Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Menn sem eru sakaðir um ofbeldi krafðir svara

Ger­and­inn sagði af sér, hon­um var vik­ið frá störf­um, hann steig til hlið­ar, hon­um var hafn­að um ábyrgð­ar­stöð­ur, hann var ekki val­inn í lands­liðs­verk­efni, hann var bók­að­ur úr verk­efn­um. Allt eru þetta vís­bend­ing­ar um að ódæmi­gert rétt­læti sé að ryðja sér til rúms í kyn­ferð­is­brota­mál­um.

Menn sem eru sakaðir um ofbeldi krafðir svara
Réttarvörslukerfið Frá mótmælum ungra kvenna sem árið 2019 mótmæltu því hve lágt hlutfall kynferðisafbrotamála færi ekki fyrir dóm. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ódæmigert réttlæti í kynferðisbrotamálum kemur fram með fjölbreyttum hætti en sprettur úr vantrausti á hefðbundna réttarvörslukerfið og ákalli þolenda kynferðisofbeldis um viðurkenningu og réttlæti, að sögn Hildar Fjólu Antonsdóttur, lektors í lögreglufræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Hún og Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fluttu erindi um umbreytingar og ódæmigert réttlæti á ráðstefnu Stígamóta um ofbeldismenn á Íslandi í síðustu viku. 

Ódæmigert réttlæti er andstæðan við dæmigert réttlæti, en hugtakið er tekið úr skrifum femíníska heimspekingsins Nancy Fraser til að lýsa því þegar aðilar sem berjast um réttlætið eru ekki lengur sammála um hvernig krafan um réttlætið eigi að líta út, hvert eigi að snúa sér til að ráða bót á ranglætinu, hvaða hugmyndakerfi liggur til grundvallar réttlætiskröfunni, og hvaða félagslegi mismunur feli í sér ranglæti.

Breytingar„Vísbendingar eru um að í sumum málum séu þeir sem eru sakaðir um kynferðisofbeldi viljugir til að taka …
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.
Játaði að hafa þuklað á þroskaskertri konu en var sýknaður
FréttirKynferðisbrot

Ját­aði að hafa þukl­að á þroska­skertri konu en var sýkn­að­ur

Mað­ur á sex­tugs­aldri olli þroska­skertri konu óþæg­ind­um þeg­ar hann, að eig­in sögn, þreif­aði ít­rek­að á henni og örv­að­ist við það kyn­ferð­is­lega. Geð­lækn­ir sagði mann­inn hafa „geng­ið lengra í nán­um sam­skipt­um en hún hafi ver­ið til­bú­in til, en hann hafi þó virt henn­ar mörk“ og dóm­ar­ar töldu ekki sann­að að ásetn­ing­ur hefði ver­ið fyr­ir hendi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár