Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Benedikt fundaði með Katrínu um hugsanleg viðræðuslit

Þing­flokk­ur Vinstri grænna vildi form­leg­ar við­ræð­ur en tvenn­um sög­um fer af fundi Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. „Það kom mér veru­lega á óvart þeg­ar við­ræðuslit­un­um var stillt þannig upp að frum­kvæð­ið að þeim hefði ein­ung­is kom­ið frá VG,“ seg­ir Katrín í sam­tali við Stund­ina.

Benedikt fundaði með Katrínu um hugsanleg viðræðuslit

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, fór á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, skömmu áður en formenn flokkanna fimm hittust á mánudag, og velti því upp hvort of erfitt yrði að brúa bilið milli ólíkrar stefnu Viðreisnar og Vinstri grænna í stjórnarmyndunarviðræðum.

Aðspurður um málið segir Benedikt að hann hafi spurt Katrínu hvort hún teldi flokkana vera að færast nær hvor öðrum og bent á að ef viðræðunum yrði slitið væri best að það yrði gert í sátt og samlyndi. 

Stundin hefur rætt við þingmenn tveggja þingflokka, auk annarra sem komu að stjórnarmyndunarviðræðunum, sem fullyrða hins vegar að atburðarásin hafi verið með þeim hætti að Benedikt hafi beðið Katrínu um að þau færu þess sameiginlega á leit að viðræðunum yrði slitið, enda væri langt á milli flokkanna, einkum í ríkisfjármálum. 

Benedikt fellst ekki á þessa lýsingu en bendir á að upplifun fólks geti verið mismunandi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik að kenna einum flokki um að upp úr slitnaði,“ segir hann og bætir því við að hann beri mikla virðingu fyrir prinsippfestu Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna í stjórnarmyndunarviðræðunum. Aðspurður hvort fundur þeirra Katrínar hafi verið af sama meiði og fundurinn sem þau áttu áður en fyrri viðræðum flokkanna var slitið í nóvember neitar hann því. „Ég get alveg tekið það á mig að hafa verið dálítið ósveigjanlegur þá, en sú var ekki raunin í þessum viðræðum,“ segir hann.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar tjáði Katrín Jakobsdóttir þingflokki Vinstri grænna að formaður Viðreisnar hefði ekki haft trú á að viðræðurnar myndu skila árangri. Hann hefði hvatt til þess að þau færu sameiginlega með þau skilaboð inn á formannafundinn að of langt væri á milli flokkanna. Voru þetta vonbrigði fyrir þingmenn Vinstri grænna sem þá höfðu samþykkt að veita Katrínu umboð til að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við hina fjóra flokkana.

Aðspurð um málið segir Katrín Jakobsdóttir hafa það fyrir reglu að vitna ekki í einkasamtöl í viðtölum við fjölmiðla. „En ég get samt alveg viðurkennt að það kom mér verulega á óvart þegar viðræðuslitunum var stillt þannig upp að frumkvæðið að þeim hefði einungis komið frá VG,“ segir hún. 

Á fundi formannanna lýsti Benedikt þeirri skoðun sinni að hann væri óviss um að flokkarnir væru að „færast eitthvað nær“. Eftir fundinn sendi Viðreisn út fréttatilkynningu þar sem ýjað var að því að viðræðunum hefði verið slitið vegna áherslna Vinstri grænna. „Því miður náðist (…) ekki samstaða um mikilvæg efnisatriði. Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna,“ sagði í tilkynningu Viðreisnar sem samkvæmt heimildum Stundarinnar hleypti illu blóði í þingmenn Vinstri grænna. Einn þeirra er Kolbeinn Óttarsson Proppé sem skrifaði pistil á vefsíðu sína í dag.

„Hafandi fylgst með ferlinu, bæði á fundum og í gegnum tilkynningar frá þeim, þá kom tilkynning þingflokks Viðreisnar um viðræðuslitin mér gríðarlega á óvart,“ skrifar Kolbeinn og bætir við:  „Þessi augljósa tilraun til að útmála Vinstri græn sem eina sökudólginn er með því óheiðarlegasta sem ég séð lengi. Nú var það gert, sem fulltrúar Viðreisnar höfðu þó sérstaklega tiltekið, að finna einn sökudólg. Það er gríðarlega miður þegar stjórnmálamenn eru tilbúnir til að hagræða sannleikanum eins og þeim hentar.“

Aðspurður hvort það komi honum á óvart að Katrín hafi túlkað orð hans á tveggja manna fundinum sem svo að Viðreisn hefði ekki áhuga á áframhaldandi viðræðum segir Benedikt ekki gott að segja til um það, enda geti upplifun fólks verið ólík. Þá segir hann að það hafi ekki verið neinn sérstakur tilgangur með fundinum af hans hálfu heldur hafi þau bara talað saman um stöðuna í örfáar mínútur.

Í viðtali við Birgittu Jónsdóttur, einn af þremur umboðsmönnum Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum, sem birtist í Stundinni á þriðjudag minntist hún sérstaklega á fund Benedikts og Katrínar. „Ég veit ekki hvað gerðist á þeim fundi en þetta minnti mig á það sem gerðist í fyrri viðræðum. Það var allt í einu engin trú á að þetta væri hægt,“ sagði Birgitta.

Í viðtalinu sagði hún einnig að fulltrúar Vinstri grænnu hefðu verið „að skoða skattaleiðir eins og matarskatt og eitthvað svoleiðis. En það gæti vel bitnað á þeim sem eiga litla peninga. Við Píratar erum ekkert á móti matarskatti, þannig, en við erum ekkert mjög hrifin af svona neyslustýringu. Svona móðurlegri ráðvendni ríkisvaldsins.“ Viðmælendur Stundarinnar úr Vinstri grænum þvertaka fyrir að hafa hvatt til hækkunar á matarskatti, þ.e. virðisaukaskatti á matvæli og aðra nauðsynjavöru, og viðmælendur Stundarinnar úr öðrum flokkum sem tóku þátt í viðræðunum taka í sama streng.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár