Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son seg­ir að þo­lend­um kyn­ferð­is­glæpa líði bet­ur ef þeir fyr­ir­gefa brot­in í stað þess að „ganga sinn ævi­veg upp­full­ir af hatri“. Fólk eigi að skamm­ast sín fyr­ir fram­göngu sína gagn­vart Ró­berti Dow­ney og láta hann í friði. Svo virð­ist sem það sé jafn­vel betra að tapa dóms­mál­um sem tengj­ast kyn­ferð­is­brot­um vegna við­bragða al­menn­ings. Sjálf­ur hafi hann ver­ið sak­að­ur um ann­ar­leg­ar hvat­ir gagn­vart ung­lings­stúlk­um í um­fjöll­un um mál­ið.

Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður Róberts Downey, segir að umræðan um réttmæti þess að kynferðisbrotamaður hljóti uppreist æru sé byggð á hatri. Stúlkunum sem hann braut á myndi líða betur ef þær gætu fyrirgefið honum brotin. Um leið sagði hann jafnvel verra fyrir menn að vinna mál fyrir dómstólum ef þau tengjast kynferðisbrotum með einhverjum hætti, vegna viðbragða samfélagsins. 

„Ég fullyrði það að þeim sem brotið er gegn, þeim myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu, gegn alvarlegu broti. Stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta.“ 

Þetta kemur fram í viðtali Eyjunnar við Jón Steinar, þar sem óskað var eftir sýn hans á þetta mál, fyrirgefninguna og ummæli sem sagt er að fallið hafi um Jón Steinar í athugasemdakerfum vefmiðla. 

„Það er bara hatur“

Í viðtalinu segir Jón Steinar furðulegt að fylgjast með umræðunni um endurheimt Róberts á málflutningsréttindum og segir netheimasamfélagið hafa farið úrskeiðis. Með því að veita honum uppreist æru sé ekki verið að leggja mat á brotin, því búið sé að afgreiða það með dómi og afplánun Róberts. Í eðli flestra Íslendinga búi skilningur og viljinn til að veita mönnum tækifæri til að hefja líf sitt að nýju eftir að afplánun er lokið. „Þetta er það sem þetta gengur allt út á. Það er alveg furðulegt að fylgjast með því finnst mér, núna þegar maðurinn fær málflutningsréttindin aftur sem hann var sviptur á sínum tíma, þá er eins og að netheimasamfélagið gangi eitthvað úrskeiðis yfir því. Af hverju er það? Getur hann frekar drýgt brot á því sviði sem hann var dæmdur fyrir ef hann hefur málflutningsréttindi? Auðvitað ekki,“ segir Jón Steinar.

„Hvenær hefur mannfólkið bætt veröldina með hatri? Ég spyr nú að því.“

„Hver er þá ástæðan fyrir því að fólk hagar sér svona, að ráðast með þessum hætti að þessari aðgerð? Það er bara hatur.

Það er alveg augljóst að það hefur ekkert að gera með brotið að gera sem hann drýgði heldur er það bara einhvers konar hatur á hendur manninum fyrir þau brot sem hann drýgði á sínum tíma. Það er auðvitað ekkert hægt að breyta þeim. Hann var dæmdur fyrir þau. Hann afplánaði þá refsingu. Hvenær hefur mannfólkið bætt veröldina með hatri? Ég spyr nú að því.

Eigum við ekki frekar að sýna fyrirgefningu? Það er miklu nær lagi að gera það en taka svo auðvitað fast á ef koma brot aftur. Auðvitað eigum við miklu frekar að gera það. Það eru lagareglur um það sem greiða fyrir því að getum veitt mönnum sem brjóta af sér annað tækifæri. Það eigum við auðvitað bara að gera.

Ég fullyrði það að þeir sem brotið er gegn þeim myndi líða mikla betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu, gegn alvarlegu broti. Stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta, jafnvel allt upp í það að svipta menn lífi. Þeir sem geta þróað með sér hugmynd um fyrirgefningu á slíku þeim líður miklu betur heldur en þeim sem ætla að ganga sinn æviveg uppfullir af hatri gagnvart þeim sem einstaklingi sem vissulega hefur brotið af sér, en afplánaði refsingu sína samkvæmt lögum landsins.“

Uppreist æruRóbert Árni Hreiðarsson, nú Róbert Downey, var dæmdur fyrir að brjóta gegn fimm unglingsstúlkum. Hann fékk uppreist æru og endurheimti lögmannsréttindin á dögunum.

„Nóg lagt á aumingja manninn“

Fram hefur komið að fyrir dómi játaði Róbert aldrei að hafa gert nokkuð rangt, eftir að hafa beitt fimm unglingsstúlkur blekkingum um langt tímabil, tælt þær til sín á fölskum forsendum, brotið á þeim og gefið þeim peninga. Þá hafa stúlkurnar og fjölskyldur þeirra stigið fram og gagnrýnt að mannorð hans sé hreinsað með þessum hætti án þess að hann hafi nokkurn tímann beðist fyrirgefningar eða sýnt iðrun.

Aðspurður hvort Róbert þurfi þá ekki að sýna iðrun og biðjast fyrirgefningar segist Jón Steinar ekki hafa fulla yfirsýn yfir allt sem Róbert kann að hafa sagt, en hann hafi ekki haft aðstöðu til þess að tala opinberlega um þessi brot, vegna þess að það hallar alltaf á hann. „Hann er undir stöðugum árásum,“ segir Jón Steinar.

Stundin hafði samband við Jón Steinar í síðustu viku og bað um aðstoð við að komast í samband við Róbert, svo hann gæti tjáð sig opinberlega um brot sín og afstöðu til þess að hann hefði fengið uppreist æru. Jón Steinar hafnaði því hins vegar, sagði „víst nóg lagt á aumingja manninn“ svo hann færi ekki að „siga“ Stundinni á hann, kvaðst vera í golfi og skellti á.

„Þetta voru ekki lítil börn“

Þá sagði Jón Steinar það merki um iðrun að Róbert hefði leitað sér sálfræðihjálpar og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki brotið gegn litlum börnum heldur unglingsstúlkum. „Ég veit það alveg að honum finnst þetta slæmt gagnvart þeim unglingsstúlkum sem þetta voru nú, þetta voru ekki lítil börn sko, þetta voru unglingsstúlkur sem hann braut gegn. Hvað er ætlast til að hann geri? Að hann tali við þær eða hvað á hann að gera? Hann iðrast auðvitað gjörða sinna og hefur auðvitað afplánað sinn dóm og fær núna réttindi sín aftur og fólk á bara að láta manninn í friði.“

„Fólk á bara að láta manninn í friði“

Þetta væri annað málið á ferlinum sínum sem lögmaður sem tengdust kynferðisbrotamálum og það lægi við að það væri verra fyrir menn að ná árangri í málflutngi sínum fyrir dómi heldur en ekki. Í fyrra skiptið var prófessor við Háskóla Íslands sýknaður af kynferðisbroti gegn dóttur sinni. „Ætli það kunni ekki jafnvel að hafa verið verra fyrir hann, að hafa verið sýknaður? Vegna þess að það reis upp hér. Það voru ná alþingismenn og menn sem almennt taka þátt í þjóðfélagsumræðunni sem réðust á manninn og þóttust vita betur um sökina. Það endaði með því að hann missti fjölskyldu sína, hann missti atvinnu sína og þurfti að flýja land. Hefur ekki búið á Íslandi síðan. Það var mikill fengur í því að vera sýknaður í málinu þegar hér á landi grasserar svona fólk sem veit allt miklu betur heldur en dómstólar fyrir dómi og ræðst svo á menn eftir að dómar hafa gengið í málinu. Það sama er að segja núna. Það er veist að Róberti með þeim hætti að menn ættu auðvitað að skammast sín fyrir það.“

Sagði sér líkt við kynferðisbrotamann

Í viðtalinu, sem er ómerkt höfundi, er fjórum spurningum beint að Jóni Steinari. Í einni spurningunni er fullyrt að í athugasemdakerfum vefmiðla hafi hann sjálfur verið kallaður öllum illum nöfnum vegna aðkomu sinnar að málinu, og meðal annars verið sakaður um siðblindu fyrir að verja kynferðisbrotamann. 

Í svarinu sagði Jón Steinar að Róbert hefði leitað til sín sem lögmanns til þess að endurheimta réttindi sem hann teldi sig eiga að hafa og hefði verið viðurkennt fyrir dómstólum. Sem lögmaður Róberts hafi hann, „þegar ráðist er á hann,“ stigið fram til að útskýra að málið byggði á grundvallarreglu um fyrirgefningu og rétti manna til þess að fá annað tækifæri. Í kjölfarið hafi verið veist að honum persónulega.

„Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða.“

„Ég hef mátt lesa það í þessum ritsmíðum þessara rithöfunda í bloggheiminum og meira að segja á einhverjum fjölmiðlum sem gefnir eru út, Stundin heitir einn þeirra, að ég sé eitthvað varhugaverður maður út af því að ég hef fært fram þennan boðskap. Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða. Ég hef slíka skömm á því að fólk, menn, skuli grípa til slíkra hluta. Þetta er auðvitað ekki samboðið nokkrum manni og síst af öllu einhverjum sem þykjast vera að gefa út einhverja fjölmiðla.“

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið, meðal annars um ferlið að baki því að Róbert fékk uppreist æru og ábyrgðina á því, aðferðir Róberts og málsvörn, auk þess sem rætt hefur verið við málsaðila, stúlkur sem hann braut gegn og aðstandendur þeirra, sem sitja eftir með afleiðingarnar. Umfjöllun Stundarinnar mál lesa hér: Stelpurnar segja alla söguna.

Yfirlýsingu Stundarinnar vegna þeirra ávirðinga sem Jón Steinar setur fram í svari sínu við spurningu Eyjunnar má hins vegar lesa hér að neðan. 

Andmæli gegn ósönnum ásökunum Jóns Steinars Gunnlaugssonar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og verjandi manns sem nýverið hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot gegn fimm unglingsstúlkum, færir fram ósannar ávirðingar á hendur Stundinni í viðtali sem birt er við hann á vefmiðlinum Eyjunni.

Jón Steinar lætur að því liggja að hann hafi verið sakaður um barnagirnd í umfjöllun um ábyrgð í kynferðisbrotamálum. Hvergi í umfjöllun Stundarinnar er með nokkrum hætti vísað til slíkra hvata. Í víðtækri umfjöllun um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar var meðal annars farið yfir sérálit og mildandi áherslur Jóns Steinars í kynferðisbrotamálum eftir að hann var skipaður hæstaréttardómari fram yfir aðra umsækjendur sem metnir voru hæfari, sem og þá vörn Jóns Steinars að umbjóðandi hans hafi verið beittur órétti í umræðu um veitingu uppreistar æru.

Í viðtalinu fer Jón Steinar fram á fyrirgefningu þolenda í málinu og almennings í garð umbjóðenda hans, gerandans, í málinu. Gagnrýni á slíkan málflutning og á tilfærslu ábyrgðar frá gerendum í kynferðisbrotamálum jafngildir með engum hætti ásökun um barnagirnd.

Innistæðulausar og ósannar ásakanir Jóns Steinars bera vott um alvarlegan dómgreindarbrest og/eða sterkan vilja til að afvegaleiða umræðuna um ábyrgð í kynferðisbrotamálum.

Í umfjöllun Stundarinnar var sérstaklega beint sjónum að þeirri stöðu að enginn innan íslenska stjórnkerfisins hefur tekið ábyrgð á þeirri aðgerð og ákvörðun að sæma dæmdan kynferðisbrotamann óflekkuðu mannorði. Slíkt rof í ábyrgðaruppbyggingu samfélagsins kallar á umræðu og getur kostað óvissu og ósætti hjá þolendum í kynferðisbrotamálum. Óskandi er að í slíkri samfélagsumræðu geti aðilar málanna sem og fjölmiðlar lagt sitt af mörkum að byggja málflutning á staðreyndum fremur en dreifingu ósannra ávirðinga.

Umrædd ummæli Jóns Steinars eru eftirfarandi: „Ég hef mátt lesa það í þessum ritsmíðum þessara rithöfunda í bloggheiminum og meira að segja á einhverjum fjölmiðlum sem gefnir eru út, Stundin heitir einn þeirra, að ég sé eitthvað varhugaverður maður út af því að ég hef fært fram þennan boðskap. Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða. Ég hef slíka skömm á því að fólk, menn, skuli grípa til slíkra hluta. Þetta er auðvitað ekki samboðið nokkrum manni og síst af öllu einhverjum sem þykjast vera að gefa út einhverja fjölmiðla.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár