Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur tel­ur Lands­rétt ekki upp­fylla skil­yrði mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um sjálf­stæð­an og óháð­an dóm­stól. Hér má lesa rök­stuðn­ing­inn í heild.

„Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði Arnfríði Einarsdóttur sem dómara við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta, þvert á tillögu dómnefndar og í trássi við stjórnsýslulög og lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Arnfríður getur því ekki með réttu talist handhafi dómsvalds og er ekki bær til þess að dæma mál í Landsrétti. 

Vilhjálmur H. Vilhjálmssonhæstaréttarlögmaður

Þessu er haldið fram í greinargerð Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns í kærumáli fyrir Hæstarétti þar sem hann krefst þess að Arnfríður verði úrskurðuð vanhæf og gert að víkja sæti í máli skjólstæðings hans. Arnfríður og meðdómendur hennar í Landsrétti höfnuðu kröfu Vilhjálms um að Arnfríður viki sæti þann 22. febrúar síðastliðinn, en Vilhjálmur kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar.

Stundin fékk greinargerð varnaraðila í málinu afhenta, en þar eru meðal annars færð rök fyrir því að Landsréttur uppfylli ekki skilyrði um sjálfstæðan og óháðan dómstól í skilningi mannréttindasáttmála Evrópu.

Vitnað er til nýlegra dóma EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins þessu til stuðnings og bent á að Evrópudómstóllinn ómerkti nýlega dóm vegna annmarka á málsmeðferð við skipun dómara. 

Brynjar Níelssonþingmaður Sjálfstæðisflokksins

Þá er rakið hvernig Brynjar Níelsson, eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur og flokksfélagi Sigríðar Andersen, ákvað skömmu eftir að Sigríður skipaði eiginkonu hans dómara með ólöglegum hætti að gefa Sigríði eftir oddvitasætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

„Eðli málsins samkvæmt hlýtur varnaraðili meðal annars að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvers vegna var dómsmálaráðherra svo mikið í mun að skipa Arnfríði í embætti dómara við Landsrétt? Hvers vegna voru hæfustu umsækjendurnir samkvæmt ítarlegu og rökstuddu áliti dómnefndar ekki skipaðir? Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“ segir í greinargerð Vilhjálms.

Sigríður Andersendómsmálaráðherra

„Þessum spurningum getur varnaraðili vitaskuld ekki svarað með vissu að svo vöxnu máli en sú staðreynd að varnaraðili má með réttu leiða hugann að þeim gerir það að verkum að ásýnd dómsins, hlutrænt séð, er ekki sú að hann sé sjálfstæður.“

Þá bendir hann einnig á að ákæran í málinu var gefin út af embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu var skipaður í embætti af þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins án undangenginnar auglýsingar. Vísar Vilhjálmur einnig til fréttaflutnings af því hvernig Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hefur áður verið skipuð í embætti án auglýsingar og notið velvildar hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.

Hér að neðan má lesa rökstuðning og lagarök greinargerðarinnar í heild:

Sjálfstæðir og óhlutdrægir dómstólar eru grunnstoð réttarríkisins. Forsenda þess að ekki verði efast um sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla er að lögum og reglum sem gilda um skipan dómara sé fylgt til hins ýtrasta. 

Í stjórnarskrá er kveðið á um að skipun dómsvalds verði eingöngu ákveðin með lögum og dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögum. Tilgangurinn með þessum ákvæðum er að lögin ein ráði niðurstöðu dómsmála en ekki persónulegir hagsmunir eða skoðanir viðkomandi dómara, hagsmunir ríkisvaldsins eða hagsmunir annarra einstaklinga eða fyrirtækja. 

Það er sérstaklega mikilvægt að tryggja sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmdavaldinu. Það að stjórnmálamenn, stjórnmálaflokkar, tiltekinn þingmeirihluti, sitjandi ríkisstjórn eða einstakur ráðherra eigi hönk upp í bakið á ákveðnum dómurum grefur undan sjálfstæði þeirra og getur með réttu veikt tiltrú almennings á dómskerfinu.

Það er því lykilatriði að fagleg hæfni þeirra sem sækja um dómaraembætti ráði því hverjir veljast til dómarastarfa, en ekki stjórnmálaskoðanir og pólitísk tengsl viðkomandi umsækjanda eða geðþótti dómsmálaráðherra. Að öðrum kosti er vegið að sjálfstæði dómstóla, trausti almennings á dómstólum og rétti sakaðra manna til þess að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir sjálfstæðum og óhlutdrægum dómstóli sem skipaður er með lögum sbr. 70. gr. stjórnarskrár og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 

Samkvæmt 59. gr. stjórnarskrár verður skipun dómsvaldsins eigi ákveðin nema með lögum. Samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal skipan dómstóls ákveðin með lögum. Í þessu felst ekki einungis ófrávíkjanlegt skilyrði um það að almennar reglur um skipan dómsvalds séu skýrlega bundnar í settum lögum heldur einnig, og ekki síður, á sama hátt ófrávíkjanlegt skilyrði um að skipan dómara í hverju einstöku tilviki sé í samræmi við lög. Raunar má telja að hið fyrrnefnda, áskilnaður um almennar reglur í settum lögum, væri lítils virði eitt og sér ef ekki fælist jafnframt í framangreindum ákvæðum krafa um fylgni við öll viðeigandi lög og reglur í hverju og einu tilviki.

Af dómum Hæstaréttar í málum nr. 591/2017 og 592/2017, sem kveðnir voru upp 19. desember 2017, er ljóst að málsmeðferð við skipan Arnfríðar í embætti dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög (sjá bls. 6 og 7 í dómum Hæstaréttar).  

Annars vegar var það sökum þess að dómsmálaráðherra gerði ekki sjálfstæða tillögu um skipan Arnfríðar í embætti eins og ráðherranum bar að gera lögum samkvæmt. Hins vegar vegna þess að málsmeðferð við mat á hæfni Arnfríðar var ófullnægjandi og í andstöðu við 10. gr. stjórnsýslulaga. Í dómi Hæstaréttar er sérstaklega tekið fram að málsmeðferð Alþingis hafi ekki verið til þess fallin að bæta úr þessum annmörkum. Málsmeðferðin í heild var því andstæð lögum. 

Málsmeðferðin við skipan Arnfríðar fól því bæði í sér brot á lögum nr. 50/2016 um dómstóla og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Þá var tillaga dómsmálaráðherra um skipan Arnfríðar í embætti í andstöðu við hina óskráðu meginreglu í íslenskum rétti að stjórnvaldi beri að skipa hæfasta umsækjandann. Af öllu framansögðu er ljóst að skipun Arnfríðar í embætti var ekki í samræmi við lög eins og er fortakslaust skilyrði 59. gr. stjórnarskrár og 2. málsliðar 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 

Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár ber öllum réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal hver sá sem borinn er sökum um refsivert brot, eiga rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. 

Í nýlegum evrópskum dómsúrlausnum hefur verið fjallað um mikilvægi þess að réttra og lögmætra málsmeðferðarreglna sé gætt við skipan dómara í embætti. 

Í ákvörðun EFTA-dómstólsins frá 14. febrúar 2017 í máli nr. E-21/2016 (bls 5, 16. gr.) kemur meðal annars fram að af kröfunni um sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla leiði að gera verði strangar kröfur til þess að réttum málsmeðferðarreglum sé fylgt við skipan dómara. Af ákvörðuninni má ráða að annmarki á málsmeðferð við skipun dómara hefði leitt til þeirrar niðurstöðu að dómurinn teldist ekki rétt skipaður ef ekki væri fyrir þá staðreynd að bætt var úr annmarkanum áður en ákvörðunin var tekin (bls. 6, 21. og. 22. gr.). 

Í dómi Evrópudómstólsins 23. janúar 2018 í máli nr. T-639/16 P (bls. 10, gr. 72., 73., 74., 75., 78. 79., og 80. gr.), þar sem meðal annars er vísað til ofangreindrar ákvörðunar EFTA-dómstólsins og dómframkvæmdar mannréttindadómstóls Evrópu, var ómerktur dómur sem kveðinn var upp af dómara við starfsmannadómstól bandalagsins þar sem ekki hafði verið gætt réttra málsmeðferðarreglna við skipan viðkomandi dómara. 

Sú ályktun verður dregin af þessum dómum að sé skipan dómara ólögmæt þá sé viðkomandi dómari ekki með réttu handhafi dómsvalds og dómsúrlausnir dóms sem hann skipar dauður bókstafur. Með vísan til dóma Hæstaréttar í málum nr. 591/2017 og 592/2017 verður ekki annað séð en að fyrir liggi að sama myndi eiga við um dóm í máli varnaraðila verði ekki fallist á kröfu hans um að Arnfríði verði gert að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Er í því sambandi áréttað að varnaraðili á skýran og ótvíræðan rétt á því að réttað sé í máli hans af hæfum, óvilhöllum og sjálfstæðum dómstóli sem skipaður er samkvæmt lögum. 

Varnaraðili byggir á því að þeir annmarkar sem voru á skipun Arnfríðar og þarf af leiðandi stöðu hennar við fyrirhuguð dómstörf í máli varnaraðila samræmist ekki kröfum um rétt varnaraðila til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir sjálfstæðum og óháðum dómstóli samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár og 1. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 

Við mat á því hvort dómstóll uppfylli skilyrði um sjálfstæði í skilningi mannréttindasáttmála Evrópu þarf auk annarra atriða að kanna fyrirkomulag skipunar dómara við dómstólinn og í öðru lagi að leggja mat á hvort dómstóll hafi almennt þá ásýnd að hann sé sjálfstæður. Svo er ekki í máli varnaraðila. enda skipaði dómsmálaráðherra Arnfríði samkvæmt eigin geðþótta, þvert á tillögu dómnefndar og í trássi við stjórnsýslulög, meginreglur laga um að velja bera hæfasta umsækjandann og lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Arnfríður er því ekki með réttu handhafi dómsvalds og því ekki bær til þess að dæma mál varnaraðila í Landsrétti. 

Áður hefur verið vikið að því að það sé lykilatriði fyrir sjálfstæði dómstóla að fagleg hæfni þeirra sem sækja um dómaraembætti ráði því hverjir veljast til dómarastarfa, en ekki stjórnmálaskoðanir og pólitísk tengsl viðkomandi umsækjanda eða geðþótti dómsmálaráðherra.

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flokksbróðir dómsmálaráðherra er eiginmaður Arnfríðar. Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga, nánar tiltekið 30. september 2017, vék Brynjar úr fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík suður fyrir dómsmálaráðherra (nýtt skjal 3). Aðspurður um ástæður þess að hann gæfi eftir oddvitasæti í Reykjavík sagði Brynjar meðal annars að hann hafi talið rétt að kona leiddi listann og dómsmálaráðherra væri svo öflug kona (nýtt skjal 3). 

Nokkrum mánuðum áður, eða 11. janúar 2017, þegar verið var að mynda nýja ríkisstjórn og ráðherraval Sjálfstæðisflokksins lá fyrir hafði Brynjar lýst því yfir að hann væri ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra (nýtt skjal 5). 

Við sama tækifæri sagði Brynjar að hann vildi horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum og lýðræðið væri bara þannig að það hefði verið haldið prófkjöri og úr því hafi komið sú niðurstaða að það væru fimm karlar og ein kona og bætti við að hann vildi bara að horfa til þess að menn virði niðurstöðu kosninga. 

Þegar þessi ummæli Brynjars eru höfð í huga vekur það furðu að hann hafi ákveðið að víkja úr oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem hann hafði verið kosinn til að skipa og gefa sætið eftir til dómsmálaráðherra vegna þess að hann teldi rétt að kona skipaði fyrsta sæti listans. Með því varð ljóst að Brynjar yrði ekki ráðherra kæmi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi að myndun nýrrar ríkisstjórnar sem síðar varð raunin. 

Hvað gerðist á þessum nokkrum mánuðum, þ.e. frá janúar til september 2017, sem varð til þess að Brynjar kúventi afstöðu sinni að eingöngu ætti að horfa til niðurstöðu kosninga við niðurröðun á framboðslista? 

Um það verður vitaskuld ekkert fullyrt en eitt af því sem sannarlega átti sér stað á þessu tímabili var að 29. maí 2017 gerði dómsmálaráðherra það að tillögu sinni við Alþingi að Arnfríður, eiginkona Brynjars, yrði skipuð dómari við Landsrétt, ekki einungis þvert á álit dómnefndar heldur einnig án þess að sérstakt mat færi fram á hæfni Arnfríðar til þess að gegna embættinu. Eins áður hefur komið fram var Arnfríður skipuð í embætti dómara við Landsrétt 8. júní 2017. 

Eðli málsins samkvæmt hlýtur varnaraðili meðal annars að spyrja sig eftirfarandi spurninga: 

1. Hvers vegna var dómsmálaráðherra svo mikið í mun að skipa Arnfríði í embætti dómara við Landsrétt? 

2. Hvers vegna voru hæfustu umsækjendurnir samkvæmt ítarlegu og rökstuddu áliti dómnefndar ekki skipaðir? 

3. Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari? 

Þessum spurningum getur varnaraðili vitaskuld ekki svarað með vissu að svo vöxnu máli en sú staðreynd að varnaraðili má með réttu leiða hugann að þeim gerir það að verkum að ásýnd dómsins, hlutrænt séð, er ekki sú að hann sé sjálfstæður. 

Þessu til viðbótar þá var ákæra í máli varnaraðila gefin út af embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 31. janúar 2017 en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu var skipaður í embætti af þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins án undangenginnar auglýsingar (nýtt skjal 7). 

Samkvæmt framangreindu er ásýnd dómsins eins og hann er nú skipaður í máli varnaraðila ekki sú að dómurinn sé sjálfstæður eða nægilega óháður. Varnaraðili hefur því réttmætar efasemdir um að réttindi hans samkvæmt nefndum ákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu séu tryggð. 

Að öllu þessu virtu eru fyrir hendi atvik eða aðstæður sem eru til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni Arnfríðar með réttu í efa, sbr. g-lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Gerir því varnaraðili þá kröfu að hún verði úrskurðuð vanhæf til þess að dæma í málinu og gert að víkja sæti, sbr. 1. mgr. 7. gr. sömu laga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
1
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
4
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
9
Fréttir

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
9
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár