Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir viðtal sitt „varpa ljósi á óvönduð vinnubrögð fjölmiðla“

Stefán Ein­ar Stef­áns­son, blaða­mað­ur á Morg­un­blað­inu, seg­ir upp­lýs­ing­ar úr við­tali sínu við Önnu Sig­ur­laugu Páls­dótt­ur varða alla þjóð­ina. Reykja­vik Media, Kast­ljós og Upp­drag Granskn­ing segja full­yrð­ing­ar í við­tal­inu hins veg­ar rang­ar.

Segir viðtal sitt „varpa ljósi á óvönduð vinnubrögð fjölmiðla“

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir að viðtal sitt við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, varpi ljósi á óvönduð vinnubrögð fjölmiðla. „Í viðtalinu koma í fyrsta sinn fram upplýsingar sem varða alla þjóðina og varpa ljósi á óvönduð vinnubrögð fjölmiðla,“ skrifar Stefán á Facebook.

Viðtal hans við Önnu Sigurlaugu, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn sem dreift var frítt inn á heimili landsmanna, hefur vakið talsverða athygli. Fullyrti Anna að þau Sigmundur hefðu afhent fjölmiðlamönnum ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um eign­ar­halds­fé­lagið Wintris í aðdrag­anda þess að Kastljós fjallaði um Panama-skjölin þann 3. apríl  síðastliðinn. „Í þætt­in­um var hvergi vikið að þeim út­skýr­ing­um sem tí­undaðar voru í svör­un­um,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins.

Í yfirlýsingu sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljós og umsjónarmenn sænska fréttaþáttarins Uppdrag Granskning kemur fram að full­yrðing­ar Önnu Sig­ur­laug­ar í Morg­un­blaðinu séu rang­ar. „Þáverandi forsætisráðherra var vissulega sendur ítarlegur spurningalisti. Við þeim spurningum fengust ekki svör, þótt þær væru ítrekaðar. Lykilspurningum sem lúta að Wintris Inc. var því aldrei svarað. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs vísaði í bloggfærslu Sigmundar og yfirlýsingu KPMG. Hann sendi blaðamönnum Süddeutsche Zeitung einnig skjal sem svar við spurningalista þeirra, en því miður fólust ekki í því svör við þeim spurningum sem þar höfðu verið lagðar fram,“ segir í yfirlýsingunni. 

Þá hefur komið fram að Sigmundi Davíð var ítrekað boðið að koma í annað viðtal þar sem rætt yrði ítarlega um Wintris-málið. Þáverandi forsætisráðherra hafnaði því boði en bauðst hins vegar til að hitta blaðamenn á óformlegum leynifundi.

Svo virðist sem fjöldi stjórnmálamanna og blaðamanna sé sammála Stefáni Einari um að fjölmiðlar hafi gerst sekir um óvönduð vinnubrögð í umfjöllun um Wintris-málið. Á meðal þeirra sem læka færslu hans á Facebook eru Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Birkir Jón Jónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Eggert Skúlason, fyrrverandi ritstjóri DV, Björn Jón Bragason, ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs og Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár