Áhrifafólk í Framsóknarflokknum þrýstir á Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, þessa dagana að bjóða sig fram til formennsku í flokknum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar innan úr stuðningskjarna Eyglóar eru talsverðar líkur á að hún láti slag standa. Undanfarnar vikur hefur hún fundað með sveitarstjórnarmönnum og kannað bakland sitt. Opinberlega eru samráðsfundirnir haldnir undir þeim formerkjum að þeir snúist um húsnæðismál en samkvæmt heimildum Stundarinnar er um leið kannað hvort raunhæfur möguleiki sé á því að Eygló leggi Sigmund Davíð Gunnlaugsson í formannsslag. Eygló nýtur hylli á meðal almennra flokksmanna en spurningin er hvort sama stuðning sé að finna meðal fulltrúa og trúnaðarmanna flokksins víða um land.
Ljóst er að fjöldi áhrifamanna í Framsóknarflokknum telur óheppilegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði flokkinn í næstu þingkosningum með bagga Wintris-málsins á herðum sér. Þótt formaðurinn njóti stuðnings í sínu eigin kjördæmi er ljóst að hann rétt marði sigur á kjördæmisþingi flokksins um að leggjast …
Athugasemdir