Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ráðherra braut lög þegar hann setti rektor án auglýsingar

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur Kristján Þór Júlí­us­son hafa brugð­ist hlut­verki sínu sem veit­ing­ar­valds­hafi þeg­ar hann setti Sæ­mund Sveins­son tíma­bund­ið í embætti rektors Land­bún­að­ar­há­skól­ans án aug­lýs­ing­ar. Hugs­an­legt að skap­ast hafi bóta­skylda.

Ráðherra braut lög þegar hann setti rektor án auglýsingar
Vinnubrögðin á skjön við skyldur veitingarvaldshafa Umboðsmaður telur að Kristján Þór Júlíusson hafi ekki farið rétt að þegar hann setti í rektorsembætti án auglýsingar að tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd: Pressphotos.biz - (GeiriX)

Kristján Þór Júlíusson braut lög og brást hlutverki sínu sem veitingarvaldshafi í ráðherratíð sinni sem mennta- og menningarmálaráðherra þegar hann setti Sæmund Sveinsson tímabundið í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands án auglýsingar.  

Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis í nýlegu áliti en Stundin fjallaði um ráðninguna í fyrra og greindi frá pólitískum afskiptum af valinu á rektor, meðal annars um aðkomu þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Ráðherra setti Sæmund Sveinsson tímabundið í stöðu rektors þann 1. október 2017. Áður hafði starfið verið auglýst og þrír umsækjendur verið metnir hæfir af valnefnd sem tilnefnd var af háskólaráði skólans. Aðeins einn var talinn búa yfir nægri stjórnunarreynslu en honum reyndist ófært að koma til starfa innan viðunandi tímamarka. 

Háskólaráð Landbúnaðarháskólans brást við þessu með því að útbúa lista yfir hugsanleg rektorsefni í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Var þá stefnt að því að fá einhvern sem væri ótengdur ýmsum ágreiningsmálum sem höfðu skekið skólann mánuðina og árin á undan.

Fulltrúi ráðherra í háskólaráðinu, Sigríður Hallgrímsdóttir betur þekkt sem pistlahöfundurinn Sirrý sem er fyrrverandi aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, stakk upp á því að gerð yrði tillaga um Sæmund Sveinsson og féllst háskólaráðið á það. 

Sagði þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa beitt þrýstingi

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við Björn Þorsteinsson, fyrrverandi rektor, um val á eftirmanni.

Stundin birti fréttaviðtal við Björn Þorsteinsson, fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskólans sem sat í háskólaráði skólans, þann 27. október 2017 þar sem hann greindi frá því að Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi formaður fjárlaganefndar, hefði hringt í sig og þrýst á sig að fallast á tillöguna.

„Haraldur hringdi í mig og mæltist eindregið til þess að ég legðist ekki gegn tillögu ráðherra í þessum efnum. Hann orðaði það sem svo, að ef ég setti mig upp á móti tillögunni þá gæti það komið „mjög illa út persónulega fyrir mig“,“ sagði Björn. Haraldur vísaði frásögn hans á bug í samtali við Stundina en viðurkenndi að hafa átt í samskiptum við Björn vegna vals háskólaráðs á rektor.

Nýr rektor gerði það svo að einu af sínum fyrstu embættisverkum að hóta eiginkonu Björns, Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, prófessor við skólann til 25 ára, uppsögn þó hún hefði aldrei fengið áminningu. Að því er fram kemur í nýlegri fundargerð háskólaráðs skólans sakaði Anna Guðrún Sæmund Sveinsson um einelti og hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið falið sálfræðifyrirtæki að skoða málið.

Sæmundur Sveinsson rektor og Anna Guðrún Þórhallsdóttir prófessor.

Þröngar undantekningarheimildir áttu ekki við

Einn umsækjendanna um stöðu rektors leitaði til umboðsmanns Alþingis þann 21. október síðastliðinn og kvartaði yfir þeirri ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu háskólaráðs og setja Sæmund í rektorsembætti án auglýsingar. Dró umsækjandinn í efa að ráðherra hefði mátt setja í stöðuna án auglýsingar á grundvelli 24. gr. starfsmannalaga, enda hefði fyrrverandi rektor, Björn Þorsteinsson, ekki verið forfallaður í skilningi ákvæðisins. 

Við meðferð málsins hjá umboðsmanni hélt menntamálaráðuneytið því fram að hlutverk ráðherra sem veitingarvaldshafa hefði fyrst og fremst verið formlegs eðlis og ekki verið á valdi ráðherra að hefja nýtt skipunarferli. Sérstakar ástæður sem fólu í sér forföll hafi réttlætt setningu í embættið án auglýsingar.

Umboðsmaður Alþingis

Umboðsmaður Alþingis hafnar þessum röksemdum í áliti sínu. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis er sú að auglýsa hefði átt rektorsstöðuna lausa, enda hafi þröngar undantekningarheimildir í starfsmannalögum ekki átt við þegar Sæmundur var settur rektor.

Fram kemur í álitinu að valdi og ábyrgð á skipun rektors Landbúnaðarháskóla Íslands sé skipt milli háskólaráðs skólans annars vegar og ráðherra hins vegar. Hlutverk ráðherra feli í sér að staðfesta tilnefningu ráðsins.

„Hann ber ábyrgð á því að sá gerningur
sé í samræmi við lög og að rækja þær eftirlitsskyldur sem á honum hvíla“

Kristján Þór Júlíussonfyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

„Hann ber ábyrgð á því að sá gerningur sé í samræmi við lög og að rækja þær eftirlitsskyldur sem á honum hvíla með því að starfsemi skólans sé í réttu horfi,“ segir umboðsmaður.

„Af ábyrgð og hlutverki ráðherra samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laganna leiðir að ráðherra ber að lágmarki að ganga úr skugga um lögmæti skipunarferlisins, svo sem með könnun á því hvort sá umsækjandi sem háskólaráð tilnefnir uppfyllir almenn hæfisskilyrði til þess að gegna embættinu og hvort undirbúningurinn og málsmeðferðin hafi að öðru leyti verið í samræmi við lög og reglur.“ 

Vinnubrögð háskólaráðs við tilnefningu rektors samræmdust ekki lögum og því hefði ráðherra átt að bregðast við þeim annmarka með því að synja tilnefningunni og beina þeim tilmælum til ráðsins að auglýsa embættið og hefja nýtt skipunarferli. Bendir umboðsmaður á að hlutverk ráðherra sem veitingarvaldshafa sé í takt við almenna ábyrgð og eftirlitsskyldu ráðherra gagnvart þeim stjórnvöldum sem undir hann heyra. Ef umsækjandinn sem brotið var á telur sig eiga rétt á bótum vegna framgöngu stjórnvalda verði dómstólar að taka afstöðu til þess. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu