Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tíu ótrúlegar staðreyndir um mál Roberts Downeys

Ró­bert Árni Hreið­ars­son, nú Robert Dow­ney, var með 335 kven­manns­nöfn á skrá, not­aði nöfn og banka­reikn­ing sona sinna við að tæla ung­lings­stúlk­ur og hélt áfram að brjóta af sér eft­ir að lög­reglu­rann­sókn hófst í mál­inu. Hér eru tíu ótrú­leg­ar stað­reynd­ir í mál­inu.

Tíu ótrúlegar staðreyndir um mál Roberts Downeys

1 Byrjaði á Ircinu

Róbert Árni Hreiðarsson byrjaði að tæla til sín unglingsstúlkur í gegnum „Ircið“, en færði sig yfir á samskiptaforritið MSN þegar það náði yfirhöndinni meðal unglinga. Halla Ólöf Jónsdóttir segir hann hafa nálgast sig á „Ircinu“ fljótlega eftir að hún fermdist, árið 2001. Róbert var þá 55 ára.

2 Peningar í veski unglingsstúlku komu upp um hann

Upp komst um brot Róberts Árna haustið 2005 eftir að Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir fundu 32 þúsund krónur í veski Nínu Rúnar Bergsdóttur, þá 14 ára. Hún viðurkenndi að lokum að hafa fengið peningana frá gömlum „barnaperra“ sem hafi greitt henni fyrir kynlíf.

3 335 kvenmannsnöfn í minnisbók

Við húsleit fundust meðal annars tveir farsímar, fjögur símkort og minnisbók sem innihélt 335 kvenmannsnöfn með ýmist eða bæði símanúmerum eða netföngum. Athygli vakti að við umrædd kvenmannsnöfn mátti víða sjá skráðar tölur sem lögregla taldi vísa á aldur stúlknanna.

4 Notaði nöfn sona sinna

Á bakhlið minnisbókarinnar voru þrjú karlmannsnöfn, Rikki, Árni og Robbi, og símanúmer við hvert nafn. Þetta eru nöfnin sem hann notaði til að blekkja og tæla stúlkurnar. Róbert Árni átti fimm syni. Sá elsti heitir Árni, næstelstur er Róbert, kallaður Robbi, og næst yngstur var Ríkharður, kallaður Rikki. Í tilfelli Höllu Ólafar notaði hann einnig bankareikning undir nafni og kennitölu Árna, sonar síns, til að leggja inn á hana pening.

5 Hélt áfram þrátt fyrir lögreglurannsókn

Róbert Árni hélt áfram að brjóta á stúlkum eftir að húsleit var gerð á heimili og vinnustað hans og honum varð kunnugt um að hann væri til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot.  Árið 2006 braut hann gegn þremur 15 ára stúlkum, einni allt að fimmtán sinnum. 

6 Hélt lögmannsréttindunum og varði barnaníðinga

Róbert Árni hélt lögmannsréttindum sínum á meðan á rannsókn málsins stóð og eftir að ákæra hafði verið gefin út. Á þessu tímabili sinnti hann meðal annars réttargæslu í sakamálum og verjendastörfum í kynferðisbrotamálum. Sem verjandi meintra barnaníðinga fékk hann meðal annars að sitja yfirheyrslur yfir börnum í Barnahúsi.

7 Þótti þungur dómur

Í september 2007 var Róbert Árni dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn fjórum unglingsstúlkum. „Þetta var nú þungur dómur og allir sem töldu það“, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Róberts, um dóminn á dögunum. 

8 Yfirheyrður einu og hálfu ári eftir kæru

Halla Ólöf Jónsdóttir, fimmta stúlkan, lagði fram kæru gegn Róberti Árna í nóvember 2007. Hann var ekki tekinn í skýrslutöku vegna málsins fyrr en í apríl 2009. Í dómnum segir að lögreglumaðurinn sem tók skýrsluna af honum hafi ekki náð á Róbert Árna fyrr þar sem hann hafi dvalið erlendis. Þess ber að geta að dómur Hæstaréttar í fyrra málinu féll í millitíðinni, í maí 2008, og Róbert Árni hóf afplánun í febrúar 2009.

9 Ekki gerð þyngri refsing

Þrátt fyrir að vera dæmdur var Róberti Árna ekki gerð refsing í máli Höllu Ólafar. Rökin voru þau að refsing hans hefði ekki orðið þyngri ef mál Höllu hefði verið dæmt með í máli hinna stúlknanna. Halla fékk hins vegar greiddar 300 þúsund krónur í miskabætur. Mál Höllu sýndi að Róbert var byrjaður að blekkja og tæla unglingsstúlkur mun fyrr en áður var talið.

10 Engin ábyrgð

Róbert Árni, nú Robert Downey, hefur aldrei tekið ábyrgð á brotunum og aldrei viðurkennt að hafa gert neitt rangt. Hann hefur nú fengið uppreist æru, en enginn vill bera ábyrgð á þeirri ákvörðun. Guðni Th. Jóhannesson forseti segir ákvörðunina liggja hjá ráðuneytinu og Bjarni Benediktsson, sem þá var settur innanríkisráðherra, segist ekki hafa haft neina aðkomu að málinu. 

Nánar er fjallað um mál Roberts Downey í 50. tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár