Aðili

Róbert Árni Hreiðarsson

Greinar

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur
FréttirKynferðisbrot

Brynj­ar þrætti fyr­ir að hafa ver­ið lög­mað­ur Bóhems en sendi bréf sem slík­ur

Brynj­ar Ní­els­son, formað­ur stjón­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, sagði upp­lýs­ing­um um að hann hefði starf­að fyr­ir nekt­ar­dans­stað­inn Bóhem hafa ver­ið „plant­að­ar í gagna­grunn“ Google og þær væru rang­ar. Brynj­ar starf­aði hins veg­ar fyr­ir skemmti­stað­inn eins og fram kem­ur í bréfi sem hann sendi fyr­ir hönd stað­ar­ins.
Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar
Fréttir

Robert Dow­ney og Brynj­ar Ní­els­son lög­menn sama nekt­ar­dans­stað­ar

Brynj­ar Ní­els­son og Robert Dow­ney sinntu báð­ir lög­manns­störf­um fyr­ir nekt­ar­dans­stað­inn Bóhem sem var á Grens­ás­vegi. Fað­ir brota­þola Roberts spyr hvort Brynj­ar sé haf­inn yf­ir grun um að vera hæf­ur til að sinna störf­um í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þar sem nú er far­ið yf­ir ferl­ið sem veitti Roberti upp­reist æru.
Inngróið skilningsleysi í kerfinu öllu á afleiðingum kynferðisbrota
Fréttir

Inn­gró­ið skiln­ings­leysi í kerf­inu öllu á af­leið­ing­um kyn­ferð­is­brota

Eft­ir fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir að ferl­ið sem lá að baki þeirri ákvörð­un að veita Robert Dow­ney upp­reist æru end­ur­spegli skiln­ings­leysi á af­leið­ing­um kyn­ferð­is­brota. Skiln­ings­leysi sem sé inn­gró­ið í allt kerf­ið og birt­ist einnig í dómi Hæsta­rétt­ar.
Vonar að lögregla eigi enn gögn úr tölvum Roberts Downey
ViðtalUppreist æru

Von­ar að lög­regla eigi enn gögn úr tölv­um Roberts Dow­ney

Anna Katrín Snorra­dótt­ir er sjötta kon­an til þess að leggja fram kæru á hend­ur Roberti Dow­ney, áð­ur Ró­berti Árna Hreið­ars­syni. Anna Katrín treyst­ir á að lög­regla eigi enn gögn sem gerð voru upp­tæk við hús­leit hjá Ró­berti ár­ið 2005 en hana grun­ar að þar séu með­al ann­ars mynd­ir sem hún sendi „Rikka“ þeg­ar hún var 15 ára göm­ul.
Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin
Fréttir

Jón Stein­ar seg­ir að þo­lend­um Ró­berts myndi líða bet­ur ef þeir fyr­ir­gæfu brot­in

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son seg­ir að þo­lend­um kyn­ferð­is­glæpa líði bet­ur ef þeir fyr­ir­gefa brot­in í stað þess að „ganga sinn ævi­veg upp­full­ir af hatri“. Fólk eigi að skamm­ast sín fyr­ir fram­göngu sína gagn­vart Ró­berti Dow­ney og láta hann í friði. Svo virð­ist sem það sé jafn­vel betra að tapa dóms­mál­um sem tengj­ast kyn­ferð­is­brot­um vegna við­bragða al­menn­ings. Sjálf­ur hafi hann ver­ið sak­að­ur um ann­ar­leg­ar hvat­ir gagn­vart ung­lings­stúlk­um í um­fjöll­un um mál­ið.
„Það er nóg lagt á aumingja manninn“
ÚttektKynferðisbrot

„Það er nóg lagt á aum­ingja mann­inn“

Ró­bert Árni Hreið­ars­son, nú Robert Dow­ney, var þol­in­móð­ur, ein­beitt­ur og út­smog­inn þeg­ar hann tældi til sín að minnsta kosti fimm ung­lings­stúlk­ur. Ró­bert hef­ur aldrei við­ur­kennt brot sín og nú vill eng­inn bera ábyrgð á að hafa veitt hon­um „óflekk­að mann­orð“. Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, lög­mað­ur hans, tel­ur að hann verð­skuldi ann­að tæki­færi og óflekk­að mann­orð.
„Við ætlum ekki að leyfa honum að vinna“
ViðtalKynferðisbrot

„Við ætl­um ekki að leyfa hon­um að vinna“

Nína Rún Bergs­dótt­ir var fjór­tán ára þeg­ar Ró­bert Árni Hreið­ars­son braut á henni. Of­beld­ið hafði gríð­ar­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér, en það var ekki fyrr en Nína reyndi að kveikja í sér inni á sal­erni á barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans að hún fékk að­stoð við hæfi. Hér seg­ir Nína, ásamt for­eldr­um sín­um og stjúp­móð­ur, frá af­leið­ing­um kyn­ferð­isof­beld­is­ins, bar­átt­unni fyr­ir við­eig­andi að­stoð og órétt­læt­inu sem þau upp­lifðu þeg­ar ger­and­inn hlaut upp­reist æru.
„Mér fannst lítið gert úr minni upplifun“
ViðtalKynferðisbrot

„Mér fannst lít­ið gert úr minni upp­lif­un“

Halla Ólöf Jóns­dótt­ir kærði Ró­bert Árna Hreið­ars­son fyr­ir kyn­ferð­is­brot ár­ið 2007, en þrátt fyr­ir að hafa ver­ið dæmd­ur var hon­um ekki gerð refs­ing. Ró­bert Árni beitti blekk­ing­um í gegn­um „Irc­ið“ og sam­skipta­for­rit­ið MSN til þess að ávinna sér traust Höllu þeg­ar hún var á tán­ings­aldri, fékk hana til þess að eiga í kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við sig í gegn­um net­ið og síma og braut síð­an gegn henni á tjald­svæði á Ak­ur­eyri þeg­ar hún var sautján ára göm­ul.

Mest lesið undanfarið ár