Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Fyrr­ver­andi fé­lags­mála­ráð­herra seg­ir ekki hægt að halda fram­boði Braga Guð­brands­son­ar til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna til streitu fyrr en mál­ið sem Stund­in fjall­aði um á föstu­dag hef­ur ver­ið upp­lýst að fullu.

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu í forsíðuumfjöllun Stundarinnar á föstudag sé brýnt að niðurstöður velferðarráðuneytisins í kvörtunarmálum barnaverndarnefnda gegn Barnaverndarstofu verði birtar opinberlega sem allra fyrst. Ekki sé hægt að halda framboði Braga Guðbrandssonar til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til streitu fyrr en málið hafi verið upplýst að fullu. 

Stundin sló á þráðinn til Þorsteins á föstudaginn, en Þorsteinn var félags- og jafnréttisráðherra þegar kvartanir barnaverndarnefnda komu inn á borð velferðarráðuneytisins í fyrra. 

„Þetta kom þangað inn um miðjan nóvember, hálfum mánuði áður en ég fór úr ráðuneytinu. Ég setti af stað formlega rannsókn, enda taldi ég málið svo alvarlegt að rannsaka þyrfti það ofan í kjölinn. Það sem þið [Stundin] fjallið um varðar eina af þeim kvörtunum en í nóvember var málið ekki komið fram af þeirri nákvæmni sem birtist hjá ykkur. Það var hins vegar alveg ljóst að þarna var full ástæða til að fara mjög vandlega, og með formlegum hætti, yfir málið af hálfu ráðuneytisins.“

Þorsteinn segist ekki hafa haft spurnir af vinnu ráðuneytisins eftir að hann hvarf úr ráðherraembætti. Hins vegar liggi fyrir að málið var í formlegum rannsóknarfarvegi innan ráðuneytisins við stjórnarskiptin. 

„Þessar upplýsingar lágu að hluta til fyrir í ráðuneytinu þá, og væntanlega var fyllt upp í það síðan eftir því sem rannsókninni vatt fram. Ég held að það sé eðlileg krafa að ráðuneytið birti niðurstöður þessarar rannsóknar. Auðvitað verður að gæta að persónuverndarsjónarmiðum, en þarna er um að ræða formlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda. Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið hafi lokið rannsókninni og það er fullkomlega eðlileg krafa að niðurstöður þeirrar rannsóknar verði birtar,“ segir Þorsteinn. 

Hann bendir á að um er að ræða opinbera stofnun og forstjóra hennar, afskipti sem gerðar hafi verið alvarlegar athugasemdir við hvort séu eðlileg og innan ramma hans starfsskyldna. „Í svona alvarlegum málum hvílir mjög rík skylda á barnaverndaryfirvöldum að tryggja að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti,“ segir Þorsteinn.

„Í svona alvarlegum málum hvílir mjög rík
skylda á barnaverndaryfirvöldum að tryggja
að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti“

„Ég tel mjög eðlilegt, miðað við þær upplýsingar sem þarna hafa komið fram, að niðurstöður þessarar rannsóknar verði birtar og eðlilegt af hálfu velferðarnefndar að gera kröfu um að þessari leynd verði aflétt og niðurstöðurnar komi þá skýrt fram.“

Eins og Stundin greindi frá á föstudag hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra búið yfir ítarlegum upplýsingum um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmálinu í Hafnarfirði frá 31. janúar 2018. Þann 26. febrúar sagði Ásmundur Einar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að Bragi hefði ekki brotið af sér með neinum hætti og væri frambærilegur kandídat til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Á fundi velferðarnefndar tveimur dögum síðar lét Ásmundur ósagt að Bragi Guðbrandsson hefði beitt barnaverndarstarfsmann þrýstingi á sama tíma og hann átti ítrekuð samskipti við föður málsaðila og tilvísunarbréf vegna sama máls gleymdist í pósthólfi Barnahúss sem heyrði óbeint undir Braga. Þá lagði ráðherra engin gögn fyrir nefndina þótt hann hefði kallað eftir því að nefndin færi rækilega yfir málið. 

„Sé það raunin að hann hafi ekki greint nefndinni frá málinu með réttum hætti og haldið upplýsingum vísvitandi leyndum, þá er það gríðarlega alvarlegt. Sér í lagi í ljósi yfirlýsinga sinna í óundirbúnum fyrirspurnatíma tveimur dögum fyrr um að það væri mjög mikilvægt að nefndin færi mjög ítarlega yfir þetta mál,“ segir Þorsteinn. „Hann verður að standa skil á því gagnvart þinginu hver hin efnislega niðurstaða ráðuneytisins var og hverju það sætir að hann hafi ekki greint þingmönnum frá þessu á þessum tímapunkti.“

Þorsteinn segir mikilvægt að menn geri hreint fyrir sínum dyrum áður en framboðsfrestur til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna rennur út. „Það hlýtur að vera augljós krafa að það sé enginn slíkur skuggi hangandi yfir framboði Braga til þessa mikilvæga embættis, og þá er þeim mun mikilvægara að ráðuneytið birti niðurstöður sínar í þessari rannsókn svo menn geti lagst yfir þá efnislegu niðurstöðu og þann rökstuðning sem liggur að baki,“ segir hann.

„Hann verður að standa skil á því
gagnvart þinginu hver hin efnislega
niðurstaða ráðuneytisins var“

„Ráðuneytið hlýtur að hafa farið mjög vandlega efnislega yfir þær ásakanir sem þarna eru bornar fram og tekið afstöðu til þeirra. Ég tel liggja í augum uppi að ekki er hægt að halda þessu framboði til streitu án þess að málið sé upplýst að fullu og það sé þá skýrt að þarna hafi allt verið með eðlilegum hætti – sem ég held að megi allavega setja verulegar efasemdir við, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. 

Aðspurður hvort hann telji þetta mál eiga eitthvað sammerkt með því máli sem varð síðustu ríkisstjórn að falli segir Þorsteinn:

„Mér finnst þessi mál vera fyllilega sambærileg og þetta mál jafnvel alvarlegra ef raunin er sú að ráðherra leyndi þingið þessum upplýsingum vísvitandi, og það þrátt fyrir að hafa mætt fyrir velferðarnefnd sérstaklega til að gera grein fyrir málinu. Þeirri stöðu var aldrei til að dreifa í málinu sem kom upp í fyrra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár