Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð felldur úr formannsstóli

Eft­ir ásak­an­ir um „ein­ræði“ og belli­brögð við skipu­lagn­ingu lands­þings Fram­sókn­ar­flokks­ins og af­sögn í kjöl­far af­hjúp­un­ar á leynd­um hags­mun­um í Pana­maskjöl­un­um var Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son felld­ur sem formað­ur flokks­ins rétt í þessu. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son er nýr formað­ur.

Sigmundur Davíð felldur úr formannsstóli
Felldur úr stóli Sigmundur hafði sakað Sigurð Inga um svik á loforði með mótframboðinu. Mynd: Framsóknarflokkurinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, náði ekki að standa af sér mótframboð forsætisráðherrans og varaformannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem skapa vildi frið um flokkinn með nýrri forystu, í formannskjöri flokksins í dag.

„Ég tek við þessu embætti af miklu þakklæti og auðmýkt,“ sagði Sigurður Ingi í kjölfar þess að kjör hans var tilkynnt. Hann þakkaði svo Sigmundi Davíð. „Hann var réttur maður á réttum tíma á réttum stað fyrir Framsóknarflokkinn. Ég bið ykkur um að standa upp og gefa honum gott klapp.“

Það er því ljóst að Sigurður Ingi leiðir flokkinn í Alþingiskosningunum 2016, sem fara fram 29. október næstkomandi, í kjölfar afsagnar Sigmundar sem forsætisráðherra eftir afhjúpun á eignarhald hans á félagi í skattaskjóli sem hélt utan um rúmlega 500 milljóna króna kröfur í þrotabú íslensku bankanna. 

Sigmundur  Davíð hlaut 329 atkvæði, Sigurður Ingi Jóhannsson 370 atkvæði, eða 52,6%. Lilja Dögg Alfreðsdóttir hlaut þrjú atkvæði. Auður eða ógildur var einn. 703 greiddu atkvæði. Eftir formannskjörið stóð til að Lilja Dögg og Eygló Harðardóttir héldu framboðsræður vegna varaformannsembættisins, en Eygló dró framboð sitt til baka.

Í ræðu sinni eftir kjörið bað Sigurður Ingi framsóknarmenn að rísa á fætur í annað sinn og taka í höndina á næsta framsóknarmanni til þess að senda strauma framsóknarmennskunnar um salinn. Hann vildi að allir framsóknarmennirnir á flokksþinginu færu út sem ein fjölskylda.

Nýr formaðurDýralæknirinn Sigurður Ingi Jóhannsson leiðir Framsókn í komandi kosningum.

Ásökun um einræði og hroka

Sigurður Ingi Jóhannson gagnrýndi í gær að Sigmundur fengi úthlutaðan klukkutíma í ræðu en hann aðeins korter. Þá kom á daginn að fulltrúar flokksins höfðu fyrirskipað að bein útsending af fundinum yrði rofin eftir ræðu Sigmundar Davíðs, með þeim hætti að ræða Sigurðar Inga var ekki sýnd beint.

Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður hafði sakað Sigmund um „einræði“ og „hroka“ á fundi framkvæmdastjórnar, þar sem dagskrá flokksþingsins átti að vera ákveðin. Að hans sögn neitaði Sigmundur að veita honum orðið nema Ásmundur ræddi það sem Sigmundur vildi. Að lokum hafi Sigmundur lýst fundi slitið og gengið út.  Hann lýsti þessu í ræðu á flokksþinginu í gær.

„Ég vil rekja þetta hérna því all­ir hafa talað um sátta­vilja og auðmýkt. Á þess­um fundi gerðist eitt­hvað sem ég hef aldrei lent í áður. Ég hef aldrei lent í því af manni sem stýr­ir þeim fundi að vera spurður að því áður en ég bið um orðið hvað ég ætla að segja og ég fái ekki orðið nema ég tali um ákveðna hluti,“ sagði Ásmund­ur. 

Uppgjör við taktík Sigmundar

Sigurður Ingi lagði áherslu á þann boðskap í formannsframboði sínu að engir væru óvinir Framsóknarflokksins, en áður hafði Sigmundur dregið upp þá mynd á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri að Framsóknarmenn væru líkt og fótgönguliðar í orrustunni við Waterloo og kvartað undan því að andstæðingar flokksins vildu fella hann. 

Í framboðsræðu sinni sagði Lilja Dögg að ekki ætti að kvarta undan umfjöllunum, heldur benda á það góða. Sigmundur Davíð hafði í formannstíð sinni kvartað undan meintri andstöðu fjölmiðla við hann og Framsóknarflokkinn, ekki síst Ríkisútvarpsins, sem hann gagnrýndi meðal annars í grein sinni Fyrsti mánuður loftárása, sem hann birti á bloggi sínu eftir einn mánuð á valdastóli árið 2013, en síðan þá hafa fjölmargir þingmenn flokksins endurómað óánægju sína með RÚV og meðal annars hótað niðurskurði á grundvelli hennar.

Afneitaði öllu í fyrstu kappræðunum

Sigmundur hafði hafið kosningabaráttu Framsóknarflokksins í fyrstu kappræðum Ríkisútvarpsins á því að kvarta undan RÚV, afneita því að kosningum hefði verið flýtt vegna Wintris-máls hans, hafna því að hann hefði átt aflandsfélag og sagði loks, þrátt fyrir að hafa aldrei greint frá eignarhaldi sínu eða eiginkonu sinnar á Wintris Inc: „Í engu var reynt að fela nokkurn hlut.“

„Í engu var reynt að fela nokkurn hlut.“

Sigmundur Sigmundur var spurður hvort hann sæi enga ástæðu til að biðjast afsökunar: „Við ætlum kannski bara að koma því á hreint. Þú, sem sagt, eftir allt sem á undan er gengið, alla þá atburðarás sem við lýstum hér áðan, og atburði sumarsins, þú sérð enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á Wintris-málinu?“

„Jú, jú, ég nefndi það, ég gæti beðist afsökunar á mörgum hlutum, en ég get ekki beðist afsökunar á því með hvaða hætti ákveðnir aðilar, meðal annars á vegum ykkar stofnunar, gengu fram í þessu máli.“

Nýi formaðurinn ekki óumdeildur

Forsvarsmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst því yfir að auðveldara hafi verið að vinna með stjórnarflokkunum eftir að Sigurður Ingi tók við taumunum sem forsætisráðherra. Sigurður Ingi er hins vegar ekki óumdeildur. Á stuttum ferli sínum hefur hann meðal annars verið gagnrýndur fyrir gerræðislegan flutning Fiskistofu frá Reykjavík til Akureyrar, fyrir vilja sinn til að leggja niður umhverfisráðuneytið, þegar hann varð umhverfisráðherra, fyrir að koma því til varnar að stjórnmálamenn ættu fé í skattaskjólum og fyrir óvandaða stjórnsýsluhætti, meðal annars við úthlutun á leyfi til sölu á saurmenguðum hvalabjór.

Lesa má um feril Sigurðar Inga hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár