Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

Berg­ur Þór Ing­ólfs­son leik­stýr­ir gam­an­leik­rit­inu Svart­lyng sem spegl­ar far­sa­kenndu at­burða­rás upp­reist æru-máls­ins sem Berg­ur dróst inn í fyr­ir ári. Hand­rits­höf­und­ur­inn Guð­mund­ur Brynj­ólfs­son seg­ir marga af fyndn­ustu brönd­ur­un­um koma úr blá­köld­um raun­veru­leik­an­um.

Fyrir tveimur árum ætluðu þeir Bergur Þór Ingólfsson og Guðmundur Brynjólfsson að setja upp gamanleikrit með leikhópi sínum, Gral, byggt á Íslendingasögunum. Þeir hafa þekkst lengi og voru meðal annars í framboði á lista Öfgasinnaðra jafnaðarmanna árið 1991, en það var nokkurs konar mótmælaframboð sem lofaði meðal annars vatnsrennibraut yfir Faxaflóa til flutnings á fiski og fólki. Þeir hafa oft unnið saman sem handritshöfundur og leikstjóri, meðal annars að sýningunum Endalok alheimsins, 21 manns saknað, og Horn á höfði.

Á sínum tíma átti leikhópurinn erfitt með að útfæra þetta leikrit, að finna einhvern snertiflöt á þessum sögum og því hafi þau saltað hugmyndina. Hún var hins vegar endurvakin í fyrrasumar þegar Bergur og eiginkona hans, Eva Vala Guðjónsdóttir, drógust inn í farsakennda atburðarás tengda uppreist æru á barnaníðingi sem braut meðal annars gegn dóttur Bergs. Fjölskyldan varð að opinberum persónum þegar hún barðist fyrir opnum tjöldum gegn óútskýrðum mótþróa kerfisins, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu