Forsætisráðherra varaði við bakslagi í jafnréttisbaráttu. Svo myndaði hún nýja ríkisstjórn þar sem jafnréttismálin enduðu í óvæntum höndum.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
Blaðamenn eru „ótrúlega miklir aumingjar“
Í þætti Harmageddon í gær var „skæruliðadeild“ Samherja rædd við þingmennina Brynjar Níelsson og Helgu Völu Helgadóttur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði þar blaðamenn sjálfhverfa aumingja og að það mætti gagnrýna þá með öllum hætti og að þeir þyrftu að hætta að vera viðkvæmir.
Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks og einnig Framsóknarflokks hafa gagnrýnt ýmis ákvæði stjórnarskrárfrumvarps Katrínar Jakobsdóttur sem gengið er til nefndar.
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt
Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
Yfirdeild MDE átelur Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fyrir þátt hennar í Landsréttarmálinu. Hæstiréttur og Alþingi, þá undir meirihluta Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, fá einnig gagnrýni. Yfirdeildin segir gjörðir Sigríðar vekja réttmætar áhyggjur af pólitískri skipun dómara.
Pistill
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Að píska dauðan hest: Tröllasögur um öryrkja
Það segir sína sögu um meinta leti örorkulífeyrisþega að þrátt fyrir að skerðingar örorkulífeyris séu mjög vinnuletjandi er umtalsverður hluti þeirra á vinnumarkaði, skrifar Kolbeinn Stefánsson í svari við tillögu Brynjars Níelssonar um rannsókn á bótasvikum öryrkja.
GreiningSamherjaskjölin
Sjávarútvegsráðherra Namibíu: Samherjamálið ástæðan fyrir að uppboð á kvóta frestaðist
Skipstjóri Samherja, Páll Steingrímsson, segir að Ríkisútvarpið beri ábyrgð á því að velferðarþjónusta í Namibíu er fjársvelt. Ástæðan er umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í landinu sem leitt hafi til nýs fyrirkomulags í úthlutun aflaheimilda sem ekki hafi gengið vel. Albert Kawana sjávarútvegsráðherra segir að hann vilji forðast spillingu eins og þá í Samherjamálinu í lengstu lög.
Fréttir
Brynjar aðeins lagt fram eitt frumvarp og eina fyrirspurn á ferlinum
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ver fjölda fyrirspurna sinna á Alþingi og býður Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokks, „velkominn í gagnsæisklúbbinn“. Eina frumvarp Brynjars til þessa hefur varðað refsingar við tálmun.
Fréttir
Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði að það lærði enginn íslensku sem ekki les biblíuna í umræðum á Alþingi um nýjan samning ríkisins og þjóðkirkjunnar.
Fréttir
Réttlæta meðferðina á óléttu konunni: „Það bara gilda ákveðnar reglur“
Áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafa stigið fram í morgun og réttlætt brottflutning kasóléttrar konu til Albaníu. Læknir á kvennadeild Landspítalans hafði mælt gegn því að hún færi í langt flug þar sem hún væri að glíma við stoðkerfisvandamál. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur fallist á skýringar Útlendingastofnunar. „Það virðist vera að þarna var fylgt þeim almennu reglum sem þau hafa.“
FréttirBarnaverndarmál
Ósammála Mannréttindaskrifstofu Íslands og vill taka hana af fjárlögum
„Félagskapur sem telur rétt að engin viðurlög eigi að vera við vanrækslu foreldris gegn barni, sem felst í því að tálma umgengni við hitt foreldrið með ólögmætum hætti, getur ekki kennt sig við mannréttindi,“ skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fréttir
Brynjar gekk út af fundi: „Ég nennti ekki að taka þátt í sjónarspili“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði ekki samráð við aðra nefndarmenn áður en hún boðaði ráðherra á fund. Brynjar Níelsson segir málið „pólitískt sjónarspil“.
FréttirBarnaverndarmál
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“
Þrjár ungar stúlkur sem hafa reynslu af því að móðir þeirra sé fangelsuð fyrir að halda þeim frá föður segja að frumvarp sjálfstæðismanna um refsingu við tálmun bitni verst á börnum. „Mamma okkar gerði allt til þess að forða okkur frá ofbeldi.“
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.