Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Norskt blað segir Ísland spilltast á Norðurlöndum í umfjöllun um Samherjamálið í Namibíu

Tíma­rit sem norska stór­blað­ið Af­ten­posten gef­ur út fjall­ar um Sam­herja­mál­ið í Namib­íu í for­síðu­grein. Eitt helsta inn­tak­ið í grein­inni er að velta upp spurn­ing­um um af hverju spill­ing er tal­in hafa auk­ist á Ís­landi á síð­ustu ár­um.

Norskt blað segir Ísland spilltast á Norðurlöndum í umfjöllun um Samherjamálið í Namibíu

„Á meðan önnur Norðurlönd geta stært sig af því að vera efst á lista yfir minnst spilltu lönd í heimi, hefur Ísland sokkið niður listann eftir mörg ár af ótrúlegum hneykslismálum. Einkum er það sjávarútvegurinn á Íslandi sem er rótin að þessari spillingu,“ segir í nýrri grein í tímariti norska stórblaðsins Aftenposten sem kom út fyrir helgi. Í greininni er fjallað um íslenska kvótakerfið og Samherjamálið í Namibíu sem verið hefur til rannsóknar hér á landi og í Namibíu frá því síðla árs 2019. Með vísunum í lista yfir spillingu á Norðurlöndunum er vísað til þess að Ísland hefur fallið um sæti á lista Transparency International á síðustu árum. 

Þetta tímarit heitir Innsikt og umfjöllunin um spillinguna á Íslandi á forsíðu þess nú í febrúar. Í greininni er meðal annars viðtal við uppljóstrarann í Namibíumálinu, Jóhannes Stefánsson.  Þar eru einnig viðtöl við …

Kjósa
82
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
  Það væri líka áhugavert fyrir Norðmenn að lesa um útflutning norskrar spillingar eða siðleysi við sjófiskeldi einstaka Norðmanna við Ísland. Býst ekki við að þeir fjalli mikið um það. Sem afsakar engan veginn íslenska spillingu, svo óþolandi sem hún er.
  2
 • HSG
  Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
  Maður skammast sín.... aftur :(
  3
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Hverju orði sannara.
  3
 • Thordis Malmquist skrifaði
  Þvílík skömm að þjóðin okkar hefur fengið þennan stimpil, vegna valdagræðgi. óheilinda og lygavefs þeirra sem stjórna þessu landi, ég skammast mín fyrir að hafa komið nálægt því að kjósa þá í góðri trú, fæ óbragð í munninn. Guð hjálpi Íslandi, enginn annar getur það.
  5
 • Flosi Guðmundsson skrifaði
  Þetta er ekkert flólið. Framsókn og Sjallar hafa lengi verið spilltir og síðan þegar Hreyfingin framboð sem er fyrrverandi kommúnistaflokkur. tapar öllu jarðsambandi og hendir öllum stefnumálum fyrir stjórnarsetu þá er fjandinn laus.
  7
  • Jón Ragnarsson skrifaði
   ,,... síðan þegar Hreyfingin framboð sem er fyrrverandi kommúnistaflokkur. tapar öllu jarðsambandi og hendir öllum stefnumálum fyrir stjórnarsetu þá er fjandinn laus."

   Þú býrð á Íslandi ?
   Fyrst þú ákveður að skrifa, er þá ekki gott að vita eitthvað um íslenska spillingakerfið í pólitíkinni ?
   ,,þegar Hreyfingin framboð sem er fyrrverandi kommúnistaflokkur."

   Þriðji flokkurinn er VG sem þú getur ekki sett í neitt samhengi .
   Þarna er bara samankomið fólk sem hefur háskólapróf og ákvað að búa til atvinnumiðlun fyrir félagsfólk svo það geti verið á launum inn í opinbera kerfinu .

   Spilling er það eina sem dregur þetta fólk saman .
   4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár