Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Arion banki greiðir sekt vegna ónógra peningaþvættisvarna

Ari­on banki fylg­ir í spor Ís­lands­banka og greið­ir háa sekt vegna margra og al­var­legra brota við fram­kvæmd varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.

Arion banki greiðir sekt vegna ónógra peningaþvættisvarna
Bankastjóri Arion banka Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka, sem þykir miður að hafa ekki staðið rétt að málum.

A

rion banki mun greiða sekt upp á 585 milljónir króna vegna annmarka í framkvæmd á áhættumati bankans vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Sátt hefur náðst við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands um greiðsluna.

Íslandsbanki gerði í júní sátt vegna sambærilegra annmarka og greiddi 570 milljónir króna. Bankinn hafði áður verið sektaður fyrir að hafa á svig við innri reglur bankans og heilbrigða viðskiptahætti við sölu á hlut í bankanum sjálfum. Greiddi hann 1,2 milljarða í þá sekt.

Fyrirtækið SaltPay, sem stundar greiðslumiðlun, fékk í árslok 2022 44 milljóna króna sekt, eftir harðar ákúrur frá Fjármálaeftirliti Seðlabankans um „víðtæka veikleika“.

Fjármálaeftirlitið gerði könnun sumarið 2022 á aðgerðum Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráningu og rekjanleika í upplýsingakerfum bankans í tengslum við þær aðgerðir. Komu fram annmarkar þegar kom að almennu áhættumati vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka og áhættumati samningssambanda og einstakra viðskipta. Einnig á framkvæmd áreiðanleikakannanna, reglubundins eftirlits og tilkynninga.

Arion lofar bótum

„Með sáttinni viðurkennir bankinn annmarka á framangreindri framkvæmd og þykir okkur miður að ekki hafi verið rétt staðið að málum á þessum tíma,“ segir í tilkynningu frá Arion banka.

Segist bankinn hafa unnið markvisst að því að efla fyrirkomulag varna gegn peningaþvætta. „Athugasemdum fjármálaeftirlitsins var strax tekið alvarlega og ráðist í allsherjar endurskoðun á framkvæmd þessara mála og er úrbótavinna langt á veg komin,“ segir í tilkynningunni.

Brotin mörg og alvarleg

Í tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu segir hins vegar að brotin hafi verið mrög og varðað marga grundvallarþætti. „Brot málsaðila varða áhættumat bankans á starfsemi vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum, nafnlaus viðskipti, framkvæmd áreiðanleikakannana á erlendum fjármálafyrirtækjum, framkvæmd aukinna áreiðanleikakannana, aðgerðir málsaðila í tengslum við viðskipti við áhættusamt ríki og reglubundið eftirlit með viðskiptum og viðskiptamönnum, þ.m.t. skráningu og rekjanleika reiðufjárviðskipta,“ segir í tilkynningunni frá fjármálaeftirlitinu.

„Þá teljast brotin alvarleg og nokkur brot eru ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2020,“ segir ennfremur. „Loks varða mörg brot viðskiptamenn og vörur sem teljast til mikillar áhættu með tilliti til peningaþvættis, s.s. reiðufjárviðskipti.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Það væru meiri tíðindi ef Arion Banki stundaði ekki peningaþvætti fyrir valda viðskiptavini. Þarf ekki annað en líta til hluthafahópsins og hvernig bankanum er stjórnað. Þar er valinn maður í hverju rúmi við að brjóta reglur á sem ógagnsæastan hátt
    0
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Gott að vita hvers eðlis hugsun stjórnenda bankans er sem er skýr út frá þessum áfellisdómi. Held að meira þurfi að breytast en ferlar ef stefnt er að varanlega breyttri hegðun.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Eru yfirtekin viðskifti Samherja við den norske bank ein af ástæðunum ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár