Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Við ætlum ekki að leyfa honum að vinna“

Nína Rún Bergs­dótt­ir var fjór­tán ára þeg­ar Ró­bert Árni Hreið­ars­son braut á henni. Of­beld­ið hafði gríð­ar­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér, en það var ekki fyrr en Nína reyndi að kveikja í sér inni á sal­erni á barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans að hún fékk að­stoð við hæfi. Hér seg­ir Nína, ásamt for­eldr­um sín­um og stjúp­móð­ur, frá af­leið­ing­um kyn­ferð­isof­beld­is­ins, bar­átt­unni fyr­ir við­eig­andi að­stoð og órétt­læt­inu sem þau upp­lifðu þeg­ar ger­and­inn hlaut upp­reist æru.

„Mér finnst fáránlegt að segja það upphátt í dag, en það var mikil vinátta á milli okkar Rikka og við töluðum saman á nánast hverjum degi,“ segir Nína Rún Bergsdóttir, en hún var fjórtán ára gömul og með brotna sjálfsmynd eftir áralangt einelti þegar strákur að nafni Rikki „addaði“ henni á samskiptaforritinu MSN. Hún setti það ekki fyrir sig að eiga í samskiptum við ókunnugan strák, sem sagðist vera 17 ára gamall, enda hafði hún um nokkra stund leitað huggunar á internetinu. Þar átti hún í samskiptum og myndaði vinasambönd við jafnaldra sína um allan heim. Hún var í uppreisn gegn foreldrum sínum, byrjuð að reykja, drekka og stunda sjálfsskaða, og fannst vinirnir sem hún eignaðist á veraldarvefnum þeir einu sem skildu hana. Á netinu gat hún verið hver sem er, ekki bara stelpan með skökku tennurnar, spangirnar og bólurnar, sú sem faldi sig á bakvið dökku augnmálninguna á skólalóðinni. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár