Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eygló kannar bakland sitt: Líkleg til að skora Sigmund á hólm

Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar kann­ar stuðn­ings­hóp­ur Eygló­ar Harð­ar­dótt­ur þessa dag­ana hvort raun­hæf­ur mögu­leiki sé á því að hún leggi Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í for­mannsslag.

Eygló kannar bakland sitt: Líkleg til að skora Sigmund á hólm

Áhrifafólk í Framsóknarflokknum þrýstir á Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, þessa dagana að bjóða sig fram til formennsku í flokknum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar innan úr stuðningskjarna Eyglóar eru talsverðar líkur á að hún láti slag standa. Undanfarnar vikur hefur hún fundað með sveitarstjórnarmönnum og kannað bakland sitt. Opinberlega eru samráðsfundirnir haldnir undir þeim formerkjum að þeir snúist um húsnæðismál en samkvæmt heimildum Stundarinnar er um leið kannað hvort raunhæfur möguleiki sé á því að Eygló leggi Sigmund Davíð Gunnlaugsson í formannsslag. Eygló nýtur hylli á meðal almennra flokksmanna en spurningin er hvort sama stuðning sé að finna meðal fulltrúa og trúnaðarmanna flokksins víða um land. 

Ljóst er að fjöldi áhrifamanna í Framsóknarflokknum telur óheppilegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði flokkinn í næstu þingkosningum með bagga Wintris-málsins á herðum sér. Þótt formaðurinn njóti stuðnings í sínu eigin kjördæmi er ljóst að hann rétt marði sigur á kjördæmisþingi flokksins um að leggjast …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár