Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna gagnvart viðmælendum eða starfsfólki eins og SVT og Jóhannes Kristjánsson sýndu af sér í þessu tilfelli. Satt að segja á ég erfitt með að finna annað eins dæmi í lífi mínu almennt um fólk sem hefur sýnt af sér hegðun sem kemst í hálfkvisti við þetta,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, í löngum pistli sem hann birti á vefsíðu sinni í dag.

Þar fjallar hann um samskipti sín við Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavik Media og sjónvarpsmenn hjá sænska ríkissjónvarpinu í aðdraganda hins fræga viðtals í ráðherrabústaðnum sem varð Sigmundi Davíð að falli síðasta vor.

Greinir Jóhannes frá því að í byrjun mars hefði hann fengið símtöl og tölvupósta frá Jóhannesi Kr. þar sem óskað var eftir viðtali við forsætisráðherra fyrir sænska ríkissjónvarpið. „Jóhannes kynnti sig sem milligönguaðila og það staðfestu Svíarnir.  Það var lygi,“ skrifar Jóhannes Þór og bætir við: „Í kjölfarið sendi Sven Bergman til mín yfirlit um hvað SVT vildi ræða í viðtalinu. Þar var vel útlistað að þeir vildu fjalla um sænska húsnæðismarkaðinn og heyra um reynslu Íslendinga í því efni, uppbyggingu eftir efnahagshrunið og hversu vel Ísland væri búið undir aðra niðursveiflu. Þá hefðu þeir áhuga á að heyra af baráttu forsætisráðherra gegn Icesave og kröfuhöfum föllnu bankanna. Allt í þessum samskiptum var líka lygi.“

Fullyrðir Jóhannes að óheiðarleikinn hafi haldið áfram eftir að viðtalinu lauk. „Þá ræddi ég við þá báða, bað um skýringar á þessari hegðun (sem lítið var um) og óskaði skýrt eftir því að þeir hættu að mynda það samtal enda hafði ég ekki samþykkt að vera í mynd eða viðtali. Eftir að Bergman samþykkti það sá ég að myndatökumaður þeirra hélt áfram að mynda og ég þurfti að krefjast þess sérstaklega til að hann hætti loks, mjög fýldur á svip, eins og ég hefði tekið af honum sleikjó,“ skrifar hann.

Í niðurlagi pistilsins viðurkennir Jóhannes að fólk sem vinni við stjórnmál sé ekki óskeikult. „Ég er það sannarlega ekki og geri fullt af mistökum sem ég reyni að læra af, biðjast afsökunar á og bæta mig. En fólk sem vinnur við fjölmiðla er það ekki heldur. Þegar ég hef nefnt yfirlýsingu endurskoðenda KPMG um skattgreiðslur hef ég merkilega oft heyrt fréttamenn segja eitthvað á þá leið að það sé lítið mark takandi á því, ég verði að gera mér grein fyrir því að öll endurskoðendastéttin hafi beðið afhroð í hruninu. Það þykir mér nokkuð djörf staðhæfing. Og mér hefur flogið í hug þegar þetta er nefnt við mig að ef þetta eru rökin sem fjölmiðlafólk tekur sér í munn til að afskrifa trúverðugleika heillar stéttar manna og neita að taka mark á því sem þeir senda frá sér, ættu þeir sömu mögulega að staldra við og líta í eigin barm og fletta upp köflunum um fjölmiðla í Rannsóknarskýrslu Alþingis um hrunið. Við höfum nefnilega öll gott af að bæta okkur.“

Hér má lesa pistilinn í heild

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár