Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þögnin bitnaði á þolendum

„Ég frá­bið mér all­an mál­flutn­ing og ásak­an­ir á hend­ur mér eða ráðu­neyt­inu um að það hafi ver­ið ein­hver leynd­ar­hyggja eða þögg­un í gangi um þetta mál,“ seg­ir dóms­mála­ráð­herra og sam­herj­ar taka í sama streng. En hvers vegna upp­lifðu brota­þol­ar og að­stand­end­ur þeirra leynd­ar­hyggju og þögg­un­ar­til­burði? Stund­in fór yf­ir fimm helstu at­rið­in.

Þögnin bitnaði á þolendum

„Það var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfir höfuð,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um framkvæmd reglna um uppreist æru þann 19. september síðastliðinn. „Ég frábið mér allan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í gangi um þetta mál.“

Samherjar hennar í stjórnmálum hafa tekið í sama streng. Bjarni Benediktsson gerði grín að umræðu um „leyndarhyggju“ á opnum kosningafundi Sjálfstæðisflokksins þann 23. september og sagði pólitíska andstæðinga „beita lýðskrumi og illmælgi“. 

Jón Gunnarsson, starfandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að ríkisstjórninni hafi verið slitið „af litlu tilefni“. Þá skrifar Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, á Facebook að á öllum stigum málsins hafi verið vandað til verka við að fylgja lögum og reglum. „Yfirhylming var engin, leyndarhyggja engin.“

Engu að síður liggur fyrir að dómsmálaráðuneytið og fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal annars tveir formenn fastanefnda, beittu sér gegn því í sumar að upplýsingar um mál kynferðisbrotamanna og annarra sem fengið hafa uppreist æru litu dagsins ljós eða fengju opinbera umfjöllun.

Tvennt kom í ljós um miðjan september sem setti framgöngu þeirra í nýtt samhengi og varð á endanum til þess að ríkisstjórnin féll og fyrirsagnir um stóra „barnaníðingshneykslið“ á Íslandi dúkkuðu upp á síðum dagblaða víða um veröld. 

Annars vegar komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þeirri niðurstöðu að almenningur hefði átt rétt á gögnunum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, þvert á þá hörðu afstöðu sem sjálfstæðismenn tóku. Þannig er ljóst að dómsmálaráðuneytið gekk lengra í því að leyna brotaþola og landsmenn alla upplýsingum um gerendur kynferðisofbeldis og meðmælendur þeirra heldur en upplýsingalög heimila.

Í öðru lagi liggur nú fyrir að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, var einn þeirra sem undirrituðu meðmæli fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, kynferðisbrotamann sem var dæmdur fyrir áralanga misnotkun gegn stjúpdóttur sinni árið 2004 en fékk uppreist æru í fyrra. 

Kornið sem fyllti mælinn og sprengdi ríkisstjórnina var svo þegar dómsmálaráðherra viðurkenndi í sjónvarps-viðtölum að hafa sagt forsætisráðherra frá meðmælum föður hans í júlí. Þannig kom í ljós að Bjarni hafði einn fengið upplýsingarnar um undirskrift föður síns – upplýsingar sem flokkuðust sem viðkvæmt trúnaðarmál samkvæmt lagatúlkun ráðuneytisins – meðan brotaþolum, fjölmiðlum og almenningi var neitað um þær.

Eftir að málið komst í hámæli og ríkisstjórnin sprakk hafa sjálfstæðismenn vísað því alfarið á bug að hafa gerst sekir um nokkurs konar leyndarhyggju.

„Okkar hugur hefur ávallt verið með þeim sem hafa átt um sárt að binda. Sem hafa þurft að lifa sálarangist útaf allri umræðunni og hvernig kerfið hefur talað til þessa fólks,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi í Valhöll þann 15. september. Þetta sagði hann þrátt fyrir að bæði hann og dómsmálaráðuneytið hefðu mánuðum saman hunsað fyrirspurnir brotaþola og aðstandenda um uppreist æru kynferðisbrotamannsins Roberts Downey.

Leyndin tók á sig ýmsar myndir; hún birtist ekki bara í tregðu dómsmálaráðherra og forsætisráðherra til að svara spurningum þolenda og upplýsingabeiðnum fjölmiðla heldur einnig í framgöngu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í tveimur þingnefndum, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og allsherjar- og menntamálanefnd, sem höfðu mál er varða veitingu uppreistar æru til umfjöllunar. Hér á eftir verður farið yfir fimm helstu atriðin sem hafa orðið tilefni til ásakana um leyndarhyggju og þöggun.

Tilfinningar máttu ekki ráða för

Þegar greint var frá því í vor að kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey hefði fengið uppreist æru og öðlast lögmannsréttindi á ný tók við langt tímabil þar sem brotaþolar mannsins fengu ýmist engar upplýsingar eða villandi upplýsingar um málavöxtu.

Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni sem var fjórtán ára og þremur sem voru fimmtán ára. Hann komst í samband við stúlkurnar með blekkingum og tældi þær til kynmaka með peningagjöfum. Árið 2010 var hann dæmdur á ný fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni án þess að honum væri gerð refsing í því máli.

Fréttastofa RÚV fullyrti í frétt þann 16. júní að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði verið starfandi innanríkisráðherra, í fjarveru Ólafar Nordal, þegar Robert Downey fékk uppreist æru í september 2016. Bjarni leiðrétti þetta ekki heldur sagðist hafa „tekið við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð“. Um leið varði hann fyrirkomulag uppreistar æru og sagði mikilvægt að menn endurheimtu borgaraleg réttindi – í þessu tilviki voru lögmannsréttindi barnaníðings til umræðu – eftir að hafa afplánað sinn dóm. „Ég myndi frekar hallast að því að í okkar samfélagi viljum við gefa fólki tækifæri aftur í lífinu, sem hefur tekið út sína refsingu. Við getum ekki látið tilfinningar kannski ráða of miklu í þeim efnum,“ sagði hann. „Með þessu er ég ekki að gera neinn mun á einstökum brotum eða einstaklingum. Við viljum einfaldlega búa í samfélagi sem gerir ekki upp á milli fólks á grundvelli slíkra hluta þegar um borgaraleg réttindi er að ræða.“

Í kjölfarið beindu brotaþolar Roberts Downey og aðstandendur þeirra ýmsum spurningum til Bjarna. Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins af brotaþolum Roberts, sendi forsætisráðherra opið bréf og óskaði eftir svörum um þá ákvörðun að veita Roberti uppreist æru. Þá reyndi dóttir Bergs, Nína Rún Bergsdóttir, ítrekað að fá svör við spurningum sem brunnu á henni. „Hann hefur ekki sýnt nein viðbrögð eftir að ég taggaði hann í tveimur Facebook-færslum. Ég var nú ekki að búast við því þar sem hann hefur nú þegar sýnt að hann snýr baki við öllu sem honum finnst óþægilegt, eins og kynferðisofbeldi,“ sagði hún í viðtali við DV. Þegar varaþingmaður Pírata taggaði Bjarna á Twitter og spurði um málið var hann útilokaður af Twitter-síðu forsætisráðherra. „Af hverju er öll þessi leynd? Er eitthvað sem hann vill ekki að við komumst að?“ spurði Nína.

„Af hverju er öll þessi leynd? Er eitthvað 
sem hann vill ekki að við komumst að?“

„Bjarni ætti að sýna okkur þá virðingu og heiðarleika að svara spurningum okkar. Að fá að vita hvað leiddi til þess að Robert Downey fengi uppreist æru, hverjir skrifuðu undir og af hverju, myndi þýða mikið fyrir mig og mína fjölskyldu og einnig gefa mér einhvers konar sálarró.“

Taldi eðlilegt að Downey yrði lögmaður aftur

Það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar leiðarahöfundur Fréttablaðsins gagnrýndi Bjarna, sem forsætisráðherra birti stöðuuppfærslu á Facebook, varði hendur sínar og upplýsti um að það hefði ekki verið hann heldur Ólöf Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem bar ábyrgð á því að Robert Downey var sæmdur óflekkuðu mannorði. Þetta kom þolendunum og aðstandendum þeirra í opna skjöldu, enda höfðu þau gagnrýnt Bjarna um margra vikna skeið á grundvelli misvísandi upplýsinga sem fram komu í viðtalinu við Bjarna á RÚV.   

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, kom fram í viðtali sama dag og Bjarni. Hann varði, með enn afdráttarlausari hætti, þá ákvörðun að Robert Downey fengi uppreist æru og lögmannsréttindi sín á ný. 

„Við eigum ekki að láta stjórnast svona af reiðinni og ef menn vilja það hins vegar að menn eigi ekki að fá möguleika aftur og ekki að fá starfsréttindi aftur þá er alveg eins gott að dæma þá í ævilangt fangelsi, er það ekki bara best?“ sagði Brynjar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og tók fram að sér þætti eðlilegt að menn eins og Robert Downey fengju að starfa við það sem þeir eru menntaðir til, í þessu tilviki lögmennsku. 

Ummælin vöktu athygli og bent var á að lögmenn njóta forréttinda og hafa í störfum sínum aðgang að ýmsum þáttum réttarkerfisins umfram almenning. Þannig geta t.d. lögmenn sem sinna verjendastörfum haft aðgang að vitnaleiðslum og skýrslutökum af börnum í Barnahúsi sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. 

Alger leynd 

Meðan Bjarni Benediktsson þagði og Brynjar Níelsson gerði lítið úr upphlaupinu vegna máls Roberts Downey ákvað dómsmálaráðuneytið að halda öllum upplýsingum um mál Roberts Downey og annarra sem fengið hafa uppreist æru frá almenningi. 

Sigríður Andersendómsmálaráðherra ásamt ráðuneytisstjóra

Í stað þess að veita gögnin en afmá viðkvæmar persónuupplýsingar var tekin sú stefna að synja alfarið upplýsingabeiðnum og líta svo á að öll gögn er vörðuðu einstaka umsóknir um uppreist æru væru alfarið undanþegnar upplýsingarétti almennings. Þannig kom það ekki til mála að upplýsa brotaþola Roberts Downey með neinum hætti um það hvernig kvalari þeirra hafði verið sæmdur óflekkuðu mannorði, hverjir hefðu veitt honum meðmæli eða hvað kom fram í meðmælunum. 

„Viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þeim sökum afhendir ráðuneytið ekki gögn er varða einstaka umsóknir um uppreist æru,“ segir í tilkynningu sem ráðuneytið birti á vef sínum þann 22. júní. 

„Mjög órökrétt afstaða“

Allir lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við segja að sér hafi komið á óvart hve langt stjórnvöld gengu í að halda þessum upplýsingum leyndum, enda hefði ráðuneytinu verið í lófa lagið að afhenda gögnin með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum. 

„Ég átti bágt með að sjá í fljótu bragði 
hvaða lögmætu sjónarmið gætu mögulega réttlætt þessa synjun“

Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður sagði í samtali við Stundina á dögunum að hin harða og ósveigjanlega afstaða ráðuneytisins í þessum efnum hafi komið sér mjög á óvart. „Strax þegar ég heyrði þetta og las umfjöllun frá föður einnar stúlkunnar fannst mér þetta mjög órökrétt afstaða. Ég átti bágt með að sjá í fljótu bragði hvaða lögmætu sjónarmið gætu mögulega réttlætt þessa synjun,“ segir Páll. „Að sama skapi kom úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál mér alls ekki á óvart. Úrskurðurinn er rökréttur og afdráttarlaus og þar er í engu fallist á helstu sjónarmið ráðuneytisins.“ 

Haldlítil málsvörn 

Eftir að RÚV kærði ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um synjun upplýsingabeiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál varði ráðuneytið ákvörðun sína fyrir úrskurðarnefndinni.

Í umsögn ráðuneytisins vegna málsins er því haldið fram að „öll gögnin [hafi] að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar“ sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings. Þrátt fyrir að látið væri að því liggja að gögnin væru gríðarlega viðkvæm 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Lóa Hjálmtýsdóttir
Lóa Hjálmtýsdóttir
Sófakartaflan

Lóa Hjálmtýsdóttir

Skuggi og bein

Sófa­kartafl­an rýn­ir í Net­flix og dýf­ir nú tánni í fant­asíu­tjörn­ina, einu sinni sem oft­ar, en rakst ekki á fjár­sjóð að þessu sinni.
Ísland séð með napolísku sjónarhorni
Valerio Gargiulo
Pistill

Valerio Gargiulo

Ís­land séð með na­polísku sjón­ar­horni

Val­er­io Gargiu­lo skrif­ar um hvernig það er að vera út­lend­ing­ur sem finnst hann vera Ís­lend­ing­ur.
Laxeldiskvótinn sem ríkið gefur í Seyðisfirði er 7 til 10 milljarða virði
FréttirLaxeldi

Lax­eldisk­vót­inn sem rík­ið gef­ur í Seyð­is­firði er 7 til 10 millj­arða virði

Ís­lenska rík­ið sel­ur ekki lax­eldisk­vóta, líkt og til dæm­is Nor­eg­ur ger­ir. Fyr­ir vik­ið fá eig­end­ur lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna gef­ins verð­mæti sem ganga svo kaup­um og söl­um á Ís­landi og í Nor­egi fyr­ir há­ar fjár­hæð­ir. Harð­ar deil­ur standa nú um fyr­ir­hug­að lax­eldi í Seyð­is­firði þar sem Jens Garð­ar Helga­son er á öðr­um vængn­um og Guð­rún Bene­dikta Svavars­dótt­ir á hinum.
„Mannkyninu stafar alltaf ógn af mannkyninu“
Viðtal

„Mann­kyn­inu staf­ar alltaf ógn af mann­kyn­inu“

Spenn­andi og já­kvæð­ar fram­far­ir eru að eiga sér stað í heimi gervi­greind­ar líkt og mállíkan­ið GPT-4, nýj­asta af­urð gervi­greind­ar­fyr­ir­tæk­is­ins OpenAI, sýn­ir, en það kann meira að segja ís­lensku. Katla Ás­geirs­dótt­ir, við­skipta­þró­un­ar­stjóri mál­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Mið­eind­ar, seg­ir það fara eft­ir því hvernig við not­um gervi­greind­ina hvort ein­hverj­um stafi ógn af henni.
Bergur Ebbi
Bergur Ebbi
Kjaftæði

Bergur Ebbi

Hraði!

Berg­ur Ebbi ræð­ir um hrað­ann í sam­fé­lag­inu. Hann spyr spurn­inga um hvort sú hug­mynd að hrað­inn sé meiri í dag en í gamla daga byggi á skyn­villu.
Martröðin rættist í paradís fyrir fötluð börn
Viðtal

Mar­tröð­in rætt­ist í para­dís fyr­ir fötl­uð börn

Í Reykja­dal eru rekn­ar sum­ar­búð­ir fyr­ir fötl­uð börn, þar sem „ekk­ert er ómögu­legt og æv­in­týr­in lát­in ger­ast“. Níu ára stelpa, sem var þar síð­asta sum­ar, lýsti um tíma áhuga á að fara aft­ur, en for­eldr­ar henn­ar voru hik­andi. Það sat í þeim hvernig meint kyn­ferð­is­brot starfs­manns gagn­vart stúlk­unni var með­höndl­að síð­asta sum­ar, ekki síst hvernig lög­reglu­rann­sókn var spillt. Og nú, þeg­ar nær dreg­ur sumri, vill hún ekki leng­ur fara.
Metfjöldi inflúensugreininga frá áramótum
Fréttir

Met­fjöldi in­flú­ensu­grein­inga frá ára­mót­um

Um­gangspest­irn­ar eru enn að leika fólk grátt en skarlats­sótt­in hef­ur gef­ið eft­ir.
Af málamyndalýðræði og þjóðaröryggi
AðsentLaxeldi

Af mála­mynda­lýð­ræði og þjóðarör­yggi

Þrír af for­svars­mönn­um nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna VÁ, sem berj­ast fyr­ir því að koma í veg fyr­ir að fyr­ir­tæk­ið Ice Fish Farm hefji sjókvía­eldi í Seyð­is­firði, skrifa op­ið bréf til Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar inn­viða­ráð­herra. Mik­ill meiri­hluti íbúa á Seyð­is­firði vill ekki þetta lax­eldi en mál­ið er ekki í hönd­um þeirra leng­ur. Þau Bene­dikta Guð­rún Svavars­dótt­ir, Magnús Guð­munds­son og Sig­finn­ur Mika­els­son biðla til Sig­urð­ar Inga að koma þeim til að­stoð­ar.
Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son dæmd­ur fyr­ir ærumeið­ing­ar

Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.
Úr núll í þrjár – Konur bætast við í stjórn SFS
Fréttir

Úr núll í þrjár – Kon­ur bæt­ast við í stjórn SFS

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi voru harð­lega gagn­rýnd í fyrra fyr­ir að hafa ein­ung­is karla í stjórn sam­tak­anna. Á að­al­fundi í morg­un bætt­ust við þrjár kon­ur en 20 eru í stjórn með for­manni.
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Greining

Rót­tæk­ur hug­sjóna­flokk­ur verð­ur að borg­ara­leg­um valda­flokki

Vinstri græn hafa á síð­ustu fimm og hálfu ári tap­að trausti og trú­verð­ug­leika, gef­ið af­slátt af mörg­um helstu stefnu­mál­um sín­um og var­ið hegð­un og að­gerð­ir sem flokk­ur­inn tal­aði áð­ur skýrt á móti. Sam­hliða hef­ur rót­tækt fólk úr gras­rót­inni yf­ir­gef­ið Vinstri græn, kjós­enda­hóp­ur­inn breyst, hratt geng­ið á póli­tíska inn­eign Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fylgi flokks­ins hrun­ið. Þetta er fórn­ar­kostn­að­ur þess að kom­ast að völd­um með áð­ur yf­ir­lýst­um póli­tísk­um and­stæð­ing­um sín­um.
Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Fréttir

Ánægja kjós­enda VG með rík­is­stjórn­ina eykst

Óánægja með störf rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ekki mælst meiri frá kosn­ing­um. Karl­ar eru mun óánægð­ari en kon­ur og höf­uð­borg­ar­bú­ar eru óánægð­ari en íbú­ar á lands­byggð­inni.

Mest lesið undanfarið ár

 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  1
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  2
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  3
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  4
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
  5
  Viðtal

  „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

  Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  6
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  7
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  8
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
  9
  Afhjúpun

  „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

  Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
 • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
  10
  Úttekt

  Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

  Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.