Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Blaðamenn eru „ótrúlega miklir aumingjar“

Í þætti Harma­geddon í gær var „skæru­liða­deild“ Sam­herja rædd við þing­menn­ina Brynj­ar Ní­els­son og Helgu Völu Helga­dótt­ur. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kall­aði þar blaða­menn sjálf­hverfa aum­ingja og að það mætti gagn­rýna þá með öll­um hætti og að þeir þyrftu að hætta að vera við­kvæm­ir.

Blaðamenn eru „ótrúlega miklir aumingjar“
Blaðamenn sjálfhverfir aumingjar Brynjar Níelsson sagði í viðtali við Harmageddon að gagnrýna mætti blaðamenn með öllum hætti og almennt væru blaðamenn alltof viðkvæmir Mynd: xd.is

„Menn eru bara að fara á taugum af því að þetta snýr að einhverjum blaðamönnum. Þið eruð svo sjálfhverfir, þið eruð svo ótrúlega miklir aumingjar, þið eruð alveg ótrúlegir,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í útvarpsþætti Harmageddon í gær þar sem „skæruliðadeild“ Samherja var umræðuefnið. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, var einnig til viðtals í þættinum. 

Réttmæt vörn Samherja

Að mati Brynjars eru þau vinnubrögð „skæruliðadeildar“ Samherja sem Stundin og Kjarninn hafa fjallað um, réttmæt vörn fyrirtækisins. „Þetta er fyrirtæki sem er djöflast á alla daga,“ sagði Brynjar og hélt því svo fram að málið í heild sinni væri „nauðaómerkilegt“.

Stóra álitaefnið að hans mati sé það að gögnunum hafi verið stolið. „Stóra málið og siðleysið í þessu er að vera birta einhver gögn, stolin gögn um skoðanir fólks sín á milli,“ sagði hann. Ekkert af því sem birtist í umfjöllun Stundarinnar segir hann kalla á það að almenningur fái aðgang og sé upplýstur um þær aðferðir sem stjórnendur Samherja og starfsfólk á þeirra vegum hefur beitt bæði blaðamenn og aðra. 

„Þið eruð svo ótrúlega miklir aumingjar, þið eruð alveg ótrúlegir“

Ástæðuna fyrir því að málið hafi vakið slíka athygli segir hann vera vegna þess að það snúi að blaðamönnum. „Það eru allir að beita sér í einhverju (...) en af því að þetta er Samherji og einhverjir blaðamenn þá fer allt á annan endann.“ Fyrr í viðtalinu sagðist hann ekki skilja þessa „viðkvæmni“ í blaðamönnum. 

Brynjar spyr í viðtalinu hvað sé að því að skrifaðar hafi verið greinar í nafni Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, og að fjöldi fólks hafi komið að því.  Þar að auki var hann spurður hvort hann teldi þetta eðlileg vinnubrögð hjá stjórnendum Samherja og hann svaraði að „ef ég tel blaðamanninn vera með óheiðarleg vinnubrögð, fara með rangindi, þá gagnrýni ég hann, þá fer ég bara beint í hann, hvað er að því?“ Hann segir mega gagnrýna blaðamenn „með öllum hætti“ og að þeir séu „alltof viðkvæmir“. 

Sat hjá í atkvæðagreiðslu 

Sama dag og viðtalið fór fram sat Brynjar hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Í samtali við Fréttablaðið sagði Brynjar:  „Um leið og menn samþykkja svona frumvarp er alltaf hætta á að þessi leið beinna ríkisstyrkja festist í sessi“ og bætti síðar við:  „Svo kemur að því að framlögin duga ekki lengur til að halda lífinu í fjölmiðlum og þá kemur krafan um hærri styrki.“

Í áður umræddu viðtali við Harmageddon sagðist Brynjar átta sig á mikilvægi fjölmiðla en þeir væru ekki fjórða valdið eins og þeir hafa verið skilgreindir enda hefðu þeir „ekkert vald“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

„Skæruliðar“ Samherja

„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Fréttir

Þor­steinn svar­ar engu um dylgj­ur í af­sök­un­ar­beiðni

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki ætla að svara um efni af­sök­un­ar­beiðni sem fyr­ir­tæki hans birti óund­ir­rit­aða á vef­síðu sinni um helg­ina. Stund­in beindi til hans sömu spurn­ingu og lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafði kraf­ið Lilju Dögg Al­freðs­dótt­ur mennta­mála­ráð­herra svara um nokkr­um vik­um fyrr. Í af­sök­un­ar­beiðn­inni er full­yrt að um­fjöll­un hafi ver­ið „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um“.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
5
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár