Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur tel­ur Lands­rétt ekki upp­fylla skil­yrði mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um sjálf­stæð­an og óháð­an dóm­stól. Hér má lesa rök­stuðn­ing­inn í heild.

„Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði Arnfríði Einarsdóttur sem dómara við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta, þvert á tillögu dómnefndar og í trássi við stjórnsýslulög og lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Arnfríður getur því ekki með réttu talist handhafi dómsvalds og er ekki bær til þess að dæma mál í Landsrétti. 

Vilhjálmur H. Vilhjálmssonhæstaréttarlögmaður

Þessu er haldið fram í greinargerð Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns í kærumáli fyrir Hæstarétti þar sem hann krefst þess að Arnfríður verði úrskurðuð vanhæf og gert að víkja sæti í máli skjólstæðings hans. Arnfríður og meðdómendur hennar í Landsrétti höfnuðu kröfu Vilhjálms um að Arnfríður viki sæti þann 22. febrúar síðastliðinn, en Vilhjálmur kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar.

Stundin fékk greinargerð varnaraðila í málinu afhenta, en þar eru meðal annars færð rök fyrir því að Landsréttur uppfylli ekki skilyrði um sjálfstæðan og óháðan dómstól í skilningi mannréttindasáttmála Evrópu.

Vitnað er til nýlegra dóma EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins þessu til stuðnings og bent á að Evrópudómstóllinn ómerkti nýlega dóm vegna annmarka á málsmeðferð við skipun dómara. 

Brynjar Níelssonþingmaður Sjálfstæðisflokksins

Þá er rakið hvernig Brynjar Níelsson, eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur og flokksfélagi Sigríðar Andersen, ákvað skömmu eftir að Sigríður skipaði eiginkonu hans dómara með ólöglegum hætti að gefa Sigríði eftir oddvitasætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

„Eðli málsins samkvæmt hlýtur varnaraðili meðal annars að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvers vegna var dómsmálaráðherra svo mikið í mun að skipa Arnfríði í embætti dómara við Landsrétt? Hvers vegna voru hæfustu umsækjendurnir samkvæmt ítarlegu og rökstuddu áliti dómnefndar ekki skipaðir? Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari?“ segir í greinargerð Vilhjálms.

Sigríður Andersendómsmálaráðherra

„Þessum spurningum getur varnaraðili vitaskuld ekki svarað með vissu að svo vöxnu máli en sú staðreynd að varnaraðili má með réttu leiða hugann að þeim gerir það að verkum að ásýnd dómsins, hlutrænt séð, er ekki sú að hann sé sjálfstæður.“

Þá bendir hann einnig á að ákæran í málinu var gefin út af embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu var skipaður í embætti af þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins án undangenginnar auglýsingar. Vísar Vilhjálmur einnig til fréttaflutnings af því hvernig Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hefur áður verið skipuð í embætti án auglýsingar og notið velvildar hjá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.

Hér að neðan má lesa rökstuðning og lagarök greinargerðarinnar í heild:

Sjálfstæðir og óhlutdrægir dómstólar eru grunnstoð réttarríkisins. Forsenda þess að ekki verði efast um sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla er að lögum og reglum sem gilda um skipan dómara sé fylgt til hins ýtrasta. 

Í stjórnarskrá er kveðið á um að skipun dómsvalds verði eingöngu ákveðin með lögum og dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögum. Tilgangurinn með þessum ákvæðum er að lögin ein ráði niðurstöðu dómsmála en ekki persónulegir hagsmunir eða skoðanir viðkomandi dómara, hagsmunir ríkisvaldsins eða hagsmunir annarra einstaklinga eða fyrirtækja. 

Það er sérstaklega mikilvægt að tryggja sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmdavaldinu. Það að stjórnmálamenn, stjórnmálaflokkar, tiltekinn þingmeirihluti, sitjandi ríkisstjórn eða einstakur ráðherra eigi hönk upp í bakið á ákveðnum dómurum grefur undan sjálfstæði þeirra og getur með réttu veikt tiltrú almennings á dómskerfinu.

Það er því lykilatriði að fagleg hæfni þeirra sem sækja um dómaraembætti ráði því hverjir veljast til dómarastarfa, en ekki stjórnmálaskoðanir og pólitísk tengsl viðkomandi umsækjanda eða geðþótti dómsmálaráðherra. Að öðrum kosti er vegið að sjálfstæði dómstóla, trausti almennings á dómstólum og rétti sakaðra manna til þess að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir sjálfstæðum og óhlutdrægum dómstóli sem skipaður er með lögum sbr. 70. gr. stjórnarskrár og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 

Samkvæmt 59. gr. stjórnarskrár verður skipun dómsvaldsins eigi ákveðin nema með lögum. Samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal skipan dómstóls ákveðin með lögum. Í þessu felst ekki einungis ófrávíkjanlegt skilyrði um það að almennar reglur um skipan dómsvalds séu skýrlega bundnar í settum lögum heldur einnig, og ekki síður, á sama hátt ófrávíkjanlegt skilyrði um að skipan dómara í hverju einstöku tilviki sé í samræmi við lög. Raunar má telja að hið fyrrnefnda, áskilnaður um almennar reglur í settum lögum, væri lítils virði eitt og sér ef ekki fælist jafnframt í framangreindum ákvæðum krafa um fylgni við öll viðeigandi lög og reglur í hverju og einu tilviki.

Af dómum Hæstaréttar í málum nr. 591/2017 og 592/2017, sem kveðnir voru upp 19. desember 2017, er ljóst að málsmeðferð við skipan Arnfríðar í embætti dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög (sjá bls. 6 og 7 í dómum Hæstaréttar).  

Annars vegar var það sökum þess að dómsmálaráðherra gerði ekki sjálfstæða tillögu um skipan Arnfríðar í embætti eins og ráðherranum bar að gera lögum samkvæmt. Hins vegar vegna þess að málsmeðferð við mat á hæfni Arnfríðar var ófullnægjandi og í andstöðu við 10. gr. stjórnsýslulaga. Í dómi Hæstaréttar er sérstaklega tekið fram að málsmeðferð Alþingis hafi ekki verið til þess fallin að bæta úr þessum annmörkum. Málsmeðferðin í heild var því andstæð lögum. 

Málsmeðferðin við skipan Arnfríðar fól því bæði í sér brot á lögum nr. 50/2016 um dómstóla og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Þá var tillaga dómsmálaráðherra um skipan Arnfríðar í embætti í andstöðu við hina óskráðu meginreglu í íslenskum rétti að stjórnvaldi beri að skipa hæfasta umsækjandann. Af öllu framansögðu er ljóst að skipun Arnfríðar í embætti var ekki í samræmi við lög eins og er fortakslaust skilyrði 59. gr. stjórnarskrár og 2. málsliðar 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 

Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár ber öllum réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu skal hver sá sem borinn er sökum um refsivert brot, eiga rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. 

Í nýlegum evrópskum dómsúrlausnum hefur verið fjallað um mikilvægi þess að réttra og lögmætra málsmeðferðarreglna sé gætt við skipan dómara í embætti. 

Í ákvörðun EFTA-dómstólsins frá 14. febrúar 2017 í máli nr. E-21/2016 (bls 5, 16. gr.) kemur meðal annars fram að af kröfunni um sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla leiði að gera verði strangar kröfur til þess að réttum málsmeðferðarreglum sé fylgt við skipan dómara. Af ákvörðuninni má ráða að annmarki á málsmeðferð við skipun dómara hefði leitt til þeirrar niðurstöðu að dómurinn teldist ekki rétt skipaður ef ekki væri fyrir þá staðreynd að bætt var úr annmarkanum áður en ákvörðunin var tekin (bls. 6, 21. og. 22. gr.). 

Í dómi Evrópudómstólsins 23. janúar 2018 í máli nr. T-639/16 P (bls. 10, gr. 72., 73., 74., 75., 78. 79., og 80. gr.), þar sem meðal annars er vísað til ofangreindrar ákvörðunar EFTA-dómstólsins og dómframkvæmdar mannréttindadómstóls Evrópu, var ómerktur dómur sem kveðinn var upp af dómara við starfsmannadómstól bandalagsins þar sem ekki hafði verið gætt réttra málsmeðferðarreglna við skipan viðkomandi dómara. 

Sú ályktun verður dregin af þessum dómum að sé skipan dómara ólögmæt þá sé viðkomandi dómari ekki með réttu handhafi dómsvalds og dómsúrlausnir dóms sem hann skipar dauður bókstafur. Með vísan til dóma Hæstaréttar í málum nr. 591/2017 og 592/2017 verður ekki annað séð en að fyrir liggi að sama myndi eiga við um dóm í máli varnaraðila verði ekki fallist á kröfu hans um að Arnfríði verði gert að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Er í því sambandi áréttað að varnaraðili á skýran og ótvíræðan rétt á því að réttað sé í máli hans af hæfum, óvilhöllum og sjálfstæðum dómstóli sem skipaður er samkvæmt lögum. 

Varnaraðili byggir á því að þeir annmarkar sem voru á skipun Arnfríðar og þarf af leiðandi stöðu hennar við fyrirhuguð dómstörf í máli varnaraðila samræmist ekki kröfum um rétt varnaraðila til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir sjálfstæðum og óháðum dómstóli samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár og 1. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 

Við mat á því hvort dómstóll uppfylli skilyrði um sjálfstæði í skilningi mannréttindasáttmála Evrópu þarf auk annarra atriða að kanna fyrirkomulag skipunar dómara við dómstólinn og í öðru lagi að leggja mat á hvort dómstóll hafi almennt þá ásýnd að hann sé sjálfstæður. Svo er ekki í máli varnaraðila. enda skipaði dómsmálaráðherra Arnfríði samkvæmt eigin geðþótta, þvert á tillögu dómnefndar og í trássi við stjórnsýslulög, meginreglur laga um að velja bera hæfasta umsækjandann og lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Arnfríður er því ekki með réttu handhafi dómsvalds og því ekki bær til þess að dæma mál varnaraðila í Landsrétti. 

Áður hefur verið vikið að því að það sé lykilatriði fyrir sjálfstæði dómstóla að fagleg hæfni þeirra sem sækja um dómaraembætti ráði því hverjir veljast til dómarastarfa, en ekki stjórnmálaskoðanir og pólitísk tengsl viðkomandi umsækjanda eða geðþótti dómsmálaráðherra.

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flokksbróðir dómsmálaráðherra er eiginmaður Arnfríðar. Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga, nánar tiltekið 30. september 2017, vék Brynjar úr fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík suður fyrir dómsmálaráðherra (nýtt skjal 3). Aðspurður um ástæður þess að hann gæfi eftir oddvitasæti í Reykjavík sagði Brynjar meðal annars að hann hafi talið rétt að kona leiddi listann og dómsmálaráðherra væri svo öflug kona (nýtt skjal 3). 

Nokkrum mánuðum áður, eða 11. janúar 2017, þegar verið var að mynda nýja ríkisstjórn og ráðherraval Sjálfstæðisflokksins lá fyrir hafði Brynjar lýst því yfir að hann væri ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra (nýtt skjal 5). 

Við sama tækifæri sagði Brynjar að hann vildi horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum og lýðræðið væri bara þannig að það hefði verið haldið prófkjöri og úr því hafi komið sú niðurstaða að það væru fimm karlar og ein kona og bætti við að hann vildi bara að horfa til þess að menn virði niðurstöðu kosninga. 

Þegar þessi ummæli Brynjars eru höfð í huga vekur það furðu að hann hafi ákveðið að víkja úr oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem hann hafði verið kosinn til að skipa og gefa sætið eftir til dómsmálaráðherra vegna þess að hann teldi rétt að kona skipaði fyrsta sæti listans. Með því varð ljóst að Brynjar yrði ekki ráðherra kæmi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi að myndun nýrrar ríkisstjórnar sem síðar varð raunin. 

Hvað gerðist á þessum nokkrum mánuðum, þ.e. frá janúar til september 2017, sem varð til þess að Brynjar kúventi afstöðu sinni að eingöngu ætti að horfa til niðurstöðu kosninga við niðurröðun á framboðslista? 

Um það verður vitaskuld ekkert fullyrt en eitt af því sem sannarlega átti sér stað á þessu tímabili var að 29. maí 2017 gerði dómsmálaráðherra það að tillögu sinni við Alþingi að Arnfríður, eiginkona Brynjars, yrði skipuð dómari við Landsrétt, ekki einungis þvert á álit dómnefndar heldur einnig án þess að sérstakt mat færi fram á hæfni Arnfríðar til þess að gegna embættinu. Eins áður hefur komið fram var Arnfríður skipuð í embætti dómara við Landsrétt 8. júní 2017. 

Eðli málsins samkvæmt hlýtur varnaraðili meðal annars að spyrja sig eftirfarandi spurninga: 

1. Hvers vegna var dómsmálaráðherra svo mikið í mun að skipa Arnfríði í embætti dómara við Landsrétt? 

2. Hvers vegna voru hæfustu umsækjendurnir samkvæmt ítarlegu og rökstuddu áliti dómnefndar ekki skipaðir? 

3. Hvers vegna kaus dómsmálaráðherra að brjóta lög til þess að Arnfríður gæti orðið landsréttardómari? 

Þessum spurningum getur varnaraðili vitaskuld ekki svarað með vissu að svo vöxnu máli en sú staðreynd að varnaraðili má með réttu leiða hugann að þeim gerir það að verkum að ásýnd dómsins, hlutrænt séð, er ekki sú að hann sé sjálfstæður. 

Þessu til viðbótar þá var ákæra í máli varnaraðila gefin út af embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 31. janúar 2017 en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu var skipaður í embætti af þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins án undangenginnar auglýsingar (nýtt skjal 7). 

Samkvæmt framangreindu er ásýnd dómsins eins og hann er nú skipaður í máli varnaraðila ekki sú að dómurinn sé sjálfstæður eða nægilega óháður. Varnaraðili hefur því réttmætar efasemdir um að réttindi hans samkvæmt nefndum ákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu séu tryggð. 

Að öllu þessu virtu eru fyrir hendi atvik eða aðstæður sem eru til þess fallnar að draga megi óhlutdrægni Arnfríðar með réttu í efa, sbr. g-lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Gerir því varnaraðili þá kröfu að hún verði úrskurðuð vanhæf til þess að dæma í málinu og gert að víkja sæti, sbr. 1. mgr. 7. gr. sömu laga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
3
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
4
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
10
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
8
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár