Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eygló kannar bakland sitt: Líkleg til að skora Sigmund á hólm

Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar kann­ar stuðn­ings­hóp­ur Eygló­ar Harð­ar­dótt­ur þessa dag­ana hvort raun­hæf­ur mögu­leiki sé á því að hún leggi Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í for­mannsslag.

Eygló kannar bakland sitt: Líkleg til að skora Sigmund á hólm

Áhrifafólk í Framsóknarflokknum þrýstir á Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, þessa dagana að bjóða sig fram til formennsku í flokknum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar innan úr stuðningskjarna Eyglóar eru talsverðar líkur á að hún láti slag standa. Undanfarnar vikur hefur hún fundað með sveitarstjórnarmönnum og kannað bakland sitt. Opinberlega eru samráðsfundirnir haldnir undir þeim formerkjum að þeir snúist um húsnæðismál en samkvæmt heimildum Stundarinnar er um leið kannað hvort raunhæfur möguleiki sé á því að Eygló leggi Sigmund Davíð Gunnlaugsson í formannsslag. Eygló nýtur hylli á meðal almennra flokksmanna en spurningin er hvort sama stuðning sé að finna meðal fulltrúa og trúnaðarmanna flokksins víða um land. 

Ljóst er að fjöldi áhrifamanna í Framsóknarflokknum telur óheppilegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði flokkinn í næstu þingkosningum með bagga Wintris-málsins á herðum sér. Þótt formaðurinn njóti stuðnings í sínu eigin kjördæmi er ljóst að hann rétt marði sigur á kjördæmisþingi flokksins um að leggjast …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár