Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð felldur úr formannsstóli

Eft­ir ásak­an­ir um „ein­ræði“ og belli­brögð við skipu­lagn­ingu lands­þings Fram­sókn­ar­flokks­ins og af­sögn í kjöl­far af­hjúp­un­ar á leynd­um hags­mun­um í Pana­maskjöl­un­um var Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son felld­ur sem formað­ur flokks­ins rétt í þessu. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son er nýr formað­ur.

Sigmundur Davíð felldur úr formannsstóli
Felldur úr stóli Sigmundur hafði sakað Sigurð Inga um svik á loforði með mótframboðinu. Mynd: Framsóknarflokkurinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, náði ekki að standa af sér mótframboð forsætisráðherrans og varaformannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem skapa vildi frið um flokkinn með nýrri forystu, í formannskjöri flokksins í dag.

„Ég tek við þessu embætti af miklu þakklæti og auðmýkt,“ sagði Sigurður Ingi í kjölfar þess að kjör hans var tilkynnt. Hann þakkaði svo Sigmundi Davíð. „Hann var réttur maður á réttum tíma á réttum stað fyrir Framsóknarflokkinn. Ég bið ykkur um að standa upp og gefa honum gott klapp.“

Það er því ljóst að Sigurður Ingi leiðir flokkinn í Alþingiskosningunum 2016, sem fara fram 29. október næstkomandi, í kjölfar afsagnar Sigmundar sem forsætisráðherra eftir afhjúpun á eignarhald hans á félagi í skattaskjóli sem hélt utan um rúmlega 500 milljóna króna kröfur í þrotabú íslensku bankanna. 

Sigmundur  Davíð hlaut 329 atkvæði, Sigurður Ingi Jóhannsson 370 atkvæði, eða 52,6%. Lilja Dögg Alfreðsdóttir hlaut þrjú atkvæði. Auður eða ógildur var einn. 703 greiddu atkvæði. Eftir formannskjörið stóð til að Lilja Dögg og Eygló Harðardóttir héldu framboðsræður vegna varaformannsembættisins, en Eygló dró framboð sitt til baka.

Í ræðu sinni eftir kjörið bað Sigurður Ingi framsóknarmenn að rísa á fætur í annað sinn og taka í höndina á næsta framsóknarmanni til þess að senda strauma framsóknarmennskunnar um salinn. Hann vildi að allir framsóknarmennirnir á flokksþinginu færu út sem ein fjölskylda.

Nýr formaðurDýralæknirinn Sigurður Ingi Jóhannsson leiðir Framsókn í komandi kosningum.

Ásökun um einræði og hroka

Sigurður Ingi Jóhannson gagnrýndi í gær að Sigmundur fengi úthlutaðan klukkutíma í ræðu en hann aðeins korter. Þá kom á daginn að fulltrúar flokksins höfðu fyrirskipað að bein útsending af fundinum yrði rofin eftir ræðu Sigmundar Davíðs, með þeim hætti að ræða Sigurðar Inga var ekki sýnd beint.

Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður hafði sakað Sigmund um „einræði“ og „hroka“ á fundi framkvæmdastjórnar, þar sem dagskrá flokksþingsins átti að vera ákveðin. Að hans sögn neitaði Sigmundur að veita honum orðið nema Ásmundur ræddi það sem Sigmundur vildi. Að lokum hafi Sigmundur lýst fundi slitið og gengið út.  Hann lýsti þessu í ræðu á flokksþinginu í gær.

„Ég vil rekja þetta hérna því all­ir hafa talað um sátta­vilja og auðmýkt. Á þess­um fundi gerðist eitt­hvað sem ég hef aldrei lent í áður. Ég hef aldrei lent í því af manni sem stýr­ir þeim fundi að vera spurður að því áður en ég bið um orðið hvað ég ætla að segja og ég fái ekki orðið nema ég tali um ákveðna hluti,“ sagði Ásmund­ur. 

Uppgjör við taktík Sigmundar

Sigurður Ingi lagði áherslu á þann boðskap í formannsframboði sínu að engir væru óvinir Framsóknarflokksins, en áður hafði Sigmundur dregið upp þá mynd á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri að Framsóknarmenn væru líkt og fótgönguliðar í orrustunni við Waterloo og kvartað undan því að andstæðingar flokksins vildu fella hann. 

Í framboðsræðu sinni sagði Lilja Dögg að ekki ætti að kvarta undan umfjöllunum, heldur benda á það góða. Sigmundur Davíð hafði í formannstíð sinni kvartað undan meintri andstöðu fjölmiðla við hann og Framsóknarflokkinn, ekki síst Ríkisútvarpsins, sem hann gagnrýndi meðal annars í grein sinni Fyrsti mánuður loftárása, sem hann birti á bloggi sínu eftir einn mánuð á valdastóli árið 2013, en síðan þá hafa fjölmargir þingmenn flokksins endurómað óánægju sína með RÚV og meðal annars hótað niðurskurði á grundvelli hennar.

Afneitaði öllu í fyrstu kappræðunum

Sigmundur hafði hafið kosningabaráttu Framsóknarflokksins í fyrstu kappræðum Ríkisútvarpsins á því að kvarta undan RÚV, afneita því að kosningum hefði verið flýtt vegna Wintris-máls hans, hafna því að hann hefði átt aflandsfélag og sagði loks, þrátt fyrir að hafa aldrei greint frá eignarhaldi sínu eða eiginkonu sinnar á Wintris Inc: „Í engu var reynt að fela nokkurn hlut.“

„Í engu var reynt að fela nokkurn hlut.“

Sigmundur Sigmundur var spurður hvort hann sæi enga ástæðu til að biðjast afsökunar: „Við ætlum kannski bara að koma því á hreint. Þú, sem sagt, eftir allt sem á undan er gengið, alla þá atburðarás sem við lýstum hér áðan, og atburði sumarsins, þú sérð enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á Wintris-málinu?“

„Jú, jú, ég nefndi það, ég gæti beðist afsökunar á mörgum hlutum, en ég get ekki beðist afsökunar á því með hvaða hætti ákveðnir aðilar, meðal annars á vegum ykkar stofnunar, gengu fram í þessu máli.“

Nýi formaðurinn ekki óumdeildur

Forsvarsmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst því yfir að auðveldara hafi verið að vinna með stjórnarflokkunum eftir að Sigurður Ingi tók við taumunum sem forsætisráðherra. Sigurður Ingi er hins vegar ekki óumdeildur. Á stuttum ferli sínum hefur hann meðal annars verið gagnrýndur fyrir gerræðislegan flutning Fiskistofu frá Reykjavík til Akureyrar, fyrir vilja sinn til að leggja niður umhverfisráðuneytið, þegar hann varð umhverfisráðherra, fyrir að koma því til varnar að stjórnmálamenn ættu fé í skattaskjólum og fyrir óvandaða stjórnsýsluhætti, meðal annars við úthlutun á leyfi til sölu á saurmenguðum hvalabjór.

Lesa má um feril Sigurðar Inga hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár