Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur sagði ósatt í gær - boðað til þingflokksfundar

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, hélt því fram í kapp­ræð­um Rík­is­sjón­varps­ins að hann hefði aldrei átt af­l­ands­fé­lag­ið Wintris. Papp­ír­ar sýna að það var rangt.

Sigmundur sagði ósatt í gær - boðað til þingflokksfundar
Sigmundur Davíð Afneitaði því að hafa átt Wintris, þótt skjal sýni annað, og afneitaði því að kosningum hefði verið flýtt vegna afsagnar hans, þótt það hafi verið tilkynnt opinberlega. Mynd: RÚV

Þingflokkur Framsóknarflokksins boðaði til fundar í dag klukkan 13.

Þingflokksformaður og þingmaður flokksins neituðu að svara því hvort fundurinn varðaði stöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en sú var þó raunin. 

„Ekkert komment um hann,“ sagði Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður þegar Stundin ræddi við hann. Stundin náði tali af Þórunni Egilsdóttur, varaformanni þingflokksins, og spurði um efni fundarins. „Ég er ekki með fundarboðið fyrir framan mig þannig ég get ekki gefið það upp,“ svaraði hún. Spurð hvort það væri rétt sem fram kæmi í frétt RÚV af málinu, að hluti þingflokksins hefði boðað til fundarins vegna óánægju með formann flokksins, sagði Þórunn: „Ég get ekki staðfest það.“

Eftir fundinn lýsti þingflokkurinn yfir stuðningi við Sigmund Davíð sem formann. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður hefur hins vegar lýst yfir mótframboð í formannsstól á flokksþinginu 1. október. 

Sigmundur afneitaði öllu málinu

Sigmundur hóf fyrstu kappræður kosningabaráttunar í gær á því að afneita Wintris-málinu, stærsta pólitíska fréttamáli ársins, sem vakti heimsathygli og leiddi til afsagnar hans sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennra mótmæla.

Í kappræðunum í gær sagðist Sigmundur aldrei hafa átt félagið Wintris Inc á Tortólu. Skjöl sem birt hafa verið opinberlega sýna hins vegar að hann var skráður eigandi ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Sigmundur var skráður eigandi Wintris þegar félagið gerði kröfu upp á rúmlega hálfan milljarð króna í þrotabú bankanna, en Sigmundur hefur sem stjórnmálamaður haft ríka aðkomu að málefnum sem tengjast kröfuhöfum. 

SkjaliðSýnir eignarhald Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Wintris, sem hann afneitaði aftur í gær.

Sigmundur gaf ekki upp eignarhald sitt á Wintris, jafnvel þótt siðareglur ráðherra kveði skýrt á um að hann beri að upplýsa um tilfelli þegar persónulegir hagsmunir hans stangist á við almannahagsmuni, hvort sem um er að ræða hann sjálfan eða fjölskyldumeðlim hans.

Staða Sigmundar braut gegn siðareglum ráðherra

Í siðareglum ráðherra, sem settar voru til að forðast spillingu, segir: 

„Ráðherra forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar og gætir þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín. Takist honum ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“

Auk þess segir að ráðherra beiti sér fyrir því innan ráðuneytis og stofnana sem heyra undir hann að „tekið sé á hagsmunaárekstrum strax og þeir koma upp og hann fær vitneskju þar um.“ Þá „skal hann beita sér fyrir því að starfsfólk sé sér meðvitað um mögulega hagsmunaárekstra og leiðir til að koma í veg fyrir þá.“

Loks gefa siðareglurnar forsætisráðherranum, í þessu tilfelli Sigmundi Davíðs, það hlutverk að kalla eftir upplýsingum um hagsmunaárekstra eins og þá sem Sigmundur var í. „Ráðherra upplýsir um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstum ... Forsætisráðherra getur í samráði við ríkisstjórn ákveðið að kalla með skipu­lögðum hætti eftir frekari upplýsingum um hagsmunatengsl ráðherra sem birtar yrðu almenningi.“

Sigmundur Davíð var því í rúmlega 500 milljóna króna hagsmunaárekstri við almannahag án þess að láta vita af því, þótt hann hefði þá skyldu að gera það og sjá til þess að aðrir geri það.

Eignarhald SigmundarMyndræn útskýring alþjóðlegu blaðamannasamtakanna ICIJ á tengslum Sigmundar Davíðs við Wintris.

Sigmundur var spurður í gær út í siðferðislegu hliðina: „Þér finnst sem sagt ekkert athugavert við það að forsætisráðherra eigi eignir á aflandssvæðum?“

„Ég á ekki og hef aldrei átt aflandsfélag.“

Sigmundur var minntur á að hann hefði átt félag með eiginkonu sinni, þar til hún keypti það af honum á einn Bandaríkjadal, eða rúmlega 100 krónur daginn áður en ný skattalög tóku gildi sem tóku á aflandsfélögum. 

Þegar hagsmunaárekstur Sigmundar var afhjúpaður í þætti Jóhannesar Kr. Kristjánssonar sagði Sigmundur ósatt og gekk út úr viðtalinu. Upptaka úr þættinum sést hér fyrir neðan ásamt yfirlýsingum Sigmundar í gær.

Afneitaði orsök flýtingu kosninganna

Í kappræðunum í gær afneitaði Sigmundur því einnig að kosningum hefði verið flýtt vegna afsagnar hans. Þá sagðist hann einungis hafa stigið til hliðar tímabundið. 

Sigmundur var spurður að því í gær hvers vegna hann hefði aldrei beðist afsökunar á Wintris-málinu. Hann byrjaði á því að leiðrétta spyrilinn. 

„Í fyrsta lagi verð ég nú að gera athugasemd við það að það sé verið að kjósa snemma vegna þessa máls sem þú rekur. Ég steig til hliðar á meðan að það mál var að skýrast. Sem það hefur svo sannarlega gert núna.“

Athugasemd Sigmundar í gær, um að ekki væri verið að kjósa vegna Wintris-málsins, gengur gegn yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í kjölfar tilkynningar á afsögn Sigmundar í apríl síðastliðnum. Bjarni sagði stjórnarflokkana hafa brugðist við með sögulegum hætti með því að forsætisráðherra segði af sér. „Í hans stól mun setj­ast Sig­urður Ingi í sam­ræmi við fyrri verka­skipt­ingu flokk­anna ...En við ætl­um að stíga viðbót­ar­skref til þess að mæta kröf­um um að virkja lýðræðið í land­inu og til að koma til móts við þá stöðu sem hef­ur mynd­ast þá hyggj­umst við stefna að því að halda kosn­ing­ar í haust og stytta þar með kjör­tíma­bilið um eitt lög­gjaf­arþing.“

Síðar átti Sigmundur Davíð eftir að berjast gegn því að kosningum yrði flýtt, eins og kynnt hafði verið við afsögn hans. 

Sagði ósatt um vinnubrögð RÚV

Sigmundur kvartaði undan því að hafa ekki fengið tækifæri til að útskýra mál sitt. 

„Það er gott eftir alla þessa mánuði að þið skulið loksins gefa tækifæri til þess að láta hið rétta koma fram í þessu.“

Bogi Ágústsson, fréttamaður RÚV, hefur hins vegar útskýrt hvernig Sigmundur forðaðist ítrekað að svara þegar eftir því var leitað. „Ég hef verið að velta því fyrir mér, vegna þess að ég starfa nú á fréttastofu, sem burtséð frá deginum í dag, tekur sig býsna alvarlega, og reynir að segja eins sannar og réttar fréttir og mögulegt er, hvernig hefði það gengið í Bretlandi, ef eitthvað svipað hefði komið fyrir David Cameron, og hann hefði neitað BBC um viðtal, í allan þennan tíma sem hann hefur gert. Við höfum á hverjum einasta degi reynt að ná í hann og fáum alltaf afsvar.“

Sigmundur var loks spurður í gærkvöldi hvort hann sæi enga ástæðu til að biðjast afsökunar.

„Við ætlum kannski bara að koma því á hreint. Þú, sem sagt, eftir allt sem á undan er gengið, alla þá atburðarás sem við lýstum hér áðan, og atburði sumarsins, þú sérð enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á Wintris-málinu?“

„Jú, jú, ég nefndi það, ég gæti beðist afsökunar á mörgum hlutum, en ég get ekki beðist afsökunar á því með hvaða hætti ákveðnir aðilar, meðal annars á vegum ykkar stofnunar, gengu fram í þessu máli.“

Þá endurtók Sigmundur, sem greindi aldrei frá hagsmunaárekstri sínum þrátt fyrir skýr tilmæli siðareglna um það og sagði ósatt í viðtali um málið, að hann hefði ekki falið neitt. „Í engu var reynt að fela nokkurn hlut.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
6
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.
Tillaga um aukinn meirhluta framkvæmdastjórn lögð fram á sáttarfundum
7
Fréttir

Til­laga um auk­inn meir­hluta fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sáttar­fund­um

Á sáttar­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmd­ar­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjalla um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
10
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
8
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
3
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
4
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
10
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár