Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Benedikt fundaði með Katrínu um hugsanleg viðræðuslit

Þing­flokk­ur Vinstri grænna vildi form­leg­ar við­ræð­ur en tvenn­um sög­um fer af fundi Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. „Það kom mér veru­lega á óvart þeg­ar við­ræðuslit­un­um var stillt þannig upp að frum­kvæð­ið að þeim hefði ein­ung­is kom­ið frá VG,“ seg­ir Katrín í sam­tali við Stund­ina.

Benedikt fundaði með Katrínu um hugsanleg viðræðuslit

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, fór á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, skömmu áður en formenn flokkanna fimm hittust á mánudag, og velti því upp hvort of erfitt yrði að brúa bilið milli ólíkrar stefnu Viðreisnar og Vinstri grænna í stjórnarmyndunarviðræðum.

Aðspurður um málið segir Benedikt að hann hafi spurt Katrínu hvort hún teldi flokkana vera að færast nær hvor öðrum og bent á að ef viðræðunum yrði slitið væri best að það yrði gert í sátt og samlyndi. 

Stundin hefur rætt við þingmenn tveggja þingflokka, auk annarra sem komu að stjórnarmyndunarviðræðunum, sem fullyrða hins vegar að atburðarásin hafi verið með þeim hætti að Benedikt hafi beðið Katrínu um að þau færu þess sameiginlega á leit að viðræðunum yrði slitið, enda væri langt á milli flokkanna, einkum í ríkisfjármálum. 

Benedikt fellst ekki á þessa lýsingu en bendir á að upplifun fólks geti verið mismunandi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik að kenna einum flokki um að upp úr slitnaði,“ segir hann og bætir því við að hann beri mikla virðingu fyrir prinsippfestu Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna í stjórnarmyndunarviðræðunum. Aðspurður hvort fundur þeirra Katrínar hafi verið af sama meiði og fundurinn sem þau áttu áður en fyrri viðræðum flokkanna var slitið í nóvember neitar hann því. „Ég get alveg tekið það á mig að hafa verið dálítið ósveigjanlegur þá, en sú var ekki raunin í þessum viðræðum,“ segir hann.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar tjáði Katrín Jakobsdóttir þingflokki Vinstri grænna að formaður Viðreisnar hefði ekki haft trú á að viðræðurnar myndu skila árangri. Hann hefði hvatt til þess að þau færu sameiginlega með þau skilaboð inn á formannafundinn að of langt væri á milli flokkanna. Voru þetta vonbrigði fyrir þingmenn Vinstri grænna sem þá höfðu samþykkt að veita Katrínu umboð til að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við hina fjóra flokkana.

Aðspurð um málið segir Katrín Jakobsdóttir hafa það fyrir reglu að vitna ekki í einkasamtöl í viðtölum við fjölmiðla. „En ég get samt alveg viðurkennt að það kom mér verulega á óvart þegar viðræðuslitunum var stillt þannig upp að frumkvæðið að þeim hefði einungis komið frá VG,“ segir hún. 

Á fundi formannanna lýsti Benedikt þeirri skoðun sinni að hann væri óviss um að flokkarnir væru að „færast eitthvað nær“. Eftir fundinn sendi Viðreisn út fréttatilkynningu þar sem ýjað var að því að viðræðunum hefði verið slitið vegna áherslna Vinstri grænna. „Því miður náðist (…) ekki samstaða um mikilvæg efnisatriði. Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna,“ sagði í tilkynningu Viðreisnar sem samkvæmt heimildum Stundarinnar hleypti illu blóði í þingmenn Vinstri grænna. Einn þeirra er Kolbeinn Óttarsson Proppé sem skrifaði pistil á vefsíðu sína í dag.

„Hafandi fylgst með ferlinu, bæði á fundum og í gegnum tilkynningar frá þeim, þá kom tilkynning þingflokks Viðreisnar um viðræðuslitin mér gríðarlega á óvart,“ skrifar Kolbeinn og bætir við:  „Þessi augljósa tilraun til að útmála Vinstri græn sem eina sökudólginn er með því óheiðarlegasta sem ég séð lengi. Nú var það gert, sem fulltrúar Viðreisnar höfðu þó sérstaklega tiltekið, að finna einn sökudólg. Það er gríðarlega miður þegar stjórnmálamenn eru tilbúnir til að hagræða sannleikanum eins og þeim hentar.“

Aðspurður hvort það komi honum á óvart að Katrín hafi túlkað orð hans á tveggja manna fundinum sem svo að Viðreisn hefði ekki áhuga á áframhaldandi viðræðum segir Benedikt ekki gott að segja til um það, enda geti upplifun fólks verið ólík. Þá segir hann að það hafi ekki verið neinn sérstakur tilgangur með fundinum af hans hálfu heldur hafi þau bara talað saman um stöðuna í örfáar mínútur.

Í viðtali við Birgittu Jónsdóttur, einn af þremur umboðsmönnum Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum, sem birtist í Stundinni á þriðjudag minntist hún sérstaklega á fund Benedikts og Katrínar. „Ég veit ekki hvað gerðist á þeim fundi en þetta minnti mig á það sem gerðist í fyrri viðræðum. Það var allt í einu engin trú á að þetta væri hægt,“ sagði Birgitta.

Í viðtalinu sagði hún einnig að fulltrúar Vinstri grænnu hefðu verið „að skoða skattaleiðir eins og matarskatt og eitthvað svoleiðis. En það gæti vel bitnað á þeim sem eiga litla peninga. Við Píratar erum ekkert á móti matarskatti, þannig, en við erum ekkert mjög hrifin af svona neyslustýringu. Svona móðurlegri ráðvendni ríkisvaldsins.“ Viðmælendur Stundarinnar úr Vinstri grænum þvertaka fyrir að hafa hvatt til hækkunar á matarskatti, þ.e. virðisaukaskatti á matvæli og aðra nauðsynjavöru, og viðmælendur Stundarinnar úr öðrum flokkum sem tóku þátt í viðræðunum taka í sama streng.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár