Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Það er nóg lagt á aumingja manninn“

Ró­bert Árni Hreið­ars­son, nú Robert Dow­ney, var þol­in­móð­ur, ein­beitt­ur og út­smog­inn þeg­ar hann tældi til sín að minnsta kosti fimm ung­lings­stúlk­ur. Ró­bert hef­ur aldrei við­ur­kennt brot sín og nú vill eng­inn bera ábyrgð á að hafa veitt hon­um „óflekk­að mann­orð“. Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, lög­mað­ur hans, tel­ur að hann verð­skuldi ann­að tæki­færi og óflekk­að mann­orð.

„Það er nóg lagt á aumingja manninn“

Þann 12. september 2005 var gerð húsleit á heimili og vinnustað Róberts Árna Hreiðarssonar, sem þá var landsfrægur lögmaður – þekktur fyrir skrautlegan klæðnað og mótorhjólaiðkun. Róbert Árni var handtekinn sama dag og yfirheyrður vegna gruns um að hafa tælt og brotið kynferðislega á 14 ára gamalli stúlku, Nínu Rún Bergsdóttur. 

Gögnin sem fundust þennan dag á heimili og vinnustað Róberts Árna áttu stóran þátt í að sakfella hann fyrir gróf kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum í september 2007. Á meðal þess sem fannst voru tveir farsímar, fjögur símkort, yfir tvö hundruð ljósmyndir sem lögreglan flokkaði sem barnaklám og fimm myndbandsspólur sem sýndu börn á kynferðislegan máta. Það sem vakið hefur hvað mestan óhug í málinu var hins vegar minnisbók sem Róbert Árni átti og innihélt 335 kvenmannsnöfn, með ýmist símanúmerum eða tölvupóstföngum. Fyrir aftan nöfnin voru númer sem lögregla taldi víst að vísuðu í aldur stúlknanna. Á bakhlið minnisbókarinnar voru síðan skráð þrjú nöfn, Rikki, Árni og Robbi, og fyrir aftan hvert nafn var símanúmerið. 

Róbert axlaði aldrei ábyrgð á brotunum. Hann hefur ætíð neitað sök og aldrei sýnt merki um iðrun, þó svo að lögmaður hans, Jón Steinar Gunnlaugsson, segi hann telja sig vera „kominn yfir þau vandamál sem hann hafði við að stríða á þessum tíma“. 

Í september á síðasta ári var Róberti veitt uppreist æru, en greint var frá því fyrr í mánuðinum þegar Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að veita honum lögmannsréttindi sín á ný. 

En enginn vill heldur bera ábyrgð á því að hafa veitt Róberti uppreist æru og þar með „óflekkað mannorð“. Guðni Th. Jóhannessen, forseti Íslands, hefur sagst miður sín vegna málsins en kveðst ábyrgðarlaus. Ákvörðunin sé tekin í ráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, núverandi forsætisráðherra, var settur innanríkisráðherra þegar ákvörðunin var tekin en hann hefur einnig firrað sig ábyrgð og segist ekki hafa átt aðkomu að málinu. Þá neitar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra að birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Róberts, en vottorð um góða hegðun frá tveimur „valinkunnum einstaklingum“ er skilyrði fyrir því að hægt sé að fá uppreist æru.

Brotasaga Róberts Árna

2001 

Róbert Árni setur sig í samband við Höllu Ólöfu Jónsdóttur, sem þá var 14 ára, í gegnum „Ircið“ undir dulnefninu Rikki.

2004

Janúar
Halla Ólöf hittir Róbert Árna í fyrsta skipti. Þau fá sér að borða saman á pítsastað í Reykjavík.

Júlí
Halla Ólöf samþykkir að hitta Róbert Árna á tjaldsvæði á Akureyri þar sem hann brýtur á henni.

2005

Júlí
Róbert Árni brýtur í tvígang gegn Nínu Rún Bergsdóttur, sem þá var 14 ára.

5. - 12. ágúst
Nína Rún greinir föður sínum og stjúpmóður frá brotum Róberts Árna.

22. ágúst
Lögreglu er greint frá kynferðisbrotum Róberts Árna gegn Nínu Rún. 

12. september
Húsleit er gerð á heimili Róberts Árna. Þar fundust meðal annars minnisbók með 325 kvenmannsnöfnum, fimm myndbandsspólur sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og 225 ljósmyndir sem lögreglan flokkar sem barnaklám.

Haust 2006 til vor 2007
Róbert Árni brýtur um 15 sinnum á 15 ára gamalli stúlku og greiðir henni fyrir munnmök og samræði.

2006

Janúar
Róbert Árni greiðir 15 ára stúlku 15 þúsund krónur og áfengi fyrir að hafa við sig munnmök í bifreið sem lagt var í Elliðaárdal í Reykjavík.

Janúar og febrúar
Róbert Árni á í samskiptum við 15 ára stúlku og reynir ítrekað að tæla hana til kynferðismaka, meðal annars með því að bjóða henni peningagreiðslur. 

2007

7. febrúar
Ákæra er gefin út á hendur Róberti Árna fyrir brot gegn fjórum unglingsstúlku, þar á meðal gegn Nínu Rún. 

18. september
Fjallað er um mál Róberts Árna í fréttaskýringaþættinum Kompási. Hann hafði starfað sem lögmaður, og meðal annars varið meinta barnaníðinga, frá því rannsókn hófst og eftir að ákæra var gefin út.

26. september
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir Róbert Árna í þriggja ára fangelsi.

16. nóvember
Halla Ólöf leggur fram kæru gegn Róberti Árna. 

2008 

15. maí
Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms yfir Róberti Árna. 

2009

6. febrúar
Róbert Árni hefur afplánun í fangelsinu á Akureyri.

27. apríl
Skýrsla er tekin af Róberti Árna vegna kæru Höllu Ólafar. 

September
Tölvugögn í máli Höllu Ólafar rannsökuð. 

2010

11. maí
Róbert Árni er dæmdur fyrir brotin gegn Höllu Ólöfu, en ekki gerð refsing. 

2011

2. febrúar
Róbert Árni fær reynslulausn, eftir að hafa setið inni í tæp tvö ár. 

2016

27. september
Robert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, fær uppreist æru. 

2017

13. febrúar
Robert sendir inn beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um að felld verði niður svipting réttinda hans til að vera héraðsdómslögmaður. 

31. maí
Héraðsdómur Reykjaness veitir Robert lögmannsréttindi sín á nýjan leik. 

15. júní
Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms um að veita Robert lögmannsréttindi sín. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu