Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Fyrr­ver­andi fé­lags­mála­ráð­herra seg­ir ekki hægt að halda fram­boði Braga Guð­brands­son­ar til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna til streitu fyrr en mál­ið sem Stund­in fjall­aði um á föstu­dag hef­ur ver­ið upp­lýst að fullu.

Þorsteinn: Jafnvel enn alvarlegra en málið sem varð síðustu ríkisstjórn að falli

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu í forsíðuumfjöllun Stundarinnar á föstudag sé brýnt að niðurstöður velferðarráðuneytisins í kvörtunarmálum barnaverndarnefnda gegn Barnaverndarstofu verði birtar opinberlega sem allra fyrst. Ekki sé hægt að halda framboði Braga Guðbrandssonar til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til streitu fyrr en málið hafi verið upplýst að fullu. 

Stundin sló á þráðinn til Þorsteins á föstudaginn, en Þorsteinn var félags- og jafnréttisráðherra þegar kvartanir barnaverndarnefnda komu inn á borð velferðarráðuneytisins í fyrra. 

„Þetta kom þangað inn um miðjan nóvember, hálfum mánuði áður en ég fór úr ráðuneytinu. Ég setti af stað formlega rannsókn, enda taldi ég málið svo alvarlegt að rannsaka þyrfti það ofan í kjölinn. Það sem þið [Stundin] fjallið um varðar eina af þeim kvörtunum en í nóvember var málið ekki komið fram af þeirri nákvæmni sem birtist hjá ykkur. Það var hins vegar alveg ljóst að þarna var full ástæða til að fara mjög vandlega, og með formlegum hætti, yfir málið af hálfu ráðuneytisins.“

Þorsteinn segist ekki hafa haft spurnir af vinnu ráðuneytisins eftir að hann hvarf úr ráðherraembætti. Hins vegar liggi fyrir að málið var í formlegum rannsóknarfarvegi innan ráðuneytisins við stjórnarskiptin. 

„Þessar upplýsingar lágu að hluta til fyrir í ráðuneytinu þá, og væntanlega var fyllt upp í það síðan eftir því sem rannsókninni vatt fram. Ég held að það sé eðlileg krafa að ráðuneytið birti niðurstöður þessarar rannsóknar. Auðvitað verður að gæta að persónuverndarsjónarmiðum, en þarna er um að ræða formlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda. Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið hafi lokið rannsókninni og það er fullkomlega eðlileg krafa að niðurstöður þeirrar rannsóknar verði birtar,“ segir Þorsteinn. 

Hann bendir á að um er að ræða opinbera stofnun og forstjóra hennar, afskipti sem gerðar hafi verið alvarlegar athugasemdir við hvort séu eðlileg og innan ramma hans starfsskyldna. „Í svona alvarlegum málum hvílir mjög rík skylda á barnaverndaryfirvöldum að tryggja að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti,“ segir Þorsteinn.

„Í svona alvarlegum málum hvílir mjög rík
skylda á barnaverndaryfirvöldum að tryggja
að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti“

„Ég tel mjög eðlilegt, miðað við þær upplýsingar sem þarna hafa komið fram, að niðurstöður þessarar rannsóknar verði birtar og eðlilegt af hálfu velferðarnefndar að gera kröfu um að þessari leynd verði aflétt og niðurstöðurnar komi þá skýrt fram.“

Eins og Stundin greindi frá á föstudag hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra búið yfir ítarlegum upplýsingum um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmálinu í Hafnarfirði frá 31. janúar 2018. Þann 26. febrúar sagði Ásmundur Einar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að Bragi hefði ekki brotið af sér með neinum hætti og væri frambærilegur kandídat til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Á fundi velferðarnefndar tveimur dögum síðar lét Ásmundur ósagt að Bragi Guðbrandsson hefði beitt barnaverndarstarfsmann þrýstingi á sama tíma og hann átti ítrekuð samskipti við föður málsaðila og tilvísunarbréf vegna sama máls gleymdist í pósthólfi Barnahúss sem heyrði óbeint undir Braga. Þá lagði ráðherra engin gögn fyrir nefndina þótt hann hefði kallað eftir því að nefndin færi rækilega yfir málið. 

„Sé það raunin að hann hafi ekki greint nefndinni frá málinu með réttum hætti og haldið upplýsingum vísvitandi leyndum, þá er það gríðarlega alvarlegt. Sér í lagi í ljósi yfirlýsinga sinna í óundirbúnum fyrirspurnatíma tveimur dögum fyrr um að það væri mjög mikilvægt að nefndin færi mjög ítarlega yfir þetta mál,“ segir Þorsteinn. „Hann verður að standa skil á því gagnvart þinginu hver hin efnislega niðurstaða ráðuneytisins var og hverju það sætir að hann hafi ekki greint þingmönnum frá þessu á þessum tímapunkti.“

Þorsteinn segir mikilvægt að menn geri hreint fyrir sínum dyrum áður en framboðsfrestur til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna rennur út. „Það hlýtur að vera augljós krafa að það sé enginn slíkur skuggi hangandi yfir framboði Braga til þessa mikilvæga embættis, og þá er þeim mun mikilvægara að ráðuneytið birti niðurstöður sínar í þessari rannsókn svo menn geti lagst yfir þá efnislegu niðurstöðu og þann rökstuðning sem liggur að baki,“ segir hann.

„Hann verður að standa skil á því
gagnvart þinginu hver hin efnislega
niðurstaða ráðuneytisins var“

„Ráðuneytið hlýtur að hafa farið mjög vandlega efnislega yfir þær ásakanir sem þarna eru bornar fram og tekið afstöðu til þeirra. Ég tel liggja í augum uppi að ekki er hægt að halda þessu framboði til streitu án þess að málið sé upplýst að fullu og það sé þá skýrt að þarna hafi allt verið með eðlilegum hætti – sem ég held að megi allavega setja verulegar efasemdir við, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. 

Aðspurður hvort hann telji þetta mál eiga eitthvað sammerkt með því máli sem varð síðustu ríkisstjórn að falli segir Þorsteinn:

„Mér finnst þessi mál vera fyllilega sambærileg og þetta mál jafnvel alvarlegra ef raunin er sú að ráðherra leyndi þingið þessum upplýsingum vísvitandi, og það þrátt fyrir að hafa mætt fyrir velferðarnefnd sérstaklega til að gera grein fyrir málinu. Þeirri stöðu var aldrei til að dreifa í málinu sem kom upp í fyrra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár