Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Töldu sig vanhæf til aðkomu að Landsréttarmálinu í fyrra en studdu ráðherra í kvöld

Brynj­ar Ní­els­son greiddi at­kvæði gegn van­traust­stil­lögu sem lögð var fram vegna þess að ráð­herra skip­aði með­al ann­ars eig­in­konu hans sem dóm­ara með ólög­leg­um hætti.

Töldu sig vanhæf til aðkomu að Landsréttarmálinu í fyrra en studdu ráðherra í kvöld

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, töldu sig vanhæf til að taka þátt í málsmeðferð og atkvæðagreiðslu um skipun Landsréttardómara á Alþingi vegna tengsla við umsækjendur um dómaraembætti. Hins vegar tóku þau þátt í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra í kvöld, en tillagan var lögð fram vegna framgöngu ráðherra við skipun Landsréttardómara. 

Brynjar Níelsson er eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur, en Sigríður Andersen ákvað að skipa hana sem dómara við Landsrétt þrátt fyrir að hæfnisnefnd hefði ekki metið hana sem eina af 15 hæfustu umsækjendunum. Í greinargerð Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns til Hæstaréttar þar sem farið er fram á að Arnfríður víki sæti í dómsmáli vegna þess að hún hafi verið skipuð dómari með ólögmætum hætti er spurt hvers vegna Sigríði var svo mikið í mun að skipa Arnfríði í embætti dómara. „Hvers vegna voru hæfustu umsækjendurnir samkvæmt ítarlegu og rökstuddu áliti dómnefndar ekki skipaðir? Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“ segir í greinargerðinni. 

Nokkrum vikum eftir að Sigríður Andersen hafði skipað eiginkonu Brynjars dómara með ólöglegum hætti ákvað Brynjar að gefa Sigríði eftir oddvitasætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Við þetta varð Sigríður eini kvenkyns oddviti Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningunum 2017 og þannig líklegri en ella til að sitja áfram á ráðherrastóli ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði í ríkisstjórn.

Svandís er fyrrverandi eiginkona og barnsmóðir Ástráðs Haraldssonar. Ástráður var á meðal hæfustu umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt að mati hæfnisnefndarinnar, en Sigríður Andersen gekk engu að síður framhjá honum við skipun dómara án fullnægjandi rannsóknar og rökstuðnings. Í kjölfarið höfðaði Ástráður mál gegn ríkinu og voru honum dæmdar miskabætur í Hæstarétti vegna ólöglegrar embættisfærslu ráðherra. Í umræðunum um Landsréttarmálið og stöðu dómsmálaráðherra á Alþingi í kvöld vék Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, sérstaklega að því hvernig gengið var framhjá Ástráði við skipun dómara og velti því upp hvort það hefði verið gert vegna stjórnmálaskoðana hans.

Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir tóku ekki til máls í umræðunum um vantrauststillöguna gegn dómsmálaráðherra í kvöld en greiddu bæði atkvæði gegn tillögunni. Kjarninn greindi frá því í dag að Brynjar og Svandís ætluðu að taka þátt í atkvæðagreiðslunni þrátt fyrir að hafa áður talið rétt að stíga til hliðar þegar skipun Landsréttardómara var til umfjöllunar á Alþingi. Haft var eftir Brynjari að hann hygðist kjósa eftir sinni bestu sann­fær­ingu. „Ann­ars hef ég bara ekk­ert velt því fyrir mér, þetta er bara nýkomið en svona fljótt á litið fynd­ist mér annað frá­leitt.“ Svan­dís sagðist einnig ætla að taka þátt í atkvæða­greiðsl­unni. „Þetta varðar ekki skipan dóm­ara í Lands­rétt heldur van­traust á ráð­herra í rík­is­stjórn sem ég á sæti í.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
5
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár