þá eins og áður“. 

Þorgerður Katrín

„Þá eins og áður tók ráðherrann enga ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi og vísaði helst í ósjálfbærar launahækkanir. Reyndar hefur stór hluti vinnumarkaðarins axlað sína ábyrgð á stöðunni, gerði það við lok síðasta árs og stuðlaði þar með að auknum stöðugleika. Ríkisstjórnin hins vegar afneitar sinni ábyrgð á verðbólgunni og hærri vöxtum en með aðgerðum sínum í fjárlagafrumvarpinu var bálið tendrað. Það logar enn og það er í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði hún. 

Spurði Þorgerður Katrín hvort Bjarni væri „enn sömu skoðunar“, að ríkisstjórnin bæri enga ábyrgð á því að nú í ellefta sinn í röð hækkaði Seðlabankinn stýrivextina. Væri þessi afstaða ráðherra lóð hans á vogarskálarnar til að stilla til friðar á vinnumarkaði sem nú logaði stafnanna á milli. Hún sagði að ekkert traust ríkti og það besta sem fjármálaráðherra þessarar ríkisstjórnar gæti nú boðið upp á væri afneitun á hlut ríkisstjórnarinnar í eigin þenslu. 

„Hættan við afneitun er aðgerðaleysi og við megum ekki við því núna,“ sagði hún og spurði Bjarna hvort einhverjar áætlanir væru hjá ríkisstjórninni um að reyna að vinna strax gegn verðbólgu, til að ganga í takti meðal annars með seðlabankastjóra og stórum hluta vinnumarkaðar. „Munum við til að mynda sjá strax aðhaldsaðgerðir hjá ríkisstjórninni og ríkisvaldinu og sparnað í ríkisrekstri?“ spurði hún. 

Hefur áhyggjur af nýjustu verðbólgumælingunni eins og aðrir

Bjarni steig í pontu og sagði að á undanförnum árum væri hægt að sjá stöðugan kaupmáttarvöxt hjá nær öllum tekjutíundum. „Að því marki sem háttvirtur þingmaður heldur því fram að kjör fólksins í landinu séu háð því hvernig ríkisstjórnin stendur sig þá hlýtur það að vera þannig að ríkisstjórnin geti stært sig mjög vel af því hvernig til hefur tekist undanfarin ár. Það er meira að segja þannig, þrátt fyrir þá verðbólgu sem nú mælist, að því er spáð að kaupmáttur haldi áfram að vaxa.“ 

Hann sagðist hafa áhyggjur af nýjustu verðbólgumælingunni eins og aðrir. „Ég hef hins vegar bent á það hér í þessum ræðustól að af þeirri 9,9 prósent af verðbólgu sem nú mælist er ekki hægt að rekja til aðgerða ríkisstjórnarinnar nú um áramótin nema um 0,4–0,5 prósent í tengslum við gjaldabreytingarnar.“ Ráðherrann sagði jafnframt að ef Þorgerður Katrín hefði ekki áhyggjur af því með sama hætti og Seðlabankinn, sem hefði lýst djúpum áhyggjum af því í gær að laun á Íslandi hefðu hækkað umfram framleiðnivöxt núna um allnokkurt skeið, þá teldi hann að þingmaðurinn væri á villigötum. 

„Það er ekki rétt ef gefið var í skyn hér að ég hafi rætt um það á undanförnum vikum að almenningur bæri ábyrgð á verðbólgunni. Ég hef bara aldrei sagt neitt slíkt og ég þarf að bera það af mér í annað skipti hér á einni viku að ég hafi sagt eitthvað slíkt. Ég hef bara ekkert verið að ræða það. Það er hins vegar staðreynd að á Íslandi núna er hátt spennustig og það birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu og við erum sem þjóðfélag nú að taka út lífskjör sem ekki eru langtímaforsendur fyrir. Það er þess vegna hætt við því að við munum þurfa að skila einhverju af því til baka, til dæmis með töpuðum kaupmætti. Verkefnið núna er að stilla saman ríkisfjármálin sem ég legg áherslu á að til næstu ára sýni afkomubata ár frá ári. Það er það sem ríkisfjármálin eiga að leggja á vogarskálarnar núna,“ sagði Bjarni. 

Talar um skýr skilaboð af hálfu Seðlabankans

Þorgerður Katrín spurði í annað sinn og sagði að ráðherrann talaði um að ekki mætti leita að sökudólgum. „En samt er það þannig að seðlabankastjóri, fyrir áramót, við afgreiðslu fjárlaga, og Samtök atvinnulífsins bentu eindregið á að þensla ríkisútgjalda væri allt of mikil og væri ekki hjálpleg í baráttunni við verðbólguna. Þetta eru mjög skýr skilaboð af hálfu Seðlabankans. En það var auðvitað eins og fyrri daginn, að fjármálaráðherra kemur hingað upp og þrumar út úr sér einhverjum hagstærðum og prósentum eins og það sé bara sérstakt listform. Og auðvitað skyldi engan undra, hann er búinn að sitja sem fjármálaráðherra í um það bil áratug,“ sagði hún. 

Spurði Þorgerður Katrín hvort Bjarni teldi sig og sína ríkisstjórn ekki bera neina ábyrgð á því að Seðlabankinn væri „skilinn eftir“ og hækkaði vexti í ellefta sinn í röð í „þessu lágvaxtalandi sem Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti mjög grimmilega fyrir síðustu kosningar og bauð kjósendum upp á“. 

„Ætlar hann ekkert að gera? Ætlar hann ekki að koma fram með tillögur um aðgerðir sem koma í veg fyrir tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð?“ spurði hún. 

Seðlabankinn „væntanlega hækkað vexti of hægt“

Bjarni vildi benda á í framhaldinu að verðbólgan á Íslandi væri ekki „heimatilbúið fyrirbæri“ að öllu leyti. 

„Verðbólga í Svíþjóð nú um mundir er til dæmis 12 prósent. Við erum að hluta til að eiga við fjölþætt, sem sagt fjölþætt áhrif. Eins og fram kom hjá Seðlabankanum í gær þá liggja rætur verðbólgunnar núna mjög víða,“ sagði hann. 

Ráðherrann vildi ekki meina að hann hefði sagt að ekki mætti leita að sökudólgum. „Þetta er bara rangt. Það sem ég er að benda á er kjarni málsins, að það muni engu skila fyrir almenning að velta ábyrgðinni á milli hinna einstöku aðila sem geta haft áhrif á stöðuna í framhaldinu. Það mun bara engu skila. Ég fullyrði það eins og ég hef margoft gert hér áður. Það sem þarf að gera er að stilla saman aðgerðir á vinnumarkaði við það sem Seðlabankinn er að gera. Ég hef nú manna mest verið að tala um að það þurfi að standa með Seðlabankanum. 

En Seðlabankinn situr uppi með það núna að hafa væntanlega hækkað vexti of hægt, vanspáð verðbólgu of oft og hefur hlutverki að gegna til að stilla af verðbólguvæntingar inn í framtíðina sem eru algerlega farnar úr böndunum. En hverju mun það skila að fara ofan í saumana á þessu? Það mun litlu skila fyrir fólkið í landinu. Það sem þarf að gera er að stilla saman aðgerðir og á ríkisfjármálahliðinni munum við bæta afkomuna ár frá ári,“ sagði hann að lokum. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
5
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
6
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
10
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
6
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
9
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu