Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir svigrúm til launahækkana takmarkað

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ir að ef hækka eigi laun þannig að all­ir verði sátt­ir þá þýði nú lít­ið að lýsa yf­ir ein­hverj­um áhyggj­um af verð­bólg­unni. All­ir op­in­ber­ir starfs­menn eigi rétt á því að fá kjara­bæt­ur í sam­ræmi við það svig­rúm sem sé til stað­ar. Þing­mað­ur Pírata spurði ráð­herr­ann út í kjara­mál hjúkr­un­ar­fræð­inga á þingi í dag.

Segir svigrúm til launahækkana takmarkað
Ef einhverjir fá meira þá fá aðrir minna Bjarni segir að ef sumir eiga að fá meira en aðrir þá þurfi hinir að fá minna. „Þetta er bara lögmál.“ Mynd: Bára Huld Beck

„Ég er einfaldlega kominn hingað til að benda á að svigrúmið er takmarkað. Ef við ætlum að hækka laun allra þannig að allir séu orðnir sáttir þá þýðir nú lítið að vera að lýsa yfir einhverjum áhyggjum af verðbólgu.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þegar hann ræddi kjaramál hjúkrunarfræðinga við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata. 

 Fáar hendur sinna mikilvægum störfum

Björn Leví sagði að samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hætti fjórði hver hjúkrunarfræðingur störfum innan fimm ára og væri helsta ástæðan sögð vera launakjör. 

„Starfsumhverfið er einnig óásættanlegt, til dæmis vegna álagsins sem felst í því hversu fáir eru á vakt hverju sinni, það eru fáar hendur að sinna mikilvægum störfum. Ef það kemur til verkfalla í heilbrigðiskerfinu, til dæmis hjá hjúkrunarfræðingum, sem hafa tvisvar í röð verið sendir í gerðardóm, þá gerist hins vegar dálítið merkilegt í heilbrigðiskerfinu. Mönnun eykst, þ.e. það verða fleiri hjúkrunarfræðingar á vakt. Ástæðan fyrir þessu eru öryggisviðmið sem gera ráð fyrir ákveðinni lágmarksþjónustu í verkföllum og athugið hér: Lágmarksþjónusta til að viðhalda öryggi er meiri en sú þjónusta sem nú er verið að veita. Stöldrum aðeins við og hugsum um þetta. Lágmarksþjónusta til að viðhalda öryggi í verkfalli er meiri en sú þjónusta sem nú er verið að veita,“ sagði hann. 

Lágmarksþjónustan meiri í verkfalliBjörn Leví segir að lágmarksþjónusta til að viðhalda öryggi í verkfalli hjúkrunarfræðinga sé meiri en sú þjónusta sem nú sé veitt.

Benti þingmaðurinn á að stjórnvöld hefðu sent hjúkrunarfræðinga tvisvar sinnum í röð í gerðardóm sem hefði komist að þeirri niðurstöðu að það væru að mati gerðardóms vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar væru „vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar“. Gerðardómur hefði síðan ekki hækkað laun þeirra með tilliti til niðurstöðunnar heldur varpað þeirri ábyrgð yfir á stjórnvöld. „Nú hefur fjármálaráðherra sagt oftar en einu sinni að fjárveitingar séu ekki vandi heilbrigðiskerfisins en samt eru laun hjúkrunarfræðinga ekki í samræmi við menntun og ábyrgð og er það ein helsta ástæða þess að hjúkrunarfræðingar hætta störfum.“

Björn Leví benti enn fremur á að nú væri aftur að koma að kjarasamningum og hefðu þeir ekki gengið vel undanfarið. Hann spurði ráðherrann hvað hann ætlaði að gera til að koma í veg fyrir að Íslendingar misstu þetta verðmæta starfsfólk án þess að setja inn meira fjármagn fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga með hærri laun til að geta að minnsta kosti sinnt lágmarksmönnun miðað við öryggisviðmið.

Ef sumir eiga að fá meira en aðrir þá þurfa hinir að fá minna

Bjarni svaraði og sagði að Björn Leví talaði þarna um eina af grundvallarstéttum íslenska heilbrigðiskerfisins, hjúkrunarfræðinga, og hvetti til þess að stjórnvöld gerðu betur við þá en aðra opinbera starfsmenn sem þau þyrfti að semja við. „Ég spyr: Hvers eiga sjúkraliðar að gjalda? Eða kennarar? Hvað með læknana? Hvað með aðra opinbera starfsmenn sem eiga nú í samtölum við ríkið um að fá bætt kjör?“ spurði ráðherrann. 

Spurði hann jafnframt hvort Björn Leví væri að leggja það til að stjórnvöld ættu að forgangsraða með þeim hætti að hjúkrunarfræðingar einir fengju hækkanir umfram það sem væri verið að semja um á almennum markaði. 

„En til þess að skapa það svigrúm þá þurfum við að semja um minna fyrir aðra. Þetta er alveg dæmigerð ræða. Til þess að fara ekki fram úr því heildarsvigrúmi sem almenni markaðurinn hefur skapað þá er alveg augljóst að ef sumir eiga að fá meira en aðrir þá þurfa hinir að fá minna. Þetta er bara lögmál. Nema menn vilji, eins og oft er gert í pólitíkinni, hunsa fyrsta lögmál hagfræðinnar sem er lögmálið um skort, að það er ekki endalaust til. Það er auðvitað vinsælt í þessum sal, umfram alla aðra sali á Íslandi, að vilja hunsa það lögmál og þykjast geta leyst hvers manns vanda með því að ausa úr sjóðum ríkissjóðs endalaust og skapa sjálfum sér vinsældir, að minnsta kosti tímabundið,“ sagði hann. 

„Nema menn vilji, eins og oft er gert í pólitíkinni, hunsa fyrsta lögmál hagfræðinnar sem er lögmálið um skort, að það er ekki endalaust til.“
Bjarni Benediktsson
Fjármála- og efnahagsráðherra

Svar ráðherrans við spurningu Björns Levís var að allir opinberir starfsmenn ættu rétt á því að fá kjarabætur í samræmi við það svigrúm sem væri til staðar. „Við munum síðan leita lausna til að mæta sérþörfum hvers hóps fyrir sig í þeim samningum sem nú standa yfir í ágætis jafnvægi við samninganefnd ríkisins vegna kjarasamningagerðar. Þar eru mörg mál uppi á borðum.“

Hann sagði að stjórnvöld gætu ekki lofað því sem Björn Leví hefði kallað eftir að taka „einstakar stéttir fram yfir aðrar“ vegna þess einfaldlega að það væri nákvæmlega engin sátt um það.

Heilbrigðiskerfið virkar ekki ef ekkert starfsfólkið er til staðar

Björn Leví steig aftur í pontu og sagði að hann hefði tekið hjúkrunarfræðinga sem dæmi. „Það var það sem ég sagði: Til dæmis. Ég er alveg sammála því að það megi taka sjúkraliða og lækna og ýmsa svoleiðis líka, en ég nefndi dæmi um það að það var niðurstaða gerðardóms sem sagði að þarna væri starfsstétt sem væri vanmetin. Ég er að biðja um að við horfum til þess, hvorki meira né minna en það – mjög einfalt mál,“ sagði hann. 

„Heilbrigðiskerfið virkar ekki ef það eru engir sjúkraliðar, heilbrigðiskerfið virkar ekki ef það eru engir hjúkrunarfræðingar og virkar ekki ef það eru engir læknar.“
Björn Leví Gunnarsson
Þingmaður Pírata

Þingmaðurinn lagði áherslu á að hérna væri verið að tala um forgangsröðun og sagðist hann vilja sjá forgangsröðun stjórnvalda. „Ekki til að gera upp á milli einstakra starfsstétta innan heilbrigðiskerfisins heldur upp á ákveðna sanngirni. Hvar er það sem stjórnvöld eru að forgangsraða umfram heilbrigðiskerfið, því að heilbrigðiskerfið virkar ekki ef það er ekki starfsfólk þar. Það er svo einfalt. Heilbrigðiskerfið virkar ekki ef það eru engir sjúkraliðar, heilbrigðiskerfið virkar ekki ef það eru engir hjúkrunarfræðingar og virkar ekki ef það eru engir læknar. Ef við tökum eina af þessum starfsstéttum burt þá virkar ekkert af þessu. Við þurfum að huga að því að niðurstaða gerðardóms er að þarna sé vanmat í gangi, og já, það þarf að svara því,“ sagði hann. 

Ætla að bera saman almenna markaðinn og hinn opinbera

Bjarni svaraði í annað sinn og sagði að eins og Birni Leví ætti að vera kunnugt um væri sérstök vinna í gangi til að fara í virðismat á störfum og bera saman almenna markaðinn og hinn opinbera. 

„En ég ætla að vekja athygli á því að við höfum hvergi annars staðar fjölgað jafn mikið í stöðugildum hjá hinu opinbera eins og á við í heilbrigðismálum og síðan hjá menntastofnunum en þar höfum við fjölgað um tæplega 1.400 starfsmenn frá árinu 2019. Nú er svo komið að 25 prósent af öllum stöðugildum ríkisins eru hjá Landspítalanum, 25 prósent af öllum stöðugildum,“ sagði hann. 

Ráðherrann taldi að Björn Leví hefði tekið „smá snúning“ á þessari fyrirspurn sinni í seinna skiptið sem hann kom upp. 

„Í fyrra skiptið vildi hann tala um hjúkrunarfræðinga. En þegar ég benti á að það væri erfitt að taka einstaka hópa út undan þá sagðist hann vera að tala fyrir hönd allra hópanna, að þeir ættu allir skilið að fá miklu hærri laun. Ég er einfaldlega kominn hingað til að benda á að svigrúmið er takmarkað. Ef við ætlum að hækka laun allra þannig að allir séu orðnir sáttir þá þýðir nú lítið að vera að lýsa yfir einhverjum áhyggjum af verðbólgu,“ sagði hann að lokum. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins.
    Segir svigrúm til launahækkana takmarkað!
    En hanns egin sjálftaka á launahækkunu til síns sjálfs eru bara náttúrulönál.
    Er það ekki ?
    Eða það virist svo vera hjá þessari gjörspilltu ríkisÓstjórn Banana lygveldis Íslands!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
8
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu