Mitt í verðbólgu og vaxtaáþján græða matvörukeðjur og bankar sem aldrei fyrr og sýna okkur að þau eru ekki á sama báti og við hin.
Fréttir
Verðbólga versnar og vextir hækkaðir um 0,75% í dag
Verðbólga og hagvöxtur aukast, samkvæmt nýrri yfirlýsingu peningastefnunefnd Seðlabankans. Hækkun meginvaxta Seðlabankans leiðir af sér tugþúsunda hækkun á greiðslum af dæmigerðu óverðtryggðu húsnæðisláni.
Aðsent
Jökull Sólberg Auðunsson
Nóg komið af vaxtabreytingum
Seðlabankar um allan heim standa andspænis aukinni verðbólgu í fyrsta skipti í fjölda ára. Frjó og áhugaverð umræða hefur verið um þær lausnir sem eru í boði. Margir trúa enn á mátt og virkni stýrivaxta en sífellt fleiri vilja sértækari aðgerðir og að vextir séu að öllu jafna lágir og stöðugri í gegnum hagsveiflur.
Fréttir
3
Hvað gerist næst? Funheitt hagkerfi Íslands fer í uppsveiflu
Líklegt er að greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilega vexti hækki strax um tugi þúsunda á mánuði eftir að Seðlabankinn hækkaði meginvexti.
FréttirSamherjamálið
Kæra Samherja gegn seðlabankafólki lá hjá lögreglu í tvö ár vegna gagnaöflunar
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Karl Ingi Vilbergsson, segir að gagnaöflun í kærumáli Samherja gegn starfsmönnum Seðlabanka Íslands hafi dregið það á langinn. Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segist aldrei hafa verið í nokkrum vafa um að málinu yrði vísað frá.
Fréttir
Ásgeir Seðlabankastjóri: „Það er mjög erfitt að fá Íslendinga til að hugsa um heildarhagsmuni“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að eitt af hlutverkum Seðlabanka Íslands sé að fá markaðsaðila eins og banka og lífeyrissjóði til að hugsa um heildarhagsmuni. Hann segir að ekki sé hægt að setja lög og reglur um allt og að bankinn þurfi að geta komið með tilmæli til markaðsaðila sem snúast um siðlega hegðun.
Fréttir
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Frumvarp um skref til afnáms verðtryggingar, sem ríkisstjórnin lofaði samhliða lífskjarasamningum, fellur ekki í kramið hjá aðilum vinnumarkaðarins, fjármálafyrirtækjum og Seðlabankanum.
FréttirSamherjamálið
Dómurinn í máli Þorsteins Más getur haft fordæmisgildi í 18 sambærilegum málum
Seðlabanki Íslands afturkallaði alls 19 ákvarðanir um sektir vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú gert Seðlabanka Íslands að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, bætur vegna kostnaðar hans við að sækja rétt sinn gagnvart bankanum. Dómurinn getur verið fordæmisgefandi fyrir aðra sem greiddu sektir.
Formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna svarar seðlabankastjóra, sem hefur sent bréf á lífeyrissjóði og hafið formlega könnun á útboði Icelandair. Formaður sjóðsins segir Icelandair hafa fallið í greiningu erlendra fagaðila, meðal annars á stjórnarháttum, samkeppni og verðmati.
Fréttir
Ásgeir lætur til skarar skríða gegn lífeyrissjóðunum - kannar útboð Icelandair
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti að könnun væri hafin á útboði Icelandair. Sent hefur verið bréf á lífeyrissjóði og farið fram á að þeir tryggi sjálfstæði stjórnarmanna. Ásgeir segir óeðlilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar. Stjórn lífeyrissjóð verzlunarmanna ákvað að taka ekki þátt í útboði Icelandair.
RannsóknSamherjaskjölin
Hljóðritaði samtal við fyrrverandi starfsmann Seðlabankans og skrifaði skýrslu um það fyrir Samherja
Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og ráðgjafi Samherja, fékk upplýsingar frá tveimur fyrrverandi starfsmönnum Seðlabanka Íslands um rannsókn bankans á Samherja. Annar starfsmaðurinn vissi ekki að Jón Óttar væri að vinna fyrir Samherja og vissi ekki að samtalið við hann væri hljóðritað. Seðlabankamál Samherja hefur opinberað nýjan verueika á Íslandi þar sem stórfyrirtæki beitir áður óþekktum aðferðum í baráttu sinni gegn opinberum stofnunum og fjölmiðlum.
Fréttir
Ekki pláss fyrir fjölmiðla í dómssalnum í Samherjamálinu
Aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja gegn Seðlabanka Íslands hófst í morgun. Dómssalurinn í málinu er svo lítill að ekki er pláss fyrir fjölmiðla inni í honum. Í málinu geta komð fram nýjar upplýsingar, sem hingað til hafa ekki verið opinberar, um rannsókn Seðlabankans á Samherja.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.