Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Mér fannst lítið gert úr minni upplifun“

Halla Ólöf Jóns­dótt­ir kærði Ró­bert Árna Hreið­ars­son fyr­ir kyn­ferð­is­brot ár­ið 2007, en þrátt fyr­ir að hafa ver­ið dæmd­ur var hon­um ekki gerð refs­ing. Ró­bert Árni beitti blekk­ing­um í gegn­um „Irc­ið“ og sam­skipta­for­rit­ið MSN til þess að ávinna sér traust Höllu þeg­ar hún var á tán­ings­aldri, fékk hana til þess að eiga í kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við sig í gegn­um net­ið og síma og braut síð­an gegn henni á tjald­svæði á Ak­ur­eyri þeg­ar hún var sautján ára göm­ul.

„Ég leit á hann sem kærastann minn. Ég hafði prentað út myndina sem hann sendi mér af sér og var alltaf með hana í veskinu mínu. Ég sýndi vinkonum mínum myndina og laug því að við hefðum hist. En í hvert skipti sem ég sá tækifæri til þess að hitta hann, þegar ég fór til Reykjavíkur að keppa í handbolta eða í skólaferðalag, sagðist hann ekki geta hitt mig. Eitt sinn fór ég að heimilisfanginu sem hann gaf mér upp þegar ég var stödd í Reykjavík en komst þá að því að það var ekkert hús með þessu númeri í götunni. Þetta virðist hafa verið útpælt.“ 

Þetta segir Halla Ólöf Jónsdóttir um samskipti sín við „Rikka“ á árunum 2001 til 2006, en Rikki var dulnefnið sem Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður notaði til þess að þykjast vera unglingsstrákur í þeim tilgangi að tæla til sín stúlkur. Hann var á sextugsaldri.

Ári eftir að samskiptum Höllu og Rikka lauk var Róbert Árni dæmdur fyrir að tæla og brjóta kynferðislega á fjórum unglingsstelpum á aldrinum 14 til 15 ára. Í kjölfarið lagði Halla Ólöf einnig fram kæru gegn honum og þrátt fyrir að hafa verið sakfelldur var fangelsisdómur hans ekki þyngdur. 

Þráði að eiga kærasta

„Ég fékk tölvu í fermingargjöf árið 2001 og stuttu síðar hafði Rikki samband við mig í gegnum „Ircið“, en þetta var fyrir tíma MSN,“ rifjar Halla upp, en síðar áttu samskiptin eftir að færast yfir á samskiptaforritið MSN. Hún segir þau hafa skipst á myndum og hún hafi meðal annars sent honum nýlega fermingarmynd af sér. Halla bjó á Akureyri, en Rikki sagðist eiga heima í Reykjavík, og því kom ekkert annað en fjarsamband til greina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár