Aðili

Skattrannsóknarstjóri

Greinar

Virtist sem dregin yrði upp sú mynd í fjölmiðlum að kaup á gögnunum strönduðu á skattrannsóknarstjóra
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Virt­ist sem dreg­in yrði upp sú mynd í fjöl­miðl­um að kaup á gögn­un­um strönd­uðu á skatt­rann­sókn­ar­stjóra

„Mér virð­ist sem um­fjöll­un um skatta­skjólslist­ann geti ver­ið að fara aft­ur af stað og þá m.a. á þá lund að skatt­rann­sókn­ar­stjóri sé að draga lapp­irn­ar í kaup­um á gögn­un­um þrátt fyr­ir að hafa feng­ið vil­yrði frá ráðu­neyt­inu til kaup­anna,“ sagði í tölvu­pósti frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra í des­em­ber 2014.
Leynd yfir samskiptunum við skattrannsóknarstjóra
Fréttir

Leynd yf­ir sam­skipt­un­um við skatt­rann­sókn­ar­stjóra

Um­mæli Bjarna Bene­dikts­son­ar um að ráðu­neyt­ið hafi „aldrei gert ágrein­ing um verð­ið“ á skatta­skjóls­gögn­um eru ekki í sam­ræmi við frá­sögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra af skil­yrð­um sem sett voru embætt­inu. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur hvorki svar­að upp­lýs­inga­beiðni Stund­ar­inn­ar um skrif­leg sam­skipti við skatt­rann­sókn­ar­stjóra né fyr­ir­spurn frá Al­þingi um að­komu Bjarna.
Skilyrði ráðuneytisins ollu töfum: Ár leið þar til skattaskjólsgögn voru keypt
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Skil­yrði ráðu­neyt­is­ins ollu töf­um: Ár leið þar til skatta­skjóls­gögn voru keypt

„Þetta eru póli­tísk­ar árás­ir sem bein­ast að mér per­sónu­lega,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son um gagn­rýni á sam­skipti hans við skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Fé­lag ráð­herra sjálfs kem­ur fyr­ir í gögn­un­um auk þess sem fað­ir hans átti fé­lag á Tor­tóla og not­færði sér þjón­ustu Mossack Fon­seca.
Leyndarmál Sigmundar Davíðs
FréttirWintris-málið

Leynd­ar­mál Sig­mund­ar Dav­íðs

Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir stefndi pabba sín­um Páli Samú­els­syni í des­em­ber 2006. Sumar­ið 2007 samd­ist um mál­ið ut­an dóm­stóla og hún fékk rúm­an millj­arð króna sem end­aði í Wintris Inc. í skatta­skjól­inu Tor­tólu. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur þag­að um pen­ing­ana á Tor­tólu síð­an sem og upp­kaup Wintris Inc. á kröf­um í bú föllnu bank­anna. Einn þekkt­asti skatta­skjóls­sér­fræð­ing­ur Evr­ópu, Tor­sten Fens­by, seg­ir að mál Sig­mund­ar Dav­íðs sé eins­dæmi í sögu Evr­ópu en bend­ir jafn­framt að eng­ar sann­an­ir um lög­brot hafi kom­ið fram þó spyrja mega spurn­inga um sið­ferði ís­lenska for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Mest lesið undanfarið ár