Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Fyrr­ver­andi fé­lags­mála­ráð­herra seg­ir ekki hægt að halda fram­boði Braga Guð­brands­son­ar til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna til streitu fyrr en mál­ið sem Stund­in fjall­aði um á föstu­dag hef­ur ver­ið upp­lýst að fullu.

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu í forsíðuumfjöllun Stundarinnar á föstudag sé brýnt að niðurstöður velferðarráðuneytisins í kvörtunarmálum barnaverndarnefnda gegn Barnaverndarstofu verði birtar opinberlega sem allra fyrst. Ekki sé hægt að halda framboði Braga Guðbrandssonar til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til streitu fyrr en málið hafi verið upplýst að fullu. 

Stundin sló á þráðinn til Þorsteins á föstudaginn, en Þorsteinn var félags- og jafnréttisráðherra þegar kvartanir barnaverndarnefnda komu inn á borð velferðarráðuneytisins í fyrra. 

„Þetta kom þangað inn um miðjan nóvember, hálfum mánuði áður en ég fór úr ráðuneytinu. Ég setti af stað formlega rannsókn, enda taldi ég málið svo alvarlegt að rannsaka þyrfti það ofan í kjölinn. Það sem þið [Stundin] fjallið um varðar eina af þeim kvörtunum en í nóvember var málið ekki komið fram af þeirri nákvæmni sem birtist hjá ykkur. Það var hins vegar alveg ljóst að þarna var full ástæða til að fara mjög vandlega, og með formlegum hætti, yfir málið af hálfu ráðuneytisins.“

Þorsteinn segist ekki hafa haft spurnir af vinnu ráðuneytisins eftir að hann hvarf úr ráðherraembætti. Hins vegar liggi fyrir að málið var í formlegum rannsóknarfarvegi innan ráðuneytisins við stjórnarskiptin. 

„Þessar upplýsingar lágu að hluta til fyrir í ráðuneytinu þá, og væntanlega var fyllt upp í það síðan eftir því sem rannsókninni vatt fram. Ég held að það sé eðlileg krafa að ráðuneytið birti niðurstöður þessarar rannsóknar. Auðvitað verður að gæta að persónuverndarsjónarmiðum, en þarna er um að ræða formlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda. Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið hafi lokið rannsókninni og það er fullkomlega eðlileg krafa að niðurstöður þeirrar rannsóknar verði birtar,“ segir Þorsteinn. 

Hann bendir á að um er að ræða opinbera stofnun og forstjóra hennar, afskipti sem gerðar hafi verið alvarlegar athugasemdir við hvort séu eðlileg og innan ramma hans starfsskyldna. „Í svona alvarlegum málum hvílir mjög rík skylda á barnaverndaryfirvöldum að tryggja að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti,“ segir Þorsteinn.

„Í svona alvarlegum málum hvílir mjög rík
skylda á barnaverndaryfirvöldum að tryggja
að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti“

„Ég tel mjög eðlilegt, miðað við þær upplýsingar sem þarna hafa komið fram, að niðurstöður þessarar rannsóknar verði birtar og eðlilegt af hálfu velferðarnefndar að gera kröfu um að þessari leynd verði aflétt og niðurstöðurnar komi þá skýrt fram.“

Eins og Stundin greindi frá á föstudag hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra búið yfir ítarlegum upplýsingum um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmálinu í Hafnarfirði frá 31. janúar 2018. Þann 26. febrúar sagði Ásmundur Einar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að Bragi hefði ekki brotið af sér með neinum hætti og væri frambærilegur kandídat til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Á fundi velferðarnefndar tveimur dögum síðar lét Ásmundur ósagt að Bragi Guðbrandsson hefði beitt barnaverndarstarfsmann þrýstingi á sama tíma og hann átti ítrekuð samskipti við föður málsaðila og tilvísunarbréf vegna sama máls gleymdist í pósthólfi Barnahúss sem heyrði óbeint undir Braga. Þá lagði ráðherra engin gögn fyrir nefndina þótt hann hefði kallað eftir því að nefndin færi rækilega yfir málið. 

„Sé það raunin að hann hafi ekki greint nefndinni frá málinu með réttum hætti og haldið upplýsingum vísvitandi leyndum, þá er það gríðarlega alvarlegt. Sér í lagi í ljósi yfirlýsinga sinna í óundirbúnum fyrirspurnatíma tveimur dögum fyrr um að það væri mjög mikilvægt að nefndin færi mjög ítarlega yfir þetta mál,“ segir Þorsteinn. „Hann verður að standa skil á því gagnvart þinginu hver hin efnislega niðurstaða ráðuneytisins var og hverju það sætir að hann hafi ekki greint þingmönnum frá þessu á þessum tímapunkti.“

Þorsteinn segir mikilvægt að menn geri hreint fyrir sínum dyrum áður en framboðsfrestur til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna rennur út. „Það hlýtur að vera augljós krafa að það sé enginn slíkur skuggi hangandi yfir framboði Braga til þessa mikilvæga embættis, og þá er þeim mun mikilvægara að ráðuneytið birti niðurstöður sínar í þessari rannsókn svo menn geti lagst yfir þá efnislegu niðurstöðu og þann rökstuðning sem liggur að baki,“ segir hann.

„Hann verður að standa skil á því
gagnvart þinginu hver hin efnislega
niðurstaða ráðuneytisins var“

„Ráðuneytið hlýtur að hafa farið mjög vandlega efnislega yfir þær ásakanir sem þarna eru bornar fram og tekið afstöðu til þeirra. Ég tel liggja í augum uppi að ekki er hægt að halda þessu framboði til streitu án þess að málið sé upplýst að fullu og það sé þá skýrt að þarna hafi allt verið með eðlilegum hætti – sem ég held að megi allavega setja verulegar efasemdir við, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. 

Aðspurður hvort hann telji þetta mál eiga eitthvað sammerkt með því máli sem varð síðustu ríkisstjórn að falli segir Þorsteinn:

„Mér finnst þessi mál vera fyllilega sambærileg og þetta mál jafnvel alvarlegra ef raunin er sú að ráðherra leyndi þingið þessum upplýsingum vísvitandi, og það þrátt fyrir að hafa mætt fyrir velferðarnefnd sérstaklega til að gera grein fyrir málinu. Þeirri stöðu var aldrei til að dreifa í málinu sem kom upp í fyrra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár