Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir viðtal sitt „varpa ljósi á óvönduð vinnubrögð fjölmiðla“

Stefán Ein­ar Stef­áns­son, blaða­mað­ur á Morg­un­blað­inu, seg­ir upp­lýs­ing­ar úr við­tali sínu við Önnu Sig­ur­laugu Páls­dótt­ur varða alla þjóð­ina. Reykja­vik Media, Kast­ljós og Upp­drag Granskn­ing segja full­yrð­ing­ar í við­tal­inu hins veg­ar rang­ar.

Segir viðtal sitt „varpa ljósi á óvönduð vinnubrögð fjölmiðla“

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir að viðtal sitt við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, varpi ljósi á óvönduð vinnubrögð fjölmiðla. „Í viðtalinu koma í fyrsta sinn fram upplýsingar sem varða alla þjóðina og varpa ljósi á óvönduð vinnubrögð fjölmiðla,“ skrifar Stefán á Facebook.

Viðtal hans við Önnu Sigurlaugu, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn sem dreift var frítt inn á heimili landsmanna, hefur vakið talsverða athygli. Fullyrti Anna að þau Sigmundur hefðu afhent fjölmiðlamönnum ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um eign­ar­halds­fé­lagið Wintris í aðdrag­anda þess að Kastljós fjallaði um Panama-skjölin þann 3. apríl  síðastliðinn. „Í þætt­in­um var hvergi vikið að þeim út­skýr­ing­um sem tí­undaðar voru í svör­un­um,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins.

Í yfirlýsingu sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljós og umsjónarmenn sænska fréttaþáttarins Uppdrag Granskning kemur fram að full­yrðing­ar Önnu Sig­ur­laug­ar í Morg­un­blaðinu séu rang­ar. „Þáverandi forsætisráðherra var vissulega sendur ítarlegur spurningalisti. Við þeim spurningum fengust ekki svör, þótt þær væru ítrekaðar. Lykilspurningum sem lúta að Wintris Inc. var því aldrei svarað. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs vísaði í bloggfærslu Sigmundar og yfirlýsingu KPMG. Hann sendi blaðamönnum Süddeutsche Zeitung einnig skjal sem svar við spurningalista þeirra, en því miður fólust ekki í því svör við þeim spurningum sem þar höfðu verið lagðar fram,“ segir í yfirlýsingunni. 

Þá hefur komið fram að Sigmundi Davíð var ítrekað boðið að koma í annað viðtal þar sem rætt yrði ítarlega um Wintris-málið. Þáverandi forsætisráðherra hafnaði því boði en bauðst hins vegar til að hitta blaðamenn á óformlegum leynifundi.

Svo virðist sem fjöldi stjórnmálamanna og blaðamanna sé sammála Stefáni Einari um að fjölmiðlar hafi gerst sekir um óvönduð vinnubrögð í umfjöllun um Wintris-málið. Á meðal þeirra sem læka færslu hans á Facebook eru Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Birkir Jón Jónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Eggert Skúlason, fyrrverandi ritstjóri DV, Björn Jón Bragason, ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs og Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár