Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar

Brynj­ar Ní­els­son og Robert Dow­ney sinntu báð­ir lög­manns­störf­um fyr­ir nekt­ar­dans­stað­inn Bóhem sem var á Grens­ás­vegi. Fað­ir brota­þola Roberts spyr hvort Brynj­ar sé haf­inn yf­ir grun um að vera hæf­ur til að sinna störf­um í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þar sem nú er far­ið yf­ir ferl­ið sem veitti Roberti upp­reist æru.

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar
Brynjar Níelsson var áður lögmaður nektardansstaðarins Bóhem, líkt og Robert Downey. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fer nú yfir ferlið sem veitti Roberti Downey uppreist æru, en þar sinnir Brynjar formennsku. Mynd: xd.is

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og lögmaðurinn Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hafa báðir á sinnt lögmannsstörfum fyrir nektardansstaðinn Bóhem sem var á Grensásvegi. Þá var bróðir Brynjars, Gústaf Níelsson, talsmaður staðarins. Bergur Þór Ingólfsson, faðir brotaþola Roberts, vekur athygli á þessum tengslum á Facebook-síðu sinni og veltir því fyrir sér hvort Brynjar sé hafinn yfir grun um að vera hæfur til að sinna störfum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, en þar er nú farið fyrir ferlið sem veitti Roberti uppreist æru. 

Bergur segir Brynjar að undanförnu margoft gert lítið úr glæpum Róberts Árna Hreiðarssonar í fjölmiðlum og um leið smættað afleiðingar þeirra. „Það eru til al­var­legri brot held­ur en þessi gagn­vart börn­um,“ sagði Brynj­ar meðal annars um brotin í viðtali við mbl.is á dögunum. Þá bendir Bergur á að bróðir Brynjars, Gústaf, hafi að sama …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár