Lífeyrissjóðsstjóri fannst í miðri skattsvikafléttu Sigurðar í Sæmark
Kristján Örn Sigurðsson, sem hætti sem forstjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins eftir uppljóstrun Panamaskjalanna, var í forsvari fyrir Panamafélag sem var í þungamiðju hundraða milljóna skattsvika Sigurðar Gísla Björnssonar, eiganda og stjórnanda Sæmarks. Yfirskattanefnd hefur staðfest hálfs milljarðs skattakröfu á hendur þeim síðarnefnda í einu umfangsmesta skattsvikamáli sögunnar.
FréttirPandóruskjölin
Fyrirtæki í eigu Icelandair keypti þrjár Boeing-þotur til Tortóla með láni frá íslenskum banka
Nafn fyrirtækis í eigu flugfélagsins Icelandair kemur fyrir í Pandóruskjölunum svokölluðu. Fyrirtæki í eigu Icelandair hafa nú komið við sögu í þremur stórum lekum úr skattaskjólum síðastliðin ár.
FréttirPandóruskjölin
Magnús flutti félag úr skattaskjólinu Panama til Lúxemborgar
Fjárfestirinn Magnús Ármann, sem var einn umsvifamesti íslenski athafnamaðurinn í Panamaskjölunum, flutti eignarhaldsfélag sitt úr skattaskjólinu Panama til Lúxemborgar árið 2016. Hann breytti um nafn á félaginu.
FréttirViðskiptafléttur
Félag Róberts tapar 16 milljörðum en hann er eignamikill í skattaskjólum
Alvotech, lyfjaþróunarfyrirtæki Róberts Wessman, er með nærri 30 milljarða neikvætt eigið fé en er ennþá í uppbyggingarfasa. Róbert á hluti í félaginu og milljarða króna eignir, meðal annars á Íslandi, í gegnum flókið net eignarhaldsfélaga sem endar í skattaskjólinu Jersey.
FréttirPanamaskjölin
Einn stærsti hluthafi Kviku og Kaldalóns í skattaskjólinu Guernsey
Sigurður Bollason fjárfestir notar félag í skattaskjólinu Guernsey til að stunda viðskipti með hlutabréf Kviku og í fasteignum á Íslandi. Var einn stærsti notandi skattaskjólsfélaga í Panamaskjölunum.
Fréttir
Júlíus Vífill sekur um peningaþvætti
Dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa þvættað á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Eini Íslendingurinn í Panamaskjölunum sem hefur verið ákærður fyrir það sem þar kom fram.
FréttirPanamaskjölin
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
Fyrra rekstrarfélag Secret Solstice er ógjaldfært og margir hafa ekki fengið greitt. Ný kennitala hátíðarinnar er tengd fyrri eigendum. Fulltrúi Reykjavíkurborgar ítrekar að ekki hafi verið gengið frá samningum vegna hátíðarinnar 2019.
Fréttir
Oddný krefur Bjarna Benediktsson um svör vegna Panamaskjalanna
Þingmaður Samfylkingarinnar spyr hvað tefji fjármálaráðherra við að gefa svör um úrvinnslu skattagagna. Bjarni Benediktsson var sjálfur til umfjöllunar í Panamskjölunum.
AfhjúpunPanamaskjölin
Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra
Nýr dómur lýsir því hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, lét setja upp tvær heimasíður sér til varnar í kjölfar Panamaskjalanna. Síðurnar voru sagðar í nafni stuðningsmanna hans.
FréttirPanamaskjölin
Búið að skipta Sigurði Gísla út vegna Panamaskjalanna
Skattrannsóknin á Sigurði Gísla hefur víðtækar afleiðingar fyrir eignarhald á íslenskum og erlendum fisksölufyrirtækjum.
FréttirStjórnmálaflokkar
Nýr aðstoðarmaður Sigríðar Andersen segir Trump of vinstrisinnaðan
Einar Hannesson lögmaður er nýr aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hann tekur við starfinu í óvenjulegum aðstæðum, en sumarið 2013 greindist hann með krabbamein sem nú er ljóst að er ólæknandi. En Einar kemur einnig að verkefninu með óhefðbundin sjónarmið í ætt við hægri væng Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, andstöðu við Parísarsamkomulagið gegn gróðurhúsaáhrifum og áhyggjum vegna múslima í Evrópu. Sjálfur segist hann ekki vera öfgamaður.
FréttirSkattamál
Kristján þarf að borga skatta af földu fé með 25 prósent álagi
Kristján Vilhelmsson hjá Samherja þarf að greiða endurákvarðaða skatta með 25 prósenta álagi vegna skattalagabrota sinna. 5 milljóna króna sektin var einungis refsing vegna brota hans en svo bætast skattar við með álagi. Indriði Þorláksson segir að flestir uni niðurstöðum skattayfirvalda um endurákvörðun skatta til að sleppa við opinber dómsmál.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.