Lífeyrissjóðsstjóri fannst í miðri skattsvikafléttu Sigurðar í Sæmark
Kristján Örn Sigurðsson, sem hætti sem forstjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins eftir uppljóstrun Panamaskjalanna, var í forsvari fyrir Panamafélag sem var í þungamiðju hundraða milljóna skattsvika Sigurðar Gísla Björnssonar, eiganda og stjórnanda Sæmarks. Yfirskattanefnd hefur staðfest hálfs milljarðs skattakröfu á hendur þeim síðarnefnda í einu umfangsmesta skattsvikamáli sögunnar.
FréttirSamherjaskjölin
3
Ákvarðanir um saksókn og fjársektir í skattahluta Samherjamálsins teknar samhliða
Embætti héraðssaksóknara fékk skattahluta Samherjamálsins í Namibíu sendan frá embætti skattrannsóknarstjóra. Ekki var búið að fullrannsaka málið og er haldið áfram með rannsóknina hjá héraðssaksóknara.
GreiningSamherjaskjölin
Stóra spurningin í rannsókn Seðlabankamáls Samherja og Namibíumálsins er sú sama
Embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra rannsaka nú útgerðarfélagið Samherja vegna starfsemi fyrirtækisins í Namiibíu. Það sem liggur undir í rannsókninni er meðal annars sú spurning hvort Þorsteinn Már Baldvinsson hafi stýrt rekstrinum frá Íslandi og beri ábyrgð á mútugreiðslum og því að skattgreiðslur skiluðu sér ekki til Íslands.
Fréttir
Grunur um stórfelld brot í rekstri félags fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar
Skattrannsóknarstjóri rannsakar grun um stórfelld bókhalds- og skattalagabrot hjá M.B. veitingum. Félagið var í eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar, og sambýlismanns hennar. Félagið átti í tugmilljóna viðskiptum við Eflingu meðan Kristjana var þar fjármálastjóri.
Fréttir
Björn Ingi mun krefja ríkið um bætur vegna skattrannsóknar sem varð að engu
Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður ætlar að fara fram á bætur vegna kyrrsetningar eigna sinna. Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á bókhaldi og skattskilum hans og telur ekki tilefni til aðgerða.
ÚttektSkattamál
Grunur um stórfelld skattalagabrot og nauðgunarmál skyggja á feril Sigur Rósar
Fangelsisvist og fésektir liggja við meintum stórfelldum skattalagabrotum meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Stór hluti fjármála meðlimanna eru erlendis og nýttu þeir fjárfestingaleið Seðlabankans við kaup á íslenskum fasteignum með afslætti, sem nú eru kyrrsettar af skattrannsóknarstjóra.
FréttirPanamaskjölin
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti. Júlíus sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að Panamaskjölin sýndu að hann geymdi sjóði foreldra sinna í aflandsfélagi.
FréttirFjölmiðlamál
Meint „meiri háttar“ skattalagabrot Björns Inga áætluð um 115 milljónir
Skattrannsóknarstjóri vildi kyrrsetja tæpar 115 milljónir króna af eignum Björns Inga Hrafnssonar athafnamanns vegna meintra „meiri háttar“ brota. Slík brot geta varðað allt að 6 ára fangelsi. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segir að millifærslur nú gjaldþrota fjölmiðlafyrirtækja Björns Inga til hans sjálfs hafi verið vegna uppgjörs lánasamninga og ábyrgða en ekki tekna.
Fréttir
Meðlimir Sigur Rósar segja kyrrsetningu eigna „jaðra við dónaskap“
Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, segir hljómsveitina hafa verið í viðræðum við skattayfirvöld frá því á síðasta ári. Búið sé að borga skuldir og vexti af þeim. Um handvömm endurskoðanda hafi verið að ræða.
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum
Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, setti fram alvarlegar ásakanir á hendur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í Silfrinu síðustu helgi. Skattrannsóknarstjóri telur sér ekki heimilt að svara því hvort Bjarni hafi fengið réttarstöðu rannsóknarþola eftir kaup á gögnum um aflandsfélög Íslendinga og uppljóstranir Panamaskjalanna.
Fréttir
Ekki vitað hvort skattalagabrot hafi fyrnst vegna tafa og skilyrða ráðuneytisins
„Af hálfu ríkisskattstjóra hefur ekki verið gerð sérstök könnun á því hvort að mál hafi fyrnst frá því að skattrannsóknarstjóra buðust gögnin til kaups og þangað til gengið var frá þeim,“ segir í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit.
PistillPanamaskjölin
Indriði Þorláksson
Ríkisstjórnin og Panamaskjölin
Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, skrifar um afhjúpun Panama-skjalanna og þá stjórnarmyndun sem er framundan.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.