Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Benedikt fundaði með styrkveitendum Viðreisnar í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum

Formað­ur Við­reisn­ar hitti for­stjóra Brims og HB Granda og fund­aði með þeim um sjáv­ar­út­vegs­mál dag­inn áð­ur en hann átti frum­kvæði að því að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um við Vinstri græn, Pírata og Sam­fylk­ingu var slit­ið. Út­gerð­ar­fé­lög­in veittu Við­reisn veg­lega styrki.

Benedikt fundaði með styrkveitendum Viðreisnar í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum
Úr stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt taldi að ekki næðist saman. Mynd: Pressphotos

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, fundaði með tveimur styrkveitendum flokksins úr hópi útgerðarmanna daginn áður en það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í lok nóvember 2016. 

Guðmundur Kristjánssonforstjóri Brims.

Hann hitti Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, og Guðmund Kristjánsson kenndan við Brim á skrifstofu þess síðarnefnda þann 22. nóvember og ræddi við þá um sjávarútvegsstefnu Viðreisnar. 

Samkvæmt upplýsingum sem Ríkisendurskoðun birti á dögunum styrktu bæði HB Grandi og Brim hf. Viðreisn um lögbundið hámarksframlag einstaklinga og lögaðila til stjórnmálasamtaka, í fyrra, eða um samtals 800 þúsund krónur.

Fundur Benedikts með Guðmundi og Vilhjálmi vakti fjölmiðlaathygli eftir að útvarpsmaðurinn Frosti Logason greindi frá því á Facebook að sést hefði til Benedikts við húsakynni Brims. Þá var hins vegar ekki vitað að Brim og HB Grandi væru í hópi þeirra fyrirtækja sem veittu hæstu styrkina til Viðreisnar. Sem kunnugt er hafði Viðreisn auglýst sig sem flokk almannahagsmuna gegn sérhagsmunum fyrir þingkosningar og sagst ætla að beita sér fyrir uppboðsleið í sjávarútvegi, aðgerð sem fulltrúar útgerðarinnar hafa hamast gegn.

„Ekki að ég sé ýja að einhverskonar samsæri hérna. En ef Benedikt hefur verið að funda með forsvarsmönnum Brims á Bræðraborgarstíg, daginn áður en hann tilkynnti Katrínu að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist, þá hlýtur það að hafa verið mjög örlagaríkur fundur,“ skrifaði Frosti. 

Benedikt brást illa við ummælum útvarpsmannsins og sakaði hann um lágkúru. Um leið viðurkenndi hann þó að hafa hitt útgerðarmennina og fundað með þeim um sjávarútvegsmál og sjávarútvegsstefnu Viðreisnar þegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm stóðu sem hæst. „Það er rétt að Guðmundur hafði samband við mig á þriðjudag og sagðist vilja skilja „þessar vitlausu hugmyndir Viðreisnar“ um markaðsleið í sjávarútvegi. Ég sagðist fagna því að fá að skýra þær fyrir honum og ætti einmitt lausan tíma klukkan fimm þennan dag. Við hittumst með Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni mínum, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni í HB Granda, sem Guðmundur sagði að hefði líka miklar efasemdir um tillögur Viðreisnar,“ skrifaði Benedikt.

Daginn eftir fundinn, þann 23. nóvember, greindi Benedikt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna sem fór þá með stjórnarmyndunarumboðið, frá því að hann hefði ekki sannfæringu fyrir því að stjórnarmyndun tækist og var viðræðunum slitið í kjölfarið. Haft var eftir fulltrúum annarra flokka í Stundinni að Viðreisn hefði sýnt litla samningaviðleitni; Benedikt hefði þagað á fundum og haft fátt til málanna að leggja. Viðreisn hefði staðið gegn því að ráðist yrði í auknar tekjuöflunaraðgerðir til að hægt væri að standa undir útgjaldaaukningu til heilbrigðismála og innviðafjárfestinga strax á árinu 2017. Á þessum tíma hafði þó náðst breið samstaða meðal flokkanna fimm um að látið yrði reyna á uppboð á aflaheimildum í einhverri mynd, að minnsta kosti í tilraunaskyni, en þá átti eftir greiða úr ýmsum álitamálum um útfærslu og framkvæmd slíkrar leiðar. 

Aftur var látið reyna á viðræður flokkanna fimm um stjórnarmyndun í desember þegar Píratar fóru með stjórnarmyndunarumboð forseta. Þá slitnaði einnig upp úr ferlinu vegna ólíkra áherslna Viðreisnar og Vinstri grænna, eða eftir að Benedikt óskaði eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur og tjáði henni þá skoðun sína að erfitt yrði að brúa bilið milli ólíkrar stefnu Viðreisnar og Vinstri grænna og velti fyrir sér hvort réttast væri að flokkarnir slitu viðræðunum í sameiningu. 

„Ég veit ekki hvað gerðist á þeim fundi en þetta minnti mig á það sem gerðist í fyrri viðræðum. Það var allt í einu engin trú á að þetta væri hægt,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata í viðtali við Stundina.

Stundin greindi frá því skömmu síðar að Katrín Jakobsdóttir hefði tjáð þingflokki Vinstri grænna að formaður Viðreisnar hefði sagst ekki haft trú á að viðræðurnar myndu skila árangri. Hann hefði hvatt til þess að þau færu sameiginlega með þau skilaboð inn á formannafundinn að of langt væri á milli flokkanna.

Viðreisnarfólk hefur þó kennt Vinstri grænum um að viðræðunum var slitið. „Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna,“ sagði í tilkynningu sem Viðreisn sendi út á sínum tíma. Þá hafa Píratar, m.a. Einar Brynjólfsson þingmaður flokksins, bent á Björn Val Gíslason, fráfarandi varaformann Vinstri grænna, en hann var einn af fulltrúum Vinstri grænna í fyrri stjórnarmyndunarviðræðunum og lét hafa eftir sér í fjölmiðlum, meðan þær seinni stóðu yfir, að betra væri að VG færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum heldur en að mynduð yrði hrein hægristjórn. 

Ekki náðist í Benedikt við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
2
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
5
FréttirStjórnarslit 2024

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
8
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu