Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð felldur úr formannsstóli

Eft­ir ásak­an­ir um „ein­ræði“ og belli­brögð við skipu­lagn­ingu lands­þings Fram­sókn­ar­flokks­ins og af­sögn í kjöl­far af­hjúp­un­ar á leynd­um hags­mun­um í Pana­maskjöl­un­um var Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son felld­ur sem formað­ur flokks­ins rétt í þessu. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son er nýr formað­ur.

Sigmundur Davíð felldur úr formannsstóli
Felldur úr stóli Sigmundur hafði sakað Sigurð Inga um svik á loforði með mótframboðinu. Mynd: Framsóknarflokkurinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, náði ekki að standa af sér mótframboð forsætisráðherrans og varaformannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem skapa vildi frið um flokkinn með nýrri forystu, í formannskjöri flokksins í dag.

„Ég tek við þessu embætti af miklu þakklæti og auðmýkt,“ sagði Sigurður Ingi í kjölfar þess að kjör hans var tilkynnt. Hann þakkaði svo Sigmundi Davíð. „Hann var réttur maður á réttum tíma á réttum stað fyrir Framsóknarflokkinn. Ég bið ykkur um að standa upp og gefa honum gott klapp.“

Það er því ljóst að Sigurður Ingi leiðir flokkinn í Alþingiskosningunum 2016, sem fara fram 29. október næstkomandi, í kjölfar afsagnar Sigmundar sem forsætisráðherra eftir afhjúpun á eignarhald hans á félagi í skattaskjóli sem hélt utan um rúmlega 500 milljóna króna kröfur í þrotabú íslensku bankanna. 

Sigmundur  Davíð hlaut 329 atkvæði, Sigurður Ingi Jóhannsson 370 atkvæði, eða 52,6%. Lilja Dögg Alfreðsdóttir hlaut þrjú atkvæði. Auður eða ógildur var einn. 703 greiddu atkvæði. Eftir formannskjörið stóð til að Lilja Dögg og Eygló Harðardóttir héldu framboðsræður vegna varaformannsembættisins, en Eygló dró framboð sitt til baka.

Í ræðu sinni eftir kjörið bað Sigurður Ingi framsóknarmenn að rísa á fætur í annað sinn og taka í höndina á næsta framsóknarmanni til þess að senda strauma framsóknarmennskunnar um salinn. Hann vildi að allir framsóknarmennirnir á flokksþinginu færu út sem ein fjölskylda.

Nýr formaðurDýralæknirinn Sigurður Ingi Jóhannsson leiðir Framsókn í komandi kosningum.

Ásökun um einræði og hroka

Sigurður Ingi Jóhannson gagnrýndi í gær að Sigmundur fengi úthlutaðan klukkutíma í ræðu en hann aðeins korter. Þá kom á daginn að fulltrúar flokksins höfðu fyrirskipað að bein útsending af fundinum yrði rofin eftir ræðu Sigmundar Davíðs, með þeim hætti að ræða Sigurðar Inga var ekki sýnd beint.

Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður hafði sakað Sigmund um „einræði“ og „hroka“ á fundi framkvæmdastjórnar, þar sem dagskrá flokksþingsins átti að vera ákveðin. Að hans sögn neitaði Sigmundur að veita honum orðið nema Ásmundur ræddi það sem Sigmundur vildi. Að lokum hafi Sigmundur lýst fundi slitið og gengið út.  Hann lýsti þessu í ræðu á flokksþinginu í gær.

„Ég vil rekja þetta hérna því all­ir hafa talað um sátta­vilja og auðmýkt. Á þess­um fundi gerðist eitt­hvað sem ég hef aldrei lent í áður. Ég hef aldrei lent í því af manni sem stýr­ir þeim fundi að vera spurður að því áður en ég bið um orðið hvað ég ætla að segja og ég fái ekki orðið nema ég tali um ákveðna hluti,“ sagði Ásmund­ur. 

Uppgjör við taktík Sigmundar

Sigurður Ingi lagði áherslu á þann boðskap í formannsframboði sínu að engir væru óvinir Framsóknarflokksins, en áður hafði Sigmundur dregið upp þá mynd á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri að Framsóknarmenn væru líkt og fótgönguliðar í orrustunni við Waterloo og kvartað undan því að andstæðingar flokksins vildu fella hann. 

Í framboðsræðu sinni sagði Lilja Dögg að ekki ætti að kvarta undan umfjöllunum, heldur benda á það góða. Sigmundur Davíð hafði í formannstíð sinni kvartað undan meintri andstöðu fjölmiðla við hann og Framsóknarflokkinn, ekki síst Ríkisútvarpsins, sem hann gagnrýndi meðal annars í grein sinni Fyrsti mánuður loftárása, sem hann birti á bloggi sínu eftir einn mánuð á valdastóli árið 2013, en síðan þá hafa fjölmargir þingmenn flokksins endurómað óánægju sína með RÚV og meðal annars hótað niðurskurði á grundvelli hennar.

Afneitaði öllu í fyrstu kappræðunum

Sigmundur hafði hafið kosningabaráttu Framsóknarflokksins í fyrstu kappræðum Ríkisútvarpsins á því að kvarta undan RÚV, afneita því að kosningum hefði verið flýtt vegna Wintris-máls hans, hafna því að hann hefði átt aflandsfélag og sagði loks, þrátt fyrir að hafa aldrei greint frá eignarhaldi sínu eða eiginkonu sinnar á Wintris Inc: „Í engu var reynt að fela nokkurn hlut.“

„Í engu var reynt að fela nokkurn hlut.“

Sigmundur Sigmundur var spurður hvort hann sæi enga ástæðu til að biðjast afsökunar: „Við ætlum kannski bara að koma því á hreint. Þú, sem sagt, eftir allt sem á undan er gengið, alla þá atburðarás sem við lýstum hér áðan, og atburði sumarsins, þú sérð enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á Wintris-málinu?“

„Jú, jú, ég nefndi það, ég gæti beðist afsökunar á mörgum hlutum, en ég get ekki beðist afsökunar á því með hvaða hætti ákveðnir aðilar, meðal annars á vegum ykkar stofnunar, gengu fram í þessu máli.“

Nýi formaðurinn ekki óumdeildur

Forsvarsmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst því yfir að auðveldara hafi verið að vinna með stjórnarflokkunum eftir að Sigurður Ingi tók við taumunum sem forsætisráðherra. Sigurður Ingi er hins vegar ekki óumdeildur. Á stuttum ferli sínum hefur hann meðal annars verið gagnrýndur fyrir gerræðislegan flutning Fiskistofu frá Reykjavík til Akureyrar, fyrir vilja sinn til að leggja niður umhverfisráðuneytið, þegar hann varð umhverfisráðherra, fyrir að koma því til varnar að stjórnmálamenn ættu fé í skattaskjólum og fyrir óvandaða stjórnsýsluhætti, meðal annars við úthlutun á leyfi til sölu á saurmenguðum hvalabjór.

Lesa má um feril Sigurðar Inga hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár