„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi nýbyrjuð í menntaskóla. Hún fékk ábendingu frá vini sínum að mynd sem hún hafði aðeins ætlað kærasta sínum væri komin í dreifingu. Frá þeirri stundu hefur Kristbjörg fylgst með síðum þar sem slíkar myndir fara í dreifingu, látið þolendur vita og hvatt þá til að hafa samband við lögregluna, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strákar úti í bæ“.
FréttirKynferðisbrot
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
Maður á sextugsaldri sem játaði að hafa strokið þroskaskertri konu með kynferðislegum hætti og látið hana snerta lim sinn utan klæða var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands árið 2017. Hann er ánægður með meðferðina sem hann fékk í íslensku réttarkerfi. „Ég var í sambandi við móður stúlkunnar meðan á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ segir hann.
FréttirKynferðisbrot
Játaði að hafa þuklað á þroskaskertri konu en var sýknaður
Maður á sextugsaldri olli þroskaskertri konu óþægindum þegar hann, að eigin sögn, þreifaði ítrekað á henni og örvaðist við það kynferðislega. Geðlæknir sagði manninn hafa „gengið lengra í nánum samskiptum en hún hafi verið tilbúin til, en hann hafi þó virt hennar mörk“ og dómarar töldu ekki sannað að ásetningur hefði verið fyrir hendi.
Fréttir
Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Lögregla taldi ekki tilefni til að hefja rannsókn á meintri nauðgun þegar maður sagðist hafa sett lim í endaþarm sofandi 17 ára stúlku sem vildi ekki endaþarmsmök. Þingkona Pírata og formaður Laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins segir að afstaða ákæruvaldsins og málið allt valdi henni verulegum áhyggjum af stöðu kynferðisbrotamála í íslensku réttarvörslukerfi.
Fréttir
Hafði „endaþarmsmök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Lögregla og ríkissaksóknari töldu ekki tilefni til að rannsaka hvort nauðgun hefði átt sér stað þegar maður þröngvaði lim sínum í endaþarm 17 ára stúlku meðan hún svaf. Maðurinn, faðirinn í Hafnarfjarðarmálinu svokallaða, viðurkenndi verknaðinn í yfirheyrslu vegna annars máls og sagðist hafa vitað að stúlkan væri mótfallin endaþarmsmökum.
Fréttir
Litið á nauðganir sem óumflýjanlegar á Íslandi
Normalísering á kynferðislegu ofbeldi ýtir undir ótta kvenna og gerendur eru afsakaðir, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri fræðigrein. „Þær óttast ekki aðeins að verða fyrir nauðgunum heldur einnig sinnuleysi réttarvörslukerfisins og samfélagsins.“
FréttirKynferðisbrot
Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota en ætlar að „berjast á móti vindi“
Fyrirtæki manns sem hátt í 30 konur telja hafa brotið gegn sér þakkar viðskiptavinum fyrir tryggðina. „Hlökkum til hvers dags með ykkur.“
Afhjúpun
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
Fjórar konur stíga fram í viðtölum í Stundinni og lýsa meintri kynferðisáreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar yfir rúmlega hálfrar aldar skeið. Enn fleiri konur hafa deilt sögum sínum af ráðherranum fyrrverandi í lokuðum hópi kvenna. Nýjasta sagan er frá því sumarið 2018, en þær elstu frá 13–14 ára nemendum hans við Hagaskóla á sjöunda áratugnum.
Fréttir
Fjórða hver kona á Íslandi orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að stórt hlutfall kvenna hefur orðið fyrir áföllum á lífsleiðinni. Íslenskum konum býðst að taka þátt í viðamiklu rannsóknarverkefni og hafa fyrstu niðurstöður þess verið kynntar.
FréttirKynferðisbrot
Engir Sjálfstæðismenn með á frumvarpi gegn stafrænu kynferðisofbeldi
Helgi Hrafn Gunnlaugsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að Sjálfstæðismönnum hafi verið boðið að vera meðflutningsmenn en hann geti ekki útskýrt hvers vegna enginn tók boðinu.
ViðtalKynferðisbrot
„Ég fæ haturspóst“
Meagan Boyd, bandaríska listakonan sem sakaði Orra Pál Dýrason úr Sigur Rós um nauðgun, segir haturspósti hafa rignt yfir sig. Þrjár vinkonur hennar staðfesta að hún hafi greint þeim frá sinni upplifun snemma árs 2013.
FréttirKynferðisbrot
Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
Lögmaður Orra Páls Dýrasonar, fráfarandi trommara Sigur Rósar, fer fram á að Stundin stöðvi umfjöllun um frásögn Meagan Boyd og vinkvenna hennar.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.