„Aðdáun mín á manninum er alveg til staðar ennþá, mér finnst hann standa út úr sem pólitíkus á Íslandi,“ segir Viðar Garðarson markaðsráðgjafi og einn helsti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á landinu.
Viðar, sem er sjálfstæðismaður, stofnaði nýverið tvær vefsíður til stuðnings Sigmundi Davíð, www.islandiallt.is og panamaskjolin.is, sem ætlað er að rétta hlut Sigmundar í umræðunni.
„Ég veit alveg að það er hópur sem hefur áhuga á því að hann fari í sérframboð. Ég veit að það er þrýstingur á hann að gera það,“ segir Viðar.
Að hans sögn eru tíu til fimmtán manns í hópnum sem stendur að baki vefsíðunum til stuðnings Sigmundi. „Hópurinn er að mörgu leyti þverpólitískur. Það eru þarna flokksbundnir menn úr öðrum samtökum sem hafa hrifist af Sigmundi og hans krafti og hans uppleggi og ég sé ekki að það …
Athugasemdir