Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Tannhjólin í áróðursvél Samherja

Þrír ein­stak­ling­ar gegna lyk­il­hlut­verki í þeirri áróð­ur­svél sem stjórn­end­ur út­gerð­ar­inn­ar Sam­herja ræstu eft­ir upp­ljóstran­ir um mútu­greiðsl­ur til namib­ískra stjórn­mála­manna. Þetta eru Þor­björn Þórð­ar­son al­manna­teng­ill, Arna Bryn­dís McClure Bald­vins­dótt­ir lög­mað­ur og Páll Stein­gríms­son skip­stjóri. Sá síð­ast­nefndi hef­ur lát­ið birta í sínu nafni fjölda greina sem Þor­björn og Arna hafa ým­ist skrif­að eða rit­stýrt. Öll eru þau í beinu sam­bandi við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja, Björgólf Jó­hanns­son, sem tíma­bund­ið var for­stjóri út­gerð­ar­inn­ar, og Jón Ótt­ar Ólafs­son, rann­sak­anda fyr­ir­tæk­is­ins.

Frá því að Samherjaskjölin voru afhjúpuð í Kveik, Stundinni og Al Jazeera í samstarfi við Wikileaks, hafa viðbrögð Samherja einna helst snúið að því að gera fréttamenn og þá miðla sem fjölluðu um málið tortryggilega. Liður í því hafa verið greinaskrif skipstjórans sem um árabil hefur starfað hjá Samherja eða dótturfélögum. Tilgangur greinaskrifanna hefur einna helst verið að ráðast á blaðamanninn Helga Seljan og trúverðugleika hans. Hann var lykilmaður í afhjúpun Samherjaskjalanna sem fréttamaður Kveiks og einn höfunda bókarinnar Ekkert að fela: Á slóð Samherja í Afríku, sem fjallar um málið. 

Samskipti sem Stundin hefur séð sýna hvernig Þorbjörn og Arna ýmist skrifa eða í raun handstýra þessum skipstjóra, Páli Steingrímssyni, í skrifum sínum til varnar Samherja. Hann bauð fram aðstoð sína í þessum tilgangi strax 20. nóvember árið 2019, átta dögum eftir birtingu Samherjaskjalanna. Boð sem Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarmaður Þorsteins Más Baldurssonar, forstjóra útgerðarrisans, segir í tölvupósti til Þorbjörns að sé „ef við þurfum nafn á einhver skrif“. Þorbjörn svarar um hæl með orðunum: „Frábært að vita af þessu. Ég vista númerið hans og netfang. Mér finnst mjög líklegt að þetta nýtist.“ 

Og það varð raunin.

Hjálpast að við að fela slóðina

Fjölmörg tölvuskeyti fara á milli Þorbjörns og Páls þar sem Þorbjörn ýmist skrifar heilu greinarnar eða ritstýrir þeim. Páll býður honum til að mynda að „matreiða“ greinar eins og honum „best þyki“; greinar sem eru síðar birtar í nafni skipstjórans. Það boð þiggur Þorbjörn. Ein þessa greina, Saklaus uns sekt er sönnuð, tekur til að mynda svo stórkostlegum breytingum í meðförum hans að í rúmlega 900 orða grein eru aðeins 88 komin frá Páli. Öll hin skrifar Þorbjörn. Það er líka raunin með greinarnar Ritsóðinn Helgi Seljan númer I og II. Þær fær Páll sendar frá Þorbirni fullbúnar, þótt hann fái tækifæri til að hafa skoðun á greinunum sem birtar eru í hans nafni. 

„Hvernig fannst þér síðasti kaflinn um skrif á samfélagsmiðlum almennt? Kannski full dramatískur? Svo erum við þarna aðeins að velta fyrir okkur andlegri líðan Seljan. Það verður áhugavert að sjá viðbrögðin við því,“ skrifar Þorbjörn. Í þessum síðasta kafla er gengið langt í að ýja að því að geðheilbrigði Helga sé ábótavant og að hann glími við vanlíðan og mikla þörf fyrir viðurkenningu. Í greininni segir meðal annars að það sé „kannski verkefni fyrir aðra en skipstjóra sem hefur ekki sérþekkingu á geðheilbrigði“ að velta fyrir sér lundarfari og andlegri líðan Helga. Þetta þykir Páli  ekki of langt gengið, eða eins og hann segir í skilaboðum til Þorbjörns: „Nei, við skulum alls ekki sleppa dramatíkinni, er svo í anda Helga Seljan finnst mér.“

Upp hafa þó komið skipti þar sem ekki ríkir einhugur eða sátt um greinar. Páll ber á endanum ábyrgð á að senda greinar til birtingar og hefur því ákvörðunarrétt hvort nafn hans sé notað. Það er ljóst af samskiptunum að hann á hins vegar ekki að senda neitt nema með samþykki Samherja. „Kíktu á þetta en ekki senda neitt inn til birtingar fyrr en þú færð grænt ljós frá mér. Ég á eftir að láta mennina lesa þetta yfir,“ skrifar Þorbjörn til að mynda um áðurnefnda grein, Ritsóðinn Helgi Seljan. Ekki fylgir hverjir „mennirnir“ eru. En þeir virðast mikilvægir, því á öðrum stað segir Þorbjörn að þeir hafi gefið „grænt ljós“ á að áfram verði birtar greinar í nafni Páls. Eitthvað sem skipstjórinn er sáttur við; enda segist hann vera „bara eitt tannhjól í góðri vél“.

Í þessum samskiptum Þorbjörns leiðbeinir hann líka Páli hvernig hann þurfi að vista textann sem hann sendi í nýju skjali áður en greinin er send til birtingar á fréttavefnum Vísi. Það er gert til að fela skráningarupplýsingar, svokallaðar metadata upplýsingar, sem finna má í skjölum sem geta vísað á raunverulega höfunda þess; sem í tilfelli greina Páls er Þorbjörn sjálfur. Því næst útskýrir Þorbjörn nákvæmlega hvernig Páll á að bera sig að til að fá greinina birta, við hverja eigi að tala innan fréttastofu Sýnar og að óska þurfi eftir að starfstitill hans komi fram: Höfundur er skipstjóri hjá Samherja hf.

Í fjölmörgum tilvikum sendir Þorbjörn svo Páli athugasemdir til birtingar við stöðuuppfærslur á Facebook. Svör til Kristins Hrafnssonar, ritstjóra Wikileaks, til Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, til Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingar, og Svavars Halldórssonar, eiginmanns Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks. Gert til að svörin og athugasemdirnar hafi ásýnd þess að koma frá öðrum en Samherja. 

Þorbjörn sendir svo Páli færslu til að setja inn á Facebook-hópinn Fjölmiðlanörda til að kynna fyrsta myndbandið sem Samherji framleiddi og auglýsti á Youtube. Myndband sem hafði þann eina tilgang að ráðast að trúverðugleika Helga Seljan með ásökunum um að hann hefði ýmist falsað eða átt við skýrslu sem átti að hafa verið grunnurinn að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á hendur Samherja. Mál sem vísað var frá dómi sökum formgalla á heimildum bankans. 

LeiðtoginnÞorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er í beinu sambandi við þá sem leika lykilhlutverk í áróðri Samherja.

Kalla sig skæruliða

Þessi óformlegi hópur sem virðist potturinn og pannan í málsvörn Samherja kallar sig svo skæruliðadeildina. Í samskiptum þeirra á milli er ítrekað vísað til þessa nafns. „Skæruliðadeildin er alltaf á vaktinni 😉“ segir í einum þessara skilaboða. Aðrir samfélagsmiðlanotendur sem hafa talað máli Samherja eru svo sagðir tilheyra „skuggadeildinni“ og að þeir fái reglulega upplýsingar frá Páli til að nýta. Upplýsingar sem virðast gjarnan eiga uppruna sinn hjá Örnu, Þorbirni eða öðrum starfsmönnum Samherja. 

Orðfærið sem notað er í samtölum innan hópsins er líka í anda skæruhernaðar. Ítrekað er talað um að stinga og sparka í fólk. Að stinga Jóhannes eða blaðamenn. 

„Vona að Óskar, Bubbi og Þorbjörn standi við það sem þeir hafa sagt við þig, að gefa ekki eftir. Við erum búin að stinga. Nú þarf að snúa og svo salta í sárið,“ skrifar Arna í skilaboðum. „Ef þið Þorbjörn eruð að spá í að stinga Jóhannes þá er hugmynd hér,“ segir hún í öðrum. Páll notar sama orðfæri líka. „Við verðum allavega klár og munum nota hvert tækifæri til að stinga svo mikið er víst 😇😇“ skrifar hann til Örnu, sem og eftir samtal við Björgólf Jóhannsson, þáverandi forstjóra Samherja: „Komdu með þína hugmynd, var að leggja á Bubba og hann vill stungu.“

Skæruhernaðurinn virðist auk Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara í Samherjamálinu, helst beinast gegn blaðamönnum. Samskiptin sýna til að mynda hvernig Þorbjörn og Arna reyndu að sverta orðspor tveggja færeyskra blaðamanna á Kringvarpinu eftir að heimildarmynd þeirra, Hinir óseðjandi, birtist. Það eru þau Jan Lamhauge og Barbara Hólm. 

Myndin, sem unnin var í samstarfi við fréttamenn Kveiks, afhjúpaði hvernig Samherji hafði misnotað heimild í færeyskum lögum til að fá skatta sjómanna sinna endurgreidda. Það gerðu þeir með því að skrá íslenska starfsmenn á verksmiðjutogurum undan Afríkuströndum sem farmenn á fraktskipum. Ólíkt öðrum uppljóstrunum í tengslum við starfsemi Samherja og hugsanleg lögbrot brást Samherji ekki við með tilkynningu á vefsíðu sinni heldur endurgreiddi dótturfélag Samherja – Framherji – færeyska skattinum 17 milljónir danskra króna, jafnvirði um 350 milljónir íslenskra króna. Færeyski skatturinn hefur kært málið til lögreglunnar. 

Leggur línurnar

Samantektir sem súmmera upp hvaða sjónarhorni Samherji vill varpa á þau mál sem afhjúpuð hafa verið undanfarið eitt og hálft ár eru svo skrifaðar og sendar völdum einstaklingum innan Samherja. Óljóst er í hvaða tilgangi nákvæmlega það er gert. Í skráningarupplýsingum skjala sem Stundin hefur skoðað kemur fram að Arna – eða í það minnsta tölvan hennar – sé höfundur þeirra. Þessar samantektir hafa svo endurómað í skrifum sem birt hafa verið í nafni annarra einstaklinga, þá sér í lagi skipstjórans Páls. 

Þó ekki eingöngu.

Stundin hefur séð samskipti Örnu og Þorbjörns við Eyþór Eðvarðsson, sem skrifaði greinina Kynni mín af ís­lenskri út­gerð í Namibíu til varnar Samherja. „Hér er komið uppkast að greininni, hún er ekki í tracking, en þín input eru þarna nánast óskert utan þess hluta þar sem mér fannst ég vera að tala sem einn Samherjamanna. Með fullri virðingu fyrir þeim, þá var þetta ekki hugsað þannig,“ skrifar Eyþór til Þorbjörns. Greinin er einnig send Örnu til yfirlestrar. 

Arna á líka í samskiptum við Jónas Sigurgeirsson, sem gaf út bókina Gjaldeyriseftirlitið – vald án eftirlits?, þar sem fjallað var með neikvæðum og gagnrýnum hætti um rannsókn Seðlabankans á Samherja. Samskiptin við Jónas eru vegna greinar til varnar útgerðinni sem virðist óbirt, í það minnsta opinberlega. 

Arna hefur á síðustu árum verið lykilstarfsmaður útgerðarinnar en hún er innanhússlögmaður Samherja. Upphaflega kom hún til starfa hjá útgerðarrisanum í kjölfar þess að Seðlabanki Íslands hóf rannsókn á fyrirtækinu fyrir grun um brot á gjaldeyrislögum. Auk þess er hún ræðismaður Kýpur á Íslandi en á Miðjarðarhafseyjunni hefur Samherji notað sem miðstöð fjármálastarfsemi sinnar. Arna hefur verið fulltrúi útgerðarinnar víðs vegar um heim, svo sem í Namibíu þar sem hún sat meðal annars í stjórn Arcticnam Fishing, félags sem Samherji átti til móts við namibíska kvótaleyfishafa. Þeir hafa lýst yfir og látið rannsaka sérstaklega brot Samherja í þeirra garð. Nafn Örnu er meðal þeirra sex sem greint hefur verið frá frá að hafi réttarstöðu grunaðra í rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamálinu. 

Hún er nú hætt störfum, samkvæmt þeim gögnum sem Stundin hefur séð.

Úr fréttum á „fréttastofu“ Samherja

Þorbjörn var ráðinn til starfa sem utanaðkomandi ráðgjafi eftir að Samherjaskjölin voru afhjúpuð. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið kominn til starfa fyrir eða eftir birtingu Kveiksþáttarins en hann hefur leikið lykilhlutverk í árásum Samherja á blaðamenn. Eftir að hafa hætt í fjölmiðlum setti hann á fót lögmannsstofuna LPR, sem stendur fyrir Legal and PR, eða lögfræði og almannatengsl, í samvinnu við Halldór Reyni Halldórsson. Það er á þeim vettvangi sem hann ræður sig til starfa í þjónustu Samherja. 

Til viðbótar við að vera höfundur eða ritstjóri margra greina sem birtar hafa verið í annarra nafni hefur hann tekið þátt í að búa til áróðursmyndbönd sem útgerðin hefur látið framleiða og birt í formi auglýsinga á YouTube. Meðal annars hafði hann milligöngu um að afla myndefnis sem keypt var af RÚV til nýtingar í þessum myndböndum. Sjálfur er hann fyrrverandi fréttamaður og starfaði um árabil á Morgunblaðinu og fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þorbjörn var svo einn þeirra sem sá um að kemba samfélagsmiðlasíður starfsmanna RÚV áður en þeir voru kærðir til siðanefndar fjölmiðilsins. Málið endaði með því að öllum ummælum var vísað frá eða sýknað í nema þremur ummælum Helga sem þóttu bera vott um hæðni í garð forsvarsmanna Samherja. 

Niðurstaðan varð efni enn eins myndbandsins sem Samherji lét framleiða og auglýsti á YouTube og vef Morgunblaðsins. 

Leita víða fanga

Samherjar virðast hafa vaktað fleiri einstaklinga en þá fréttamenn sem kærðir voru til siðanefndar RÚV. Kjarninn greindi á síðasta ári frá umsátri Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns, sem starfar fyrir Samherja í dag. Gögn sem Stundin hefur séð sýna hins vegar líka að aðrir hafi verið í sigti Samherja; svo sem rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. 

Í tölvupóstsamskiptum Þorbjörns við Pál koma fram hugmyndir þess síðarnefnda að svara grein Hallgríms, Skilið þýfinu, sem fjallar um Samherja, með því að spyrja hvort hann hafi „farið í neðstu skúffuna og fundið samviskuna sína eins og Jóhannes, og ætli að skila öllum listamannalaununum sem hann hefur þegið í gegnum árin, fengið samviskubit eftir að hafa bónað Tesluna sína og hlustað á fréttir af rafmagnsleysinu á landsbyggðinni um leið, batnandi mönnum er best að lifa.“ Hann ætti hins vegar eftir að fá „staðfest að Hallgrímur eigi tesluna en ekki nágranni hans, er að bíða eftir svari um það“. Það sagðist Þorbjörn geta gert, verandi með aðgang að fasteigna- og bifreiðaskrá. Eitthvað sem Páli þótti ánægjulegt og tveggja broskalla virði: „Glæsilegt :D þú ert rétti maðurinn fyrir okkur hjá Samherja :D“ 

Niðurstaðan var að Hallgrímur átti ekki Tesluna, heldur nágranninn, og ekkert varð af greininni.

Í beinu sambandi

Allt virðist gert með vilja og vitund Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra og Björgólfs Jóhannssonar sem leysti hann af tímabundið. Talað er um að „mennirnir“ þurfi að gefa grænt ljós og eru fjölmörg dæmi um að greinar og athugasemdir hafi verið sendar þeim til yfirlestrar fyrir birtingu. Í samskiptum á milli þessara einstaklinga kemur fram að Þorsteinn og Björgólfur séu ánægðir með hópinn og það sem þau gera. Sjálfur er Þorsteinn í beinum samskiptum við þennan hóp. Vísað er til símtala, samtala og funda með Þorsteini og ánægju hans með það sem fram fer. Hann hefur þó líka sett fótinn niður. Þannig lýsir Arna því að hún sé að skrifa samantekt sem hún viti ekki hvernig Þorsteinn muni bregðast við. 

Páll segist halda Þorsteini upplýstum. „En ég átti smá spjall við þmb í gærkvöldi,“ skrifar hann og heldur áfram: „Eins ræddum við að ég myndi halda áfram að setja fram þessa pósta af Wikileaks sem við höfum verið að setja fram, ég sagðist bara vera upptekin í vinnunni og þá hló hann bara, svo það liggur vel á honum,“ skrifar hann til Örnu.

Margrét Ólafsdóttir, aðstoðarkona Þorsteins Más, heldur svo efni að Páli, svo sem myndum af Þorsteini Má að sleppa endum með orðunum „hann passar alltaf að skyrpa á kaðalinn.“ Þetta eru myndir sem síðan rata á Facebook-síðu Páls þar sem forstjórinn er teiknaður upp sem mikill dugnaðarforkur. 

Kraftlegar myndirAðstoðarkona forstjóra Samherja, Margrét Ólafsdóttir, sendi Páli myndir af Þorsteini Má í jákvæðum aðstæðum, sem hann síðan birti á Facebook.

Björgólfur er líka í beinum samskiptum við Pál og hvetur hann áfram. „Neglum þá,“ skrifar hann til Páls og á við þá sem gagnrýna fyrirtækið og flytja af því fréttir. 

Það er þó ekki fullkomin sátt um málsvörnina innan Samherja. Sumir vilja ganga lengra en þeir sem taka lokaákvörðun um hvað er gert. Óskar Magnússon, stjórnarmaður í Samherja, á ekki upp á pallborðið hjá Örnu. „Strategian hans Óskars sökkar big time,“ segir hún og vísar til þess að engin viðbrögð hafi verið tilbúin vegna kröfu namibískra stjórnvalda um kyrrsetningu eigna fyrirtækisins í Afríku. Þá virðist Björgólfur hafa stöðvað birtingu fleiri Samherjamyndbanda á YouTube, eitthvað sem Örnu og fleirum sveið. 

Takk fyrir

Hópurinn sem er í sambandi við „skæruliðadeildina“ er Þorsteinn Már, Óskar Magnússon, stjórnarmaður í Samherja, Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, Valur Ásmundsson, sölu- og markaðsstjóri Icefresh, sölufélags Samherja, Baldvin Þorsteinsson, erfingi Samherjaveldisins, móðir Þorsteins og Helga Steinunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi eiginkona Þorsteins og áður einn aðaleigandi fyrirtækisins. „Ja og Jóni Óttari, má ekki gleyma honum,“ skrifar Páll þegar hann ræðir við Örnu um þá sem hafa verið í sambandi við sig vegna greinaskrifanna. Hann tekur sérstaklega fram að Valur, Baldvin, Helga Steinunn og móðir Þorsteins biðji ekki um neitt og að bæði Arna og Þorsteinn „gædi“ sér að fólki til að tala við en „segið ekki meira en nauðsynlegt er“. Aðrir lýsa ánægju sinni fremur en að stýra og leiðbeina. Því stuðningurinn virðist Samherjum kærkominn. Í það minnsta var skálað fyrir Páli í áramótaboðum Samherjamanna og skilaboð send til hans: „Takk fyrir ómetanlegan stuðning í ár“.

Stundin leitaði viðbragða Páls, Örnu, Þorbjörns, Þorsteins Más, Björgólfs, Eyþórs og Jónasar. Páll vildi ekki láta hafa neitt eftir sér og Eyþór sagðist upptekinn en sagðist ótengdur Samherja. Aðrir höfðu ekki svarað erindum blaðsins fyrir prentun. Berist svör síðar verður þeim gerð skil í vefútgáfu. 

Fyrirvari: Höfundur þessarar greinar er einn blaðamannanna sem afhjúpaði Samherjaskjölin og hefur verið til umfjöllunar í áróðursmyndböndum og -skrifum þremenninganna, auk annarra blaðamanna Stundarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Af hverju verður fólk svona?
Fólkið í borginni

Af hverju verð­ur fólk svona?

Una Björg Jó­hann­es­dótt­ir hef­ur löng­um velt fyr­ir sér, og sér­stak­lega nú síð­ustu daga, hvað búi á bak við hat­ur, af hverju fólk hat­ar og hvað hef­ur gerst í þeirra lífi sem leið­ir af sér hat­ur. Það mik­il­væg­asta sem hún hef­ur lært í líf­inu er „ást og um­hyggja, sam­staða og skiln­ing­ur“.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
Fréttir

Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.
Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
FréttirLaxeldi

Arctic Fish á að greiða kostn­að­inn við veið­ar á eld­islöx­un­um

Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðs­stjóri hjá Fiski­stofu, seg­ir al­veg ljóst í lög­um að það er Arctic Fish sem á að borga fyr­ir rekkafar­ana. For­stjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyr­ir­tæk­ið ætli að greiða fyr­ir rekkafar­ana.
Krónan eða evran?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Krón­an eða evr­an?

Kom­andi slag­ur um fram­tíð­ar­gjald­mið­il lands­ins verð­ur að byggj­ast á öðr­um rök­semd­um en ein­vörð­ungu vaxta­stigi.
Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
Fréttir

Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.
„Dinglumdangl og dútl“ á Alþingi í dag
Fréttir

„Dinglumd­angl og dútl“ á Al­þingi í dag

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, beindi spjót­um sín­um að stjórn­völd­um á Al­þingi í dag og upp­skar hlátra­sköll frá með­lim­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­aði at­huga­semd­um Jó­hanns Páls og ræddi lög­gjöf í kring­um inn­leið­ingu EES-gerða.
Verðbólga upp annan mánuðinn í röð
Fréttir

Verð­bólga upp ann­an mán­uð­inn í röð

Verð­bólga mæl­ist átta pró­sent á tólf mán­aða tíma­bili og held­ur áfram að skríða upp á við. Föt og skór hækka sem en flug­far­gjöld lækka. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækk­að um 12,4 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uð­um.
Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
Stolt af barnabörnunum, bókmenntaarfinum og því að hafa stutt hag kvenna
Vettvangur

Stolt af barna­börn­un­um, bók­mennta­arf­in­um og því að hafa stutt hag kvenna

Hjón­in Ólaf­ur H. Ragn­ars­son og María Jó­hanna Lár­us­dótt­ir hafa tek­ið virk­an þátt í ís­lensku sam­fé­lagi í gegn­um ár­in. Í dag horfa þau til baka með bros á vör og fara yf­ir það sem hef­ur veitt þeim gleði í gegn­um ár­in. Þeim er það hjart­ans mál að halda í hlát­ur­inn, hvort ann­að og menn­ing­una.
Traust til þjóðkirkjunnar í sögulegu lágmarki
Fréttir

Traust til þjóð­kirkj­unn­ar í sögu­legu lág­marki

Sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púls Gallup hef­ur hlut­fall þeirra sem bera mik­ið traust til Þjóð­kirkj­unn­ar að­eins einu sinni ver­ið jafn lágt frá því að mæl­ing­ar hóf­ust en hlut­fall þeirra sem eru ánægð­ir með störf bisk­ups hef­ur aldrei ver­ið jafn lágt.
„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Loka auglýsingu