Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Leyndarmál Sigmundar Davíðs

Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir stefndi pabba sín­um Páli Samú­els­syni í des­em­ber 2006. Sumar­ið 2007 samd­ist um mál­ið ut­an dóm­stóla og hún fékk rúm­an millj­arð króna sem end­aði í Wintris Inc. í skatta­skjól­inu Tor­tólu. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur þag­að um pen­ing­ana á Tor­tólu síð­an sem og upp­kaup Wintris Inc. á kröf­um í bú föllnu bank­anna. Einn þekkt­asti skatta­skjóls­sér­fræð­ing­ur Evr­ópu, Tor­sten Fens­by, seg­ir að mál Sig­mund­ar Dav­íðs sé eins­dæmi í sögu Evr­ópu en bend­ir jafn­framt að eng­ar sann­an­ir um lög­brot hafi kom­ið fram þó spyrja mega spurn­inga um sið­ferði ís­lenska for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Leyndarmál Sigmundar Davíðs
Þrjú leyndarmál Wintris-málið hefur varpað ljósi á að minnsta kosti þrjú mál sem tengjast Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra sem kalla má leyndarmál hans. Hvernig kona hans og hann eignuðust rúman milljarð króna árið 2007, hvernig þau geymdu þessa peninga í félaginu Wintris í skattaskjólinu Tortólu og þá staðreynd að Wintris keypti upp kröfur á íslensku bankana þrjá fyrir rúman milljarð króna og hafa hjónin því haft beina hagsmuni af uppgjörum slitabúanna. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

Eitt stærsta leyndarmál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans, Önnur Sigurlaugar Pálsdóttur, hefur í gegnum árin verið það hvernig þau efnuðust um rúmlega milljarð króna fyrir bankahrunið 2008. Í fjölmiðlum hafa hingað til komið fram óstaðfestar upplýsingar um að Anna Sigurlaug hafi fengið fyrirframgreiddan arf frá föður sínum, Páli Samúelssyni, en nákvæmlega hvernig það gerðist hefur aldrei verið upplýst með ítarlegum hætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár