Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son seg­ir að þo­lend­um kyn­ferð­is­glæpa líði bet­ur ef þeir fyr­ir­gefa brot­in í stað þess að „ganga sinn ævi­veg upp­full­ir af hatri“. Fólk eigi að skamm­ast sín fyr­ir fram­göngu sína gagn­vart Ró­berti Dow­ney og láta hann í friði. Svo virð­ist sem það sé jafn­vel betra að tapa dóms­mál­um sem tengj­ast kyn­ferð­is­brot­um vegna við­bragða al­menn­ings. Sjálf­ur hafi hann ver­ið sak­að­ur um ann­ar­leg­ar hvat­ir gagn­vart ung­lings­stúlk­um í um­fjöll­un um mál­ið.

Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður Róberts Downey, segir að umræðan um réttmæti þess að kynferðisbrotamaður hljóti uppreist æru sé byggð á hatri. Stúlkunum sem hann braut á myndi líða betur ef þær gætu fyrirgefið honum brotin. Um leið sagði hann jafnvel verra fyrir menn að vinna mál fyrir dómstólum ef þau tengjast kynferðisbrotum með einhverjum hætti, vegna viðbragða samfélagsins. 

„Ég fullyrði það að þeim sem brotið er gegn, þeim myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu, gegn alvarlegu broti. Stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta.“ 

Þetta kemur fram í viðtali Eyjunnar við Jón Steinar, þar sem óskað var eftir sýn hans á þetta mál, fyrirgefninguna og ummæli sem sagt er að fallið hafi um Jón Steinar í athugasemdakerfum vefmiðla. 

„Það er bara hatur“

Í viðtalinu segir Jón Steinar furðulegt að fylgjast með umræðunni um endurheimt Róberts á málflutningsréttindum og segir netheimasamfélagið hafa farið úrskeiðis. Með því að veita honum uppreist æru sé ekki verið að leggja mat á brotin, því búið sé að afgreiða það með dómi og afplánun Róberts. Í eðli flestra Íslendinga búi skilningur og viljinn til að veita mönnum tækifæri til að hefja líf sitt að nýju eftir að afplánun er lokið. „Þetta er það sem þetta gengur allt út á. Það er alveg furðulegt að fylgjast með því finnst mér, núna þegar maðurinn fær málflutningsréttindin aftur sem hann var sviptur á sínum tíma, þá er eins og að netheimasamfélagið gangi eitthvað úrskeiðis yfir því. Af hverju er það? Getur hann frekar drýgt brot á því sviði sem hann var dæmdur fyrir ef hann hefur málflutningsréttindi? Auðvitað ekki,“ segir Jón Steinar.

„Hvenær hefur mannfólkið bætt veröldina með hatri? Ég spyr nú að því.“

„Hver er þá ástæðan fyrir því að fólk hagar sér svona, að ráðast með þessum hætti að þessari aðgerð? Það er bara hatur.

Það er alveg augljóst að það hefur ekkert að gera með brotið að gera sem hann drýgði heldur er það bara einhvers konar hatur á hendur manninum fyrir þau brot sem hann drýgði á sínum tíma. Það er auðvitað ekkert hægt að breyta þeim. Hann var dæmdur fyrir þau. Hann afplánaði þá refsingu. Hvenær hefur mannfólkið bætt veröldina með hatri? Ég spyr nú að því.

Eigum við ekki frekar að sýna fyrirgefningu? Það er miklu nær lagi að gera það en taka svo auðvitað fast á ef koma brot aftur. Auðvitað eigum við miklu frekar að gera það. Það eru lagareglur um það sem greiða fyrir því að getum veitt mönnum sem brjóta af sér annað tækifæri. Það eigum við auðvitað bara að gera.

Ég fullyrði það að þeir sem brotið er gegn þeim myndi líða mikla betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu, gegn alvarlegu broti. Stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta, jafnvel allt upp í það að svipta menn lífi. Þeir sem geta þróað með sér hugmynd um fyrirgefningu á slíku þeim líður miklu betur heldur en þeim sem ætla að ganga sinn æviveg uppfullir af hatri gagnvart þeim sem einstaklingi sem vissulega hefur brotið af sér, en afplánaði refsingu sína samkvæmt lögum landsins.“

Uppreist æruRóbert Árni Hreiðarsson, nú Róbert Downey, var dæmdur fyrir að brjóta gegn fimm unglingsstúlkum. Hann fékk uppreist æru og endurheimti lögmannsréttindin á dögunum.

„Nóg lagt á aumingja manninn“

Fram hefur komið að fyrir dómi játaði Róbert aldrei að hafa gert nokkuð rangt, eftir að hafa beitt fimm unglingsstúlkur blekkingum um langt tímabil, tælt þær til sín á fölskum forsendum, brotið á þeim og gefið þeim peninga. Þá hafa stúlkurnar og fjölskyldur þeirra stigið fram og gagnrýnt að mannorð hans sé hreinsað með þessum hætti án þess að hann hafi nokkurn tímann beðist fyrirgefningar eða sýnt iðrun.

Aðspurður hvort Róbert þurfi þá ekki að sýna iðrun og biðjast fyrirgefningar segist Jón Steinar ekki hafa fulla yfirsýn yfir allt sem Róbert kann að hafa sagt, en hann hafi ekki haft aðstöðu til þess að tala opinberlega um þessi brot, vegna þess að það hallar alltaf á hann. „Hann er undir stöðugum árásum,“ segir Jón Steinar.

Stundin hafði samband við Jón Steinar í síðustu viku og bað um aðstoð við að komast í samband við Róbert, svo hann gæti tjáð sig opinberlega um brot sín og afstöðu til þess að hann hefði fengið uppreist æru. Jón Steinar hafnaði því hins vegar, sagði „víst nóg lagt á aumingja manninn“ svo hann færi ekki að „siga“ Stundinni á hann, kvaðst vera í golfi og skellti á.

„Þetta voru ekki lítil börn“

Þá sagði Jón Steinar það merki um iðrun að Róbert hefði leitað sér sálfræðihjálpar og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki brotið gegn litlum börnum heldur unglingsstúlkum. „Ég veit það alveg að honum finnst þetta slæmt gagnvart þeim unglingsstúlkum sem þetta voru nú, þetta voru ekki lítil börn sko, þetta voru unglingsstúlkur sem hann braut gegn. Hvað er ætlast til að hann geri? Að hann tali við þær eða hvað á hann að gera? Hann iðrast auðvitað gjörða sinna og hefur auðvitað afplánað sinn dóm og fær núna réttindi sín aftur og fólk á bara að láta manninn í friði.“

„Fólk á bara að láta manninn í friði“

Þetta væri annað málið á ferlinum sínum sem lögmaður sem tengdust kynferðisbrotamálum og það lægi við að það væri verra fyrir menn að ná árangri í málflutngi sínum fyrir dómi heldur en ekki. Í fyrra skiptið var prófessor við Háskóla Íslands sýknaður af kynferðisbroti gegn dóttur sinni. „Ætli það kunni ekki jafnvel að hafa verið verra fyrir hann, að hafa verið sýknaður? Vegna þess að það reis upp hér. Það voru ná alþingismenn og menn sem almennt taka þátt í þjóðfélagsumræðunni sem réðust á manninn og þóttust vita betur um sökina. Það endaði með því að hann missti fjölskyldu sína, hann missti atvinnu sína og þurfti að flýja land. Hefur ekki búið á Íslandi síðan. Það var mikill fengur í því að vera sýknaður í málinu þegar hér á landi grasserar svona fólk sem veit allt miklu betur heldur en dómstólar fyrir dómi og ræðst svo á menn eftir að dómar hafa gengið í málinu. Það sama er að segja núna. Það er veist að Róberti með þeim hætti að menn ættu auðvitað að skammast sín fyrir það.“

Sagði sér líkt við kynferðisbrotamann

Í viðtalinu, sem er ómerkt höfundi, er fjórum spurningum beint að Jóni Steinari. Í einni spurningunni er fullyrt að í athugasemdakerfum vefmiðla hafi hann sjálfur verið kallaður öllum illum nöfnum vegna aðkomu sinnar að málinu, og meðal annars verið sakaður um siðblindu fyrir að verja kynferðisbrotamann. 

Í svarinu sagði Jón Steinar að Róbert hefði leitað til sín sem lögmanns til þess að endurheimta réttindi sem hann teldi sig eiga að hafa og hefði verið viðurkennt fyrir dómstólum. Sem lögmaður Róberts hafi hann, „þegar ráðist er á hann,“ stigið fram til að útskýra að málið byggði á grundvallarreglu um fyrirgefningu og rétti manna til þess að fá annað tækifæri. Í kjölfarið hafi verið veist að honum persónulega.

„Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða.“

„Ég hef mátt lesa það í þessum ritsmíðum þessara rithöfunda í bloggheiminum og meira að segja á einhverjum fjölmiðlum sem gefnir eru út, Stundin heitir einn þeirra, að ég sé eitthvað varhugaverður maður út af því að ég hef fært fram þennan boðskap. Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða. Ég hef slíka skömm á því að fólk, menn, skuli grípa til slíkra hluta. Þetta er auðvitað ekki samboðið nokkrum manni og síst af öllu einhverjum sem þykjast vera að gefa út einhverja fjölmiðla.“

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið, meðal annars um ferlið að baki því að Róbert fékk uppreist æru og ábyrgðina á því, aðferðir Róberts og málsvörn, auk þess sem rætt hefur verið við málsaðila, stúlkur sem hann braut gegn og aðstandendur þeirra, sem sitja eftir með afleiðingarnar. Umfjöllun Stundarinnar mál lesa hér: Stelpurnar segja alla söguna.

Yfirlýsingu Stundarinnar vegna þeirra ávirðinga sem Jón Steinar setur fram í svari sínu við spurningu Eyjunnar má hins vegar lesa hér að neðan. 

Andmæli gegn ósönnum ásökunum Jóns Steinars Gunnlaugssonar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og verjandi manns sem nýverið hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot gegn fimm unglingsstúlkum, færir fram ósannar ávirðingar á hendur Stundinni í viðtali sem birt er við hann á vefmiðlinum Eyjunni.

Jón Steinar lætur að því liggja að hann hafi verið sakaður um barnagirnd í umfjöllun um ábyrgð í kynferðisbrotamálum. Hvergi í umfjöllun Stundarinnar er með nokkrum hætti vísað til slíkra hvata. Í víðtækri umfjöllun um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar var meðal annars farið yfir sérálit og mildandi áherslur Jóns Steinars í kynferðisbrotamálum eftir að hann var skipaður hæstaréttardómari fram yfir aðra umsækjendur sem metnir voru hæfari, sem og þá vörn Jóns Steinars að umbjóðandi hans hafi verið beittur órétti í umræðu um veitingu uppreistar æru.

Í viðtalinu fer Jón Steinar fram á fyrirgefningu þolenda í málinu og almennings í garð umbjóðenda hans, gerandans, í málinu. Gagnrýni á slíkan málflutning og á tilfærslu ábyrgðar frá gerendum í kynferðisbrotamálum jafngildir með engum hætti ásökun um barnagirnd.

Innistæðulausar og ósannar ásakanir Jóns Steinars bera vott um alvarlegan dómgreindarbrest og/eða sterkan vilja til að afvegaleiða umræðuna um ábyrgð í kynferðisbrotamálum.

Í umfjöllun Stundarinnar var sérstaklega beint sjónum að þeirri stöðu að enginn innan íslenska stjórnkerfisins hefur tekið ábyrgð á þeirri aðgerð og ákvörðun að sæma dæmdan kynferðisbrotamann óflekkuðu mannorði. Slíkt rof í ábyrgðaruppbyggingu samfélagsins kallar á umræðu og getur kostað óvissu og ósætti hjá þolendum í kynferðisbrotamálum. Óskandi er að í slíkri samfélagsumræðu geti aðilar málanna sem og fjölmiðlar lagt sitt af mörkum að byggja málflutning á staðreyndum fremur en dreifingu ósannra ávirðinga.

Umrædd ummæli Jóns Steinars eru eftirfarandi: „Ég hef mátt lesa það í þessum ritsmíðum þessara rithöfunda í bloggheiminum og meira að segja á einhverjum fjölmiðlum sem gefnir eru út, Stundin heitir einn þeirra, að ég sé eitthvað varhugaverður maður út af því að ég hef fært fram þennan boðskap. Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða. Ég hef slíka skömm á því að fólk, menn, skuli grípa til slíkra hluta. Þetta er auðvitað ekki samboðið nokkrum manni og síst af öllu einhverjum sem þykjast vera að gefa út einhverja fjölmiðla.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár