„Mér finnst fáránlegt að segja það upphátt í dag, en það var mikil vinátta á milli okkar Rikka og við töluðum saman á nánast hverjum degi,“ segir Nína Rún Bergsdóttir, en hún var fjórtán ára gömul og með brotna sjálfsmynd eftir áralangt einelti þegar strákur að nafni Rikki „addaði“ henni á samskiptaforritinu MSN. Hún setti það ekki fyrir sig að eiga í samskiptum við ókunnugan strák, sem sagðist vera 17 ára gamall, enda hafði hún um nokkra stund leitað huggunar á internetinu. Þar átti hún í samskiptum og myndaði vinasambönd við jafnaldra sína um allan heim. Hún var í uppreisn gegn foreldrum sínum, byrjuð að reykja, drekka og stunda sjálfsskaða, og fannst vinirnir sem hún eignaðist á veraldarvefnum þeir einu sem skildu hana. Á netinu gat hún verið hver sem er, ekki bara stelpan með skökku tennurnar, spangirnar og bólurnar, sú sem faldi sig á bakvið dökku augnmálninguna á skólalóðinni. …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
„Við ætlum ekki að leyfa honum að vinna“
Nína Rún Bergsdóttir var fjórtán ára þegar Róbert Árni Hreiðarsson braut á henni. Ofbeldið hafði gríðarlegar afleiðingar í för með sér, en það var ekki fyrr en Nína reyndi að kveikja í sér inni á salerni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans að hún fékk aðstoð við hæfi. Hér segir Nína, ásamt foreldrum sínum og stjúpmóður, frá afleiðingum kynferðisofbeldisins, baráttunni fyrir viðeigandi aðstoð og óréttlætinu sem þau upplifðu þegar gerandinn hlaut uppreist æru.
Athugasemdir